Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.10.2017, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.10.2017, Blaðsíða 35
1.10. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 35 BÓKSALA 20.-26. SEPTEMBER Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 Með lífið að veðiYeonmi Park 2 Gagn og gamanHelgi Elíasson/Ísak Jónsson 3 Stúlkan sem gat ekki fyrirgefið David Lagercrantz 4 KanínufangarinnLars Kepler 5 Verstu börn í heimiDavid Walliams 6 Independent PeopleHalldór Laxness 7 KalakKim Leine 8 UmsáturRóbert Marvin 9 HringiðanFrode Granhus 10 Iceland In a BagÝmsir höfundar 1 Gagn og gamanHelgi Elíasson/Ísak Jónsson 2 Verstu börn í heimiDavid Walliams 3 Engillinn í eyjunniLevi Henriksen 4 Goðheimar 8 – Brísingamenið Peder Madsen 5 SvartidauðiKim M. Kimselius 6 Hulduheimar 1 – Álagahöllin Rosie Banks 7 Lubbi finnur málbein Eyrún Í. Gísladóttir/ Þóra Másdóttir/ Þórarinn Eldjárn 8 Afi sterki – Hættuför að Hlíðarvatni Jenný Kolsöe 9 Hvernig passa á ömmuJean Reagan 10 Allir geispaAnita Bijsterbosch Allar bækur Barnabækur Ég var svo heppin að eiga eftir að lesa eina bók eftir Auði Övu, Und- antekninguna. Ég fór í ferðalag til Kanada fyrir stuttu og gat notið þess að lesa hana í ferðinni. Það er svo mikill léttleiki í bókunum hennar Auðar, svo auðvelt að lesa þær, en þær eru ekkert léttlestrarefni, það er svo margt undirliggjandi. Núna er ég að lesa Með lífið að veði eftir Yeonmi Park. Hún liggur á náttborðinu hjá mér, ég get ekki sofnað nema að lesa eitthvað. Ég er rétt komin inn í hana, þessa hörmungar- sögu. Það er eins og maður sé að lesa um eitthvað sem ekki er til, eitthvert plat. Síðan er ég að lesa eldri bækur sem ég hef ekki haft tíma til að lesa og las Leið eftir Heið- rúnu Ólafsdóttur. Mér fannst hún afar sérstök, en að mörgu leyti góð. Ég sé ekki eftir að hafa lesið hana, hún skilur eftir sig mikið að hugsa um. ÉG ER AÐ LESA Marta Hild- ur Richter Marta Hildur Richter er forstöðu- kona Bókasafns Mosfellsbæjar. Þórbergur og allífið Þegar Þórbergur Þórðarson stóð á sjö- tugu fékk útgefandi hans ungan blaða- mann af Morgunblaðinu, Matthías Jo- hannessen, til þess að taka viðtal við Þórberg. Svo vel líkaði Þórbergi við Matthías að úr varð viðtalsbókin Í komp- aníi við allífið sem gefin var út 12. mars 1959. Bókin hefur nú verið gefin út að nýju, aukið við hana viðtali sem Matthías tók við Þórberg fimm árum síðar og Matthías skrifar um vináttu þeirra Þór- bergs og Margrétar, konu hans. Spennubók fyrir börn Engillinn í eyjunni er spennubók fyrir börn eftir norska listamanninn Levi Henriksen. Í bókinni segir frá stúlku sem býr aðra hverja viku hjá móð- ur sinni og hina hjá föður sínum. Hún er ekki sátt við stjúpforeldrana, finnst þau bæði frekar þreyt- andi og hefur engan áhuga á að verða stór. Áætl- un hennar til að leiða foreldra sína saman aftur hefur örlagaríkar afleiðingar. Sigurður Helgason þýddi. Frönsk metsölubók Fyrir Barnagælu hlaut Leïla Slimani Goncourt- bókmenntaverðlaunin og bókmenntaverðlaun tímaritsins Elle og bókin varð metsölubók í Frakk- landi. Í bókinni segir frá því er Myriam og Paul ráða til sín fullorðna konu til að gæta bús og barna. Louise er hin fullkomna barnfóstra og verður ómissandi hluti af fjölskyldunni, en smám saman kemur í ljós að hún er ekki öll þar sem hún er séð. Friðrik Rafnsson þýddi. NÝJAR BÆKUR Leiðarvísir um þorp heitir ný ljóðabók eftir JónasReyni Gunnarsson, sem er 23. bókin í Meðgöngu-ljóðaröð Partusar sem helguð er nýjum skáldum. Þetta er önnur bók Jónasar sem Partus gefur út, en smá- sagan Þau stara á mig kom út í Meðgöngumálaröð Part- usar fyrir tveimur árum. Jónas lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Egils- stöðum og grunn- og meistaranámi í ritlist frá Háskóla Íslands. Hann hefur birt ljóð í Tímariti Máls og menn- ingar og Stúdentablaði Háskóla Íslands þar sem hann hlaut fyrsta sæti í árlegri ljóðakeppni blaðsins 2014. Árið 2015 varð hann hlutskarpastur í leikritunarkeppni sviðs- listadeildar Listaháskóla Íslands með verkinu Við deyj- um á Mars. Eins og nefnt er lauk Jónas ritlistarnámi við Háskóla Íslands og hann segir það hafa lengið beint við að fara í það nám, svo beint að hann man ekki eftir því að hann hafi verið að taka neina ákvörðun. „Ég hef verið að skrifa lengi, gerði myndasögur og skrifaði leikrit þegar ég var í menntaskóla og þegar vinur minn benti mér á þetta var svo augljóst að fara í það. Það var frábært að fá tækifæri til að helga sig skrifum og að fá tíma til þess og vera und- ir leiðsögn góðra kennara. Það var líka gott að vera í kringum fólk sem er á sömu línu og með sömu markmið og að gera það sama, það er ekki hægt að vera einn í neinu sem maður gerir.“ Ljóðin í Leiðavísi um þorp urðu til þegar Jónas fékk styrk frá Uppbyggingarsjóði Austurlands, en sá styrkur gerði honum kleift að helgað sig því að skrifa í nokkra sumarmánuði „og ég vann svo úr því fyrir bókina“. Eins og styrkurinn bendir til er Jónas að austan, frá Fellabæ, ólst þar upp fram yfir tvítugt og tekur undir það að hann hafi tekið þorpið með sér inn í ljóðin. „Uppeldisstaðurinn er fastur í mér, þó að ég skrifi mikið um Reykjavík líka. Þetta eru svo mikil mótunaráhrif eins og hjá öllum.“ Þorpið frá ýmsum hliðum – Í bókinni birtist þorpið frá ýmsum hliðum, en sá sem yrkir er líka að leita að leið út úr þorpinu eins og segir í ljóðinu Útgönguleiðir: „Þorpið er hérna fyrir þig. Það var byggt svo þú gætir verið gestur í því. Það er hannað til að móta þig eins og stein sem rennur eftir árstraumi niður að sjó. // Þessi straumur er leið þín útúr þorpinu.“ „Það væri fullkomið ef það væri bara hálftími á milli og ég gæti notið borgarinnar og þorpsins, en ég á mjög bágt með að útskýra hvað ég meina, lesanda er velkomið að lesa í þetta eins og honum sýnist.“ Eins og Jónas nefnir hefur hann samið leikrit frá því á menntaskólaárum sínum og sigraði leikritunarkeppni eins og nefnt er að ofan. Hann segist þó hafa lagt leik- ritun á hilluna í bili og helgað sig annarskonar skáld- skap, en ný skáldsaga hans, Millilending, kemur út á næstu vikum á vegum Partusar, aukinheldur sem hann er önnum kafinn við að skrifa aðra skáldsögu til. „Það var bara skrúfað frá krananum og ég verð að mæta, sitja við og skrifa.“ Skrúfað frá krananum Í nýrri ljóðabók yrkir Jónas Reynir Gunnarsson um þorpið sem hann ber innra með sér og um leiðina þaðan. Hann ólst upp austur á Héraði og segir að uppeldisstaðurinn sé fastur í sér þó að hann skrifi mikið um Reykjavík líka. Árni Matthíasson arnim@mbl.is Jónas Reynir Gunnarsson situr við og skrifar af kappi. Morgunblaðið/Golli Ein öflugustu meltingarensím ámarkaðnum í dag l Ensím eru nauðsynleg fyrir meltingu og öll efnaskipti líkamans. l Betri melting, meiri orka! l Inniheldur ATPro (ATP (orkuefni líkamans), Magnesíum Citrate, Coensime Q10, Phytase). l Söluhæsta meltingarvaran í Bandaríkjunum. l 100% vegan hylki. Án fylliefna, bindiefna eða annarra flæðiefna. Útsölustaðir: Apótek og heilsubúðir „Ég hef haft psoriasis gigt í meira en tuttugu ár og hef tekið töluvert af lyfjum þess vegna. Fyrir nokkrum árum fór ég að eiga við magavandamál að stríða sem eru líklegast tilkomin vegna lyfjanotkunar en fyrir utan magaónot og uppþembu var ég alltaf þreytt og orkulaus. Ég hef prófað svo margt gegnum tíðina en fundið lítinn mun, þar til ég kynntist Enzymedica ensímunum. Þvílíkur munur og það besta er að ég fannmuninn strax. Ég er ekki lengur útblásin eftir máltíðir, hægðir urðu fljótt reglulegar, orkan margfaldaðist og ég er ekki að kljást við magavandamál lengur.“ Anna Gréta Ekki lengur útblásin eftir máltíðir! Digest Gold Ensím geta hjálpað til við að slá á óþægindi svo sem loftmyndun, uppþembu, meltingartruflanir og meltingaróreglu

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.