Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.10.2017, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.10.2017, Blaðsíða 26
Skugga-Sveinn er fjórða lína ErnuEinarsdóttur fyrir Geysi en húnnam við Gerrit Rietveld-aka- demíuna í Amsterdam og Central Sa- int Martins í London. Línan Skugga-Sveinn var kynnt með svolítið öðru sniði en flestar hefð- bundnar tískusýningar þar sem hún kom í verslanir daginn eftir sýningu. Aðspurð hvers vegna sú leið hafi verið farin svarar Erna: „Þetta er skemmtileg leið til að kynna nýjar vörur og ég held að tísku- heimurinn sé að þróast smám saman í þessa átt. Það er alltaf pínu súrt að skoða nýjar sýningar og svo koma föt- in í verslanir sex mánuðum seinna. En annars finnst okkur þetta bara skemmtileg leið inn í haustið; nýjar vörur að koma í búðina, lína sem við erum búin að vera að hanna og þróa í marga mánuði og gaman að fagna því með sýningu og skemmtun.“ Sækir innblástur í efnin Aðspurð hver megináhersla línunnar hafi verið segist Erna að miklu leyti hafa byggt hana upp á ákveðnu munstri sem var gegnumgangandi í línunni. „Ég hef ekki gert það áður og fannst það koma vel út. Eg vildi líka hanna flottar yfirhafnir og við erum núna að leggja lokahönd á um fjórar nýjar yfirhafnir, bæði fyrir konur og herra. Það var svona næsta skref hjá okkur að bæta því við línuna og búið að vera á „to-do“-listanum lengi og því mjög gaman að geta loksins kynnt yfirhafnir frá Geysi.“ Erna segist alltaf sækja mikinn inn- blástur í efnin sem hún notar í línum sínum. „Ég byrja oftast á að finna fal- legt garn og efni og læt það leiða mig svolítið áfram. En fyrir þessa línu var ég líka að skoða málverk eftir Guð- mundu Andrésdóttur og munstur og liti sem hún vann með.“ Efnin eru síðan valin út frá hvað heillar hverju sinni. „En þetta er líka vetrarlína þannig að ég fæ að vinna með t.d. merinóull, sem er eitt af mín- um uppáhaldsefnum,“ útskýrir Erna og bætir við að sér finnist í raun langskemmtilegast að vinna með ullarefni, bæði blönduð og hrein. „Vönduð ull er bara svo falleg í fatnaði.“ Yfirhafnir væntanlegar Erna segist yfirleitt vinna Geysis-línurnar með svipuðu móti; það er alltaf upphafs- punktur og einhver þróun í efnum og fleiru en hún hannar þó alltaf fatnað sem tengist hugarheimi hennar. Hún segist yfirleitt vinna mikið með gráa tóna sem hún parar síðan við nokkra sterka liti. „Djúpblár er alltaf í miklu uppá- haldi en litirnir fyrir þessa línu voru litir sem ég tók úr einu af mál- verkum Guðmundu og það þróaðist síðan áfram. Mér fannst líka áhugavert að vinna með nokkra tóna af sama litnum og þannig endaði ég til dæmis með marga rauða tóna.“ Heiti línunnar, Skugga- Sveinn, er skírskotun í leirverk og leiktjöld sem máluð voru af Sigurði málara Guðmundssyni fyrir fyrstu uppsetningu verksins árið 1862. Aðspurð hvernig áhugi Ernu á Sigurði kviknaði segist hún hafa kynnst hon- um fyrst í bók Æsu Sigurjónsdóttur, Til gagns og til fegurðar. „Hann vakti áhuga minn sem listamaður og hönn- uður og saga hans er bæði skemmtileg og fróðleg, hann var mikill pælari. En ég veit ekki hvort ég myndi endilega kalla mig aðdáanda hans. Meira er hann einhver sem hefur vakið áhuga minn sem hönnuður.“ Aðspurð hvort hún eigi sér uppá- haldsflík úr línunni segir Erna svolítið erfitt að gera upp á milli. „Sjálf fíla ég allar flíkurnar en kannski finnst mér standa upp úr bæði þunni merinóull- arkjóllinn, Ásta, sem og teppakáp- urnar sem voru á sýningunni. Svo eru sumar flíkur í uppáhaldi hjá mér bara vegna þess að það var gaman að þróa þær, vinna með nýja tækni eða ný efni. Þannig er kjóllinn Ella, með bylgjumunstrinu, í miklu uppáhaldi þar sem ég notaði nýja prjónatækni sem við höfum ekki notað áður og það var skemmtilegt.“ Bæta við heimilisvörum Fram undan hjá Ernu og Geysis- teyminu er næsta lína, Vetur 2018. „Þetta er svo langt ferli, margir vita ekki hvað það tekur langan tíma að hanna og þróa eina svona línu en þetta tekur um ár, frá hönnun yfir í að var- an kemur úr framleiðslu og í verslanir okkar,“ útskýrir hún. „Einnig erum við að bæta við herravörum, skyrtum, peysum og yfirhöfnum, sem og örfáum barnavörum, göllum og peysu.“ Þá vinnur teymið einnig að því að hanna nýjar heimilisvörur, bæta hand- klæðum og sængurverum við úrval Geysis af teppum. „Það var svona næsta „lógíska“ skref og verður gam- an að sjá hvernig það mun ganga. Annars er ég sjálf að fara í fæðingar- orlof núna á næstu vikum og við fjöl- skyldan að flytja svona rétt áður en nýi meðlimurinn bætist í hópinn þann- ig að það er nóg fram undan, bæði í vinnunni og heima fyrir.“ „Vönduð ull er bara svo falleg í fatnaði“ Erna Einarsdóttir fatahönnuður sýndi nýja vetrar- línu Geysis í síðustu viku. Línan ber heitið Skugga-Sveinn og er meðal annars innblásin af verkum Guðmundu Andrésdóttur. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Ljósmyndir/Saga Sig Erna Einarsdóttir vinnur aðallega með gráa tóna sem hún parar síðan við sterkari liti. TÍSKA 26 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.10. 2017 Sunnudaginn 1. október verður haldinn fatamarkaður í Gamla bíói, Ingólfstæti 2a, á milli klukkan 13 og 17. Þar munu nokkrar af smekkleg- ustu konum landsins selja notaðar merkjavörur, töskur, skó og fylgihluti. Fatamarkaður í Gamla bíói

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.