Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.10.2017, Blaðsíða 8
VETTVANGUR
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.10. 2017
Selhella 13 | 221 Hafnarfjörður | Sími 564 1400 | kerfi@kerfi.is | kerfi.is
Fagleg & persónuleg þjónusta
Drykkjarlausnir
fyrir þitt fyrirtæki
Hagkvæmara en þú heldur!
Dæmi:
COSMETAL AVANT
Nýjasta brúsavatnsvélin
Síðumúla 22 | Sími 517 0404 | serefni.is
Opið: 8-18 virka daga 10-14 á laugardögum
HEART WOOD
litur ársins 2018
er kominn í Sérefni
Sagan er ekki bara atburðir ogatburðarás. Sagan er líkaskilningur okkar á þeirri at-
burðarás, háður því hvernig samtím-
inn skilur sjálfan sig hverju sinni.
Þarna er að finna sögu sögunnar.
Hún er spegill líðandi stundar á for-
tíð sína.
Á öndverðri öldinni sem leið
spurðu sósíalistar um hvar hinna
vinnandi handa væri getið í sögunni.
Okkar samtími horfir til stöðu
kvenna.
Þetta kom upp í hugann þegar ég
á dögunum gerðist leiðsögumaður
tveggja ungra stúlkna um söfn
Reykjavíkur. Þar á meðal komum
við í safn Einars Jónssonar að Hnit-
björgum á Skólavörðuholti. Var okk-
ur þar vel tekið og sagt margt fróð-
legt um þennan merka listamann.
Þar á meðal sáum við frumgerð hans
af styttu Ingólfs Arnarsonar sem nú
gnæfir glæsileg, efst á Arnarhóli. Að
lokinni heimsókn okkar í Hnitbjörg
lá leiðin einmitt þangað, á Arnarhól
að skoða Ingólf.
En hvar var Hallveig, kona Ing-
ólfs? Við lögðumst í rannsóknar-
vinnu, fundum Hallveigarstaði og
Hallveigarstíg og minntumst þess
að á meðal nýsköpunartogaranna
svonefndu, sem keyptir voru hingað
til lands eftir lok
seinna stríðs, var
vissulega að
finna Ingólf Arn-
arson en einnig
togarann Hall-
veigu Fróðadótt-
ur.
Síðan fórum
við á Þjóðminja-
safnið og Land-
námssýninguna í
Aðalstræti sem
er mjög fróðlegt og skemmtilegt að
heimsækja. Þarna var þeirra vissu-
lega rækilega getið, Ingólfs og Hall-
veigar og öndvegissúlurnar voru á
sínum stað, þótt söguskoðun sam-
tímans sé að verða ráðandi í fram-
setningu og skýringartextum. Þar
er horft til landsins gæða þegar leit-
að er skýringa á búsetu landnáms-
manna fremur en til forlagatrú-
arinnar sem frásögnin af
öndvegissúlunum ber keim af. Sú
frásögn gæti þó staðist sögulega
rýni og þarf auk þess að halda til
haga sögu sögunnar vegna! Leið-
sögumaður okkar á Landnámssýn-
ingunni flutti okkur fróðlegt erindi
um framleiðslu á vaðmáli og útflutn-
ingi á því til seglagerðar fyrr á tíð.
Þarna værum við komin inn á verk-
svið kvenna sem án efa yrði betur
kannað á komandi tíð.
Annars fer því fjarri að í íslensk-
um söguritum sé hlutur kvenna fyrir
borð borinn. Ari fróði setti tóninn í
frásögn sinni af landnáminu í Ís-
lendingabók. En það þurfti þó vökul
augu síðari tíma til að halda að okk-
ur hlutdeild kvenna í sögunni þegar
þjóðfrelsisbarátta 19. og 20. aldar
varð altekin af frásögnum af „feðr-
unum frægu“ og „frjálsræðishetj-
unum góðu“.
Í inngangsorðum að bók sinni,
Öndvegissúlurnar, sem kom út 1955,
og var tileinkuð „íslenskri æsku“
segir höfundurinn, kvenréttinda-
frömuðurinn, Laufey Vilhjálms-
dóttir: „Engin þjóð í heimi á jafn-
undurfagrar sagnir um fyrstu til-
drög höfuðborgar lands síns og
íslenska þjóðin. Sögulegt er ævin-
týrið um ungu hjónin, Hallveigu og
Ingólf, Helgu og Hjörleif , er lögðu
út á hafið ásamt fólki sínu með þeim
ásetningi að nema nýtt land er yrði
fósturland þeirra
í framtíðinni…“
Síðar í bókinni
minnir Laufey
lesandann á það í
kaflafyrirsögn að
það hafi verið
„vegna konu að
Ísland byggðist“.
Fer ég ekki
nánar út í þá
sálma en kem nú
að erindinu.
Væri ekki ráð að efna til hug-
myndaveislu þar sem listamönnum
væri boðið að setja fram tillögu um
minnisvarða um Hallveigu Fróða-
dóttur þar sem hún kallist á við
bónda sinn á Arnarhólnum?
Reykvíkingar vilja varla vera eft-
irbátar Akureyringa sem um miðja
síðustu öld settu upp myndarlega
styttu Jónasar S. Jakobssonar af
þeim Helga magra og Þórunni
hyrnu þar sem þau standa hlið við
hlið og horfa út Eyjafjörðinn.
Þegar afarnir fara síðan með sjö
ára dætradætur sínar í skoðunar-
ferð um Reykjavík eftir þrjúhundr-
uð ár staðnæmast þau við glæsilega
veggmynd af Hallveigu Fróðadóttur
og minnast þess að í byrjun 21. ald-
arinnar hafi Reykvíkingar sýnt
Hallveigu, holdgervingi kvenna til
forna, sama sóma og Ingólfi manni
hennar einni öld fyrr. Afanum og
stúlkunum tveim mun án efa þykja
það hafa verið merkilegt framlag til
sögu sögunnar.
Hallveig Fróðadóttir
og saga sögunnar
’En það þurfti þó vökulaugu síðari tíma til aðhalda að okkur hlutdeildkvenna í sögunni þegar
þjóðfrelsisbarátta 19. og
20. aldar varð altekin af
frásögnum af „feðrunum
frægu“ og „frjálsræðis-
hetjunum góðu“.
Úr ólíkum
áttum
Ögmundur Jónasson
ogmundur@althingi.is
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Saga Garðars-
dóttir leikkona
kom með játn-
ingu á Twitter:
„Mér þykir Logi
í Samfylkingunni
mjög sjarmerandi og ég dýrka að
hann hafi setið fyrir nakinn í
myndlistarskóla. Fullt hús stiga.“
Halldór Hall-
dórsson, Dóri
DNA, kom með
pabbatíst: „Eins
og sonur minn er
prúður þá lætur
hann eins og það sé verið að
waterboarda hann í hvert skipti
sem ég reyni að gefa pela. Twit-
ter hilfe.“
Helgi Seljan
dagskrárgerðar-
maður tísti:
„Það hafa fleiri
póstað „hey,
fattiði, sam-
faraflokkurinn“ á Facebook í dag
en ætluðu að lækna krabbamein
barnsins með því að share-a
mynd!“
Beethoven umlukti rithöfund-
inn Auði Jónsdóttur í vikunni
en hún skrifaði á
Facebook:
„Furðulegt kvöld
alveg, sat í mak-
indum heima hjá
mér og fékk
fimm boð um verkefni og vinnur
á sama klukkutímanum. Var nóta
bene að hlusta á Beethoven.
Mæli með honum.“
Kollegi hennar
úr rithöfunda-
stétt, Eiríkur
Örn Norðdahl,
skrifaði á Face-
book: „Svo sá
misskilningur sé bara leiðréttur í
eitt skipti fyrir öll – ég get ekki
verið á öllum þráðum í einu – þá
fer laxeldi sem sagt ekki fram í
álverum.“
AF NETINU