Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.10.2017, Blaðsíða 23
Það er enginn munur á biscotti
og cantucci en á ítölsku kallast
allar kexkökur biscotti, sem þýð-
ir einfaldlega „tvisvar bakað“.
Slíkar kökur hafa verið bak-
aðar í aldir en í gamla daga þurfti
að baka kökur sem hægt væri að
geyma í langan tíma. Talið er að
Kólumbus hafi haft slíkar kökur
meðferðis á ferðalögum sínum.
500 g „00“ hveiti (fæst t.d. í Hag-
kaupum)
300 g sykur
3 egg
salt, ca ½ teskeið
lyftiduft, ca teskeið
Cantucci (biscotti)
200 g möndlur
125 g smjör
Blandið hráefnunum saman í
skál. Hnoðið í höndunum öllu
saman í góða kúlu. Skiptið henni
í sex jafna hluta. Rúllið þeim í
langar „pulsur“ og leggið á bök-
unarpappír á plötu. Bakið á
180°C í 30 mínútur. Takið út og
skerið í 2 cm sneiðar. (Skerið á
ská). Snúið sneiðunum á plöt-
unni (gæti þurft tvær plötur
núna) og bakið áfram í 5-15 mín-
útur, eða þar til gullinbrúnar.
Guðdómlegar með kaffinu.
250 g mascarpone-ostur
100 g sykur
2 egg
savoyard-kökur (lady finger)
espresso-kaffi
kakó (eða mulið dökkt súkkulaði)
Aðskiljið hvíturnar frá rauð-
unum. Stífþeytið hvíturnar í
hrærivél.
Í annarri skál, blandið rauð-
unum saman við sykurinn. Bæt-
ið mascarpone-ostinum saman
við og þeyttu eggjahvítunum.
Dýfið kökunum í kaffi og setjið í
botninn á glasi eða fallegri eftir-
réttaskál. Þar ofan á setjið þið
kremblönduna. Toppið með
kakói eða muldu súkkulaði. Lát-
ið standa í kæli í nokkra klukku-
tíma áður en það er borið fram.
Fyrir þá sem vilja vínbragð er
hægt að blanda Amaretto-líkjör
út í kaffið.
Tíramísú
Allt hráefni til pítsu-
gerðar var brakandi
ferskt og fallegt.
1.10. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23
1 búnt basillauf
hálft hvítlauksrif, skorið
70 g rifinn parmesan-ostur
20 g furuhnetur
ólífuolía, ca 2 msk. eða eftir þörfum
örlítið salt ef þurfa þykir
Blandið öllu saman í mat-
vinnsluvél. Setjið meiri olíu ef ykk-
ur finnst það of þykkt.
Pestó er gott út á allt pasta, píts-
ur og brauð og má nota með bæði
kjöt-, fisk- og grænmetisréttum.
Oft þarf ekki nema örlítið til að
bragðbæta rétti.
Pestó
300 g tuscan-brauð (eða svipað, t.d.
baquette-brauð eða eitthvert hvítt
ítalskt brauð. Kjörið að nýta „gamalt“
brauð.)
750 g sósa, úr tómötum, t.d. passata
1-1½ l grænmetissoð
2 hvítlauksrif
basil
ólífuolía
salt og pipar
Skerið brauðið í sneiðar og bakið í
ofni þar til það er gullinbrúnt. Tak-
ið hvítlauksrifin og nuddið þeim við
volgt brauðið. Setjið sneiðarnar í
pott. Hellið yfir þær tómatsósunni
og grænmetissoðinu. Bætið út í
salti, pipar og basilíku eftir smekk.
Látið malla í 50 mínútur á lágum
hita. Þessi súpa er mjög seðjandi
og tilvalin á köldum haustkvöldum.
Pappa al pomodoro
(ítölsk brauðsúpa)
1 kg „00“ hveiti (fæst t.d. í Hag-
kaupum)
400 ml vatn við stofuhita
200 ml mjólk
10 g sykur
25 g salt
20 g ólífuolía
25 g ger
sósa úr tómötum (pítsusósa, best
heimalöguð, eða úr dós)
ólífuolía til að nota á pítsu
mozzarella-ostur og annað sem þú
kýst að setja á pítsuna
Setjið í skál ger, vatn, mjólk,
ólífuolíu og sykur. Hrærið létt
saman og látið standa í smá
stund. Setjið hveitið á borð og
saltið. Gerið holu í miðju og
blandið út í blautu hráefnunum.
Hrærið fyrst með gaffli og síðar
með höndum. Hnoðið vel með
höndum í stóra kúlu. Hnoðið þar
til deigið er orðið þannig að ef
þú þrýstir fingri í það og sleppir,
þá fyllist dældin strax aftur. Ef
dældin er lengi að fyllast, hnoð-
aðu þá lengur. Láttu deigið hvíla
í klukkutíma. Taktu þá kúluna í
sundur og vigtaðu 200 gramma
kúlur. Ein kúla er ein meðalstór
pítsa. Láttu nú kúlurnar jafna sig
í hálftíma í viðbót. Þá skaltu
fletja þær út í fallega hringlaga
pítsur. Notaðu fyrst hendur og
svo kökukefli. Raðið því sem
hentar á pítsuna; sósu, áleggi og
mozzarella. Gott er að gera
hvítar pítsur, án sósu. Setjið þá
smá ólífuolíu í stað sósu. Notið
ímyndunaraflið við pítsugerðina.
Eitt sem þarf að huga að og er
mikilvægt. Um leið og þú hefur
útbúið pítsuna þarf hún að kom-
ast í ofninn. Ekki láta óbakaðar
pítsur standa á borðinu, þá
verða þær blautar og óbakaðar í
miðju. Þannig er best að hafa öll
hráefnin tilbúin og við höndina
og útbúa eina og eina í einu.
Bakið í ofni við hæstan mögu-
legan hita. Gott er að baka þær á
pítsusteini sem hægt er að setja í
ofn eða á funheitt grill. Setjið
pítsurnar á bökunarpappír eða
stráið hveiti undir. Bakið þar til
þær eru tilbúnar, 5-15 mínútur.
Alvöru ítölsk pítsa