Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.10.2017, Side 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.10.2017, Side 6
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.10. 2017 Í fyrsta sinn frá lokum síðariheimsstyrjaldar hefur flokkurmeð opinbera þjóðernisstefnu fengið sæti á þýska þinginu og unnið stórsigur, með 13,9% atkvæða. Í kosningabaráttunni notaði flokkurinn gamalþekkta popúlíska stefnu; að etja einum illa settum hópi gegn öðrum, sögðu að það yrði að hætta að veita flóttamönnum fé svo þýskir ellilífeyrisþegar hefðu efni á að kaupa sér gleraugu. Þrátt fyrir að samtök svo sem Alþjóðleg samtök gyðinga, International Auschwitz Committee, hafi varað við því að flokkurinn ali á hatri í garð út- lendinga, þar á meðal gyðinga, telja sérfræðingar að kjósendur flokksins hafi ekki allir gengið í kjörklefann meðvitaðir um hve stór hluti það væri af stefnu flokksins heldur hafi flokkurinn höfðað til ákveðins hóps kjósenda sem finnst hann hafa setið eftir, búa við verri lífskjör en aðrir Þjóðverjar. Eftir kosningar er eins og AfD hafi slakað á og leyft sér að tala enn opinskárra og skerpa á þeirri stefnu sinni að þeir séu andvígir komu út- lendinga til landsins. Telja margir að það hafi orðið til þess að sjálfur for- maður flokksins, Frauke Petry, neit- aði að setjast á þing fyrir flokkinn. Óánægja með lífskjör Margt bendir til að Þjóðverjar óánægðir með lífskjör eigi stóran hluta atkvæða AfD. Stærstur hluti atkvæða AfD kom frá Saxlandi en Saxland var við lok heimsstyrjald- arinnar síðari hernumið af Sovét- mönnum og varð því hluti af Aust- ur-Þýskalandi árið 1949. AfD fékk til dæmis 44% atkvæða í borginni Görlitz í Saxlandi. Í Saxlandi í heild fékk AfD 27%. Þýska dagblaðið Taz lýsti niður- stöðunum á sunnudag sem „hefnd austursins“ sem vísar til dæmis til eldri borgara í sveitarfélaginu Oppach sem samkvæmt blaðinu greiddu atkvæði sitt til AfD því þeim fannst hinir stjórnmálaflokk- arnir hafa brugðist sér. Saxar segj- ast hafa setið eftir í lífskjarabar- áttunni og efnahagsleg kjör þeirra séu jafnvel verri en fyrir hrun múrsins, sérstaklega fyrir þá sem stóðu í eigin rekstri. Þannig birti Guardian viðtal við fyrrverandi bensínstöðvareigendur sem urðu að loka stöðvunum sínum þegar inn komu sterkir vesturþýskir að- ilar, stórar keðjur, og gátu boðið verð sem smærri stöðvarnar réðu ekki við að bjóða. Austurþýskir viðskiptamenn fengu holskeflu yfir sig úr vestri af viðskiptajöfrum sem sáu tækifæri og voru í yfirburða- stöðu gagnvart Austur-Þýskalandi. Vitað var að það myndi taka tíma fyrir laun og ellilífeyri Austur- Þjóðverja að ná því sem Vestur- Þjóðverjar höfðu en mörgum Aust- ur-Þjóðverjum finnst ekkert hafa ræst úr því. Hræðslan meiri í Saxlandi Aðrir benda á að allt sé á hraðri upp- leið í Saxlandi. Þrátt fyrir að mikill fjöldi hafi flutt til Vestur-Þýska- lands árin eftir að múrinn féll hefur verg landsframleiðsla aukist upp á síðkastið, um 2,7 prósent á síðasta ári, og var það meiri aukning en í öll- um hinum þýsku ríkjunum. Svo má benda á að AfD náði mjög góðum árangri í ríkasta ríki Þýskalands, Bæjaralandi, svo ekki verður allt á efnahag skrifað. Sumir vilja skýra svo mikinn stuðning í Saxlandi við AfD með því að Saxland sé, miðað við önnur sam- bandsríki Þýskalands, ekki fjöl- menningarsamfélag. Í Saxlandi eru íbúar af öðrum uppruna, frá fjarlæg- ari löndum, færri en í öðrum ríkjum. Og það sem þú þekkir ekki ertu oft hræddur við. Hræðslan er talin meiri í Saxlandi við „innrás útlend- inga“ en annars staðar í Þýskalandi og gæti komið heim og saman við þetta. Í umfjöllun Deutsche Welle í vik- unni er fjallað um hvernig AfD muni falla að þýska þinginu og ganga að vinna með hinum flokkunum. Bent er á að margt sé hægt að læra af Skandinavíu en þar eru Danir, Norðmenn og Svíar með álíka stjórnmálaöfl á þingi og AfD. Sumir stjórnmálafræðingar segja að gagn- vart öfgakenndum og hatursfullum skoðunum sé útskúfun leiðin en aðr- ir segja að reyna þurfi að vinna með AfD í sátt og samlyndi til að kæfa at- hyglina sem þeir og öfgasinnaðar skoðanir þeirra fá í fjölmiðlum. Norski stjórnmálafræðingurinn Anders Widfeldt segir í viðtali við Deutsche Welle að hvorugt virki. Skoðanir og upphrópanir AfD; eins og að Þjóðverjar þurfi ekki lengur að spá í það sem gerðist í seinni heimsstyrjöld, muni alltaf fá athygli. Vangaveltur um atkvæði Saxlands AfD er orðinn þriðji stærsti stjórnmálaflokkur Þýskalands en stórsigur vannst í Saxlandi. Margir velta því fyrir sér af hverju flokkurinn eigi þar öðru fremur upp á pallborðið. AFP Alexander Gauland og Alice Weidel. Flokksforystan hefur ekki verið á eitt sátt dagana eftir kosningar. Frauke Petry sagði frá því í viðtali á ZDF að hún hefði tekið þá ákvörðun að taka ekki sæti á þingi fyrir flokkinn um síðustu helgi. Saxland er tíunda stærsta sam- bandsland Þýskalands. ’ Reiði er skepna sem stækkar þegar ráðist er á hana. Jung von Matt, kosningastjóri Kristilegra demókrata. ERLENT JÚLÍA MARGRÉT ALEXANDERSDÓTTIR julia@mbl.is KÍNA Kínversk stjórnvöld hafa fyrirskipað norðurkóreskum fyrir- tækjum sem starfa í Kína að hætta allri starfsemi þar vegna refsiaðgerða sem Sameinuðu þjóðirnar hafa samþykkt gegn yfirvöldum í Norður-Kóreu. Fyrirtækjunum verður lokað í jan- úar en Kína hefur einnig bannað viðskipti með vefnaðarvöru og takmarkað útflutning á olíu til Norður-Kóreu. INDLAND Dómstóll á Indlandi breytti sakfellingu í nauðgunarmáli þar sem leikstjórinn Mahmood Farooqui var dæmdur fyrir að nauðga konu. Dómstóllinn sagði að „veikburða nei“ gæti þýtt samþykki, sérstaklega þar sem meint fórnarlamb er vel menntað. Aðgerðasinnar hafa mótmælt niðurstöðunni. FÆREYJAR Poul Michelsen, utanríkis- ráðherra Færeyja, heimsækir Rússland í næsta mánuði en á dagskrá er að ræða fríverslun- arsamning við Rússland sem Færeyingar hafa áhuga á að koma á. Færeyingar eru ein af fáum þjóðum sem eru ekki þátttakendur í refsiaðgerðum gegn Rússum og útflutningur á sjávarfangi frá Færeyjum til Rússlands hefur aukist mikið. VANUATO Allir 11.000 íbúar eyjunnar Ambae í eyríkinuVanuato hafa verið fluttir á brott af heimilum sínum vegna eldgoss í eldfjallinu ManaroVoui en gos þar hófst um síðustu helgi. Eyjan er á svæði þar sem jarðskjálftar og eldgos eru tíð vegna hreyfinga á flekamótum en síðast gaus þar 2005.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.