Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.10.2017, Blaðsíða 27
Hin 16 ára gamla Kaia Gerber er ein umtalaðastafyrirsætan á tískuvikunni sem nú stendur yfir. Gerber er dóttir ofurfyrirsætunnar Cindy
Crawford og eiginmanns hennar Rande Gerber og er að
stíga sín fyrstu skref sem fyrirsæta á tískupöllunum.
Hún hefur sýnt fyrir marga stærstu hönnuðina á borð
við Calvin Klein og Saint Laurent. Kaia Gerber þykir af-
ar lík móður sinni sem er ein frægasta fyrirsæta allra
tíma og ein af fyrstu „ofurfyrirsætunum“ á áttunda ára-
tugnum. Faðir hennar fékkst einnig við módelstörf.
Þá gekk Cindy Crawford einnig tískupallanna á sýn-
ingu Versace í síðustu viku, ásamt þekktustu ofurfyr-
irsætum áttunda áratugarins, til heiðurs Gianni Ver-
sace, fyrrverandi yfirhönnuði Versace, sem var myrtur
árið 1998.
Fjölskylda í fyrirsætustörfum
Bróðir Kaiu, Presley Gerber, er tveimur árum eldri en
hún og virðist einnig hafa erft fyrirsætugenið en hann
gekk tískupallana á herrasýningum tískuhúsa á borð við
Balmain, Dolce & Gabbana og Moschino.
Kaia Gerber vakti mikla
athygli á sýningu Calvin
Klein fyrr í mánuðinum.
AFP
Kaia sýnir sumar-
línu Bottega
Veneta 2018.
Umtöluð á
tískuviku
Kaia Gerber hefur vakið
mikla athygli á tískuvikunni
sem nú stendur yfir. Hin 16
ára gamla fyrirsæta er dóttir
ofurfyrirsætunnar Cindy
Crawford og gengur hún
nú tískupalla á sýningum
stærstu hönnuðanna og
gefur móður sinni
ekkert eftir.
Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is
Ofurfyrirsætan Cindy Crawford ásamt stöllum sín-
um Cörlu Bruni, Claudiu Schiffer, Naomi Campbell
og Helenu Christensen á sýningu Versace.
AFP
Systkinin Kaia og Presley Gerber hafa
bæði fetað í fótspor móður sinnar.
Mæðgurnar Kaia Gerber og
Cindy Crawford.
Kaia gekk pall-
ana fyrir Saint
Laurent í París
síðastliðinn
þriðjudag.
1.10. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27
L’Oréal
1.990 kr.
Mattur Color Riche-varalitur í
litnum Greige Perfecto 634.
Fullkominn litur hversdags.
Yeoman
19.900 kr.
Dásamleg peysa frá
American Vintage.
Vero Moda
5.990 kr.
Þægilegar, tein-
óttar buxur.
Í þessari viku …
Sigurborg Selma
sigurborg@mbl.is
Hið fullkomna afslappaða helgardress.
Notalegri peysu og kósýbuxum má gefa örlítið
töffaralegra útlit með því að para það við svala
strigaskó og fallegt glingur.
MAIA
19.990 kr.
Sólgleraugun verða að vera tilbúin
fyrir lækkandi sól. Þessi eru glæsileg
frá McQ by Alexander McQueen.
GK Reykjavík
7.995 kr.
Eyrnalokkar frá
Fashionology.
Kultur
22.995 kr.
Klútur sem hressir
upp á dressið frá Day
Birger et Mikkelsen.
Akkúrat
11.900 kr.
Geggjaðir strigaskór frá Karhu.
Þann 2. október næstkomandi
verður svokallaður „snjalljakki“
væntanlegur í verslanir og á vef-
verslun Levi’s. Jakkinn er unn-
inn í samstarfi við Google
Advanced Technology og
Project Jacquard.
Jakkinn er tengdur við
snjallsíma og gerir not-
andanum kleift, með því
að hreyfa við skynjar-
anum á erminni, að svara
símtölum, notast við
leiðarvísi, stjórna tónlist
og fleira.
Jakkinn kostar 350 $ eða
um 37.000 krónur.
Hægt er að stjórna
jakkanum með
skynjara á erminni.
SNJALLJAKKI FRÁ LEVI’S
Með skynjara í erminni
Jakkinn er tengdur við snjall-
símann og virkar bæði fyrir
IOS kerfi og Android.