Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.10.2017, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.10.2017, Blaðsíða 20
Andrea kann vel við sig í Vestur-bænum og segir jafnframt fjör-una við Eiðisgranda í miklu eft- irlæti. „Hún er ævintýraleg og kemur mér alltaf á óvart. Ég fer stundum þangað í leit að fjörugulli sem endar í nornaboxinu mínu. Annars er líka gott að geta labbað í sundlaugina og farið í sánu.“ Einhvers konar púslustíll Andrea segir stílinn á heimilinu svolítið bundinn við það sem hún fær upp í hend- urnar. „Ég er mjög nægjusöm og hef fengið flestallt á heimilinu gefins. Ein- hvers konar púslustíll,“ útskýrir hún. Andrea leggur upp úr því að allt sem hún velur að hafa í kringum sig þjóni hlutverki sínu sem best þannig að líkamanum líði vel í þessum nánu samskiptum við inn- anstokksmunina. „Plönturnar sem búa hjá mér eru í miklu uppáhaldi vegna þess að þær örva skynfærin mín. Ég elska að sjá orkideuna mína blómstra skyndilega og fylgjast með veðhlauparanum spretta fram. Mér finnst sambandið mitt við plönturnar vera mjög mikilvægt og ég legg mig alla fram við að kynnast þeim betur og hlúa að þeim eftir bestu getu. Plönturnar stjórna auk þess að miklu leyti hvar pláss er fyrir aðra muni þar sem plönturnar þurfa að vera í kjöraðstæðum, annaðhvort í sól eða óbeinu sólarljósi og þurfa sum mismunandi hitastig.“ Útbý hlutina eftir eigin höfði Andrea segist vera dugleg að fara í nytja- markaði ef hana vanti eitthvað eins og til dæmis ausu eða myndaramma. „Ég er líka heppin að eiga pabba sem er trésmið- ur en hann smíðaði grænu kistuna mína og stofuborðið þegar hann var í námi. Pabbi setti líka upp stóru bókahilluna mína og gerði upp gamla tekkhillu og skáp sem hann hirti einhvers staðar. Mamma mín hefur líka mikinn áhuga á að gera upp gömul og stundum nánast ónýt og illa farin húsgögn. Ég er undir þeim áhrifum.“ Þá hefur Andrea jafnframt verið dug- leg að útbúa hlutina eftir eigin höfði og gerði meðal annars upp kommóðu þegar hún var unglingur sem hún notar í dag sem náttborð og setti gervileður úr vefn- aðarvöruverslun á gamla borðplötu sem var orðin ljót. „Borðið notaði ég sem skrif- borð þegar ég var unglingur en núna er það í eldhúsinu. Í dag erum við vinkona mín farnar að stunda húsgagnalækningar þar sem við tökum að okkur löskuð hús- gögn og glæðum þau nýju lífi. Eitt af því fáa sem ég hef keypt nýtt er sófinn úr IKEA sem er mjög praktískur þegar maður vill láta fara vel um sig þegar horft er á heimabíó.“ Hlutir geyma góðar minningar Aðspurð hvaðan hugmyndirnar koma seg- ir Andrea þær yfirleitt koma héðan og þaðan, rata einhvern veginn inn í undir- meðvitundina og ef hana langar að hreiðra betur um sig þá bara spretta þær fram. „Oft finnst mér útkoman stjórnast af því sem ég hef úr að velja. Ég hef fengið svo mikið af munum og dóti gefins sem safn- ast saman. Ég er hrifin af mínimalisma en allir hlutirnir á heimilinu mínu geyma góðar minningar, þess vegna vel ég að hafa þá hjá mér. Ætli það sé ekki svolítið eins og í leiklistinni, listin felst í smáatrið- unum og hlutir geta sagt sögu. Mér finnst til dæmis mjög gaman að raða í hillur alls- konar smámunum sem mér þykir ein- hverra hluta vegna vænt um og þá sé ég tengsl milli hluta myndast og allt í einu segir ein hilla í bókaskápnum alveg nýja sögu.“ Svalt sturtuhengi. Í sturtunni má jafnframt sjá sniðugt macrame-hengi fyrir sápur. Þessir fallegu púðar eru erfðargripir úr fjölskyldunni. Listin felst í smáatriðunum Andrea Vilhjálmsdóttir, sviðslistakona og aðstoðar verkefna- og framleiðslustjóri hjá RIFF, býr í skemmtilegri íbúð í Vesturbænum í Reykjavík. Hún heldur upp á muni með sál og sögu. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Áhugaverð uppröðun fallegra mynda og minninga. Litríkur borði og plakat. Plöntur eru mikilvægur hluti af heimilinu. 20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.10. 2017 HÖNNUN Verð og vöruupplýsingar í auglýsingunni eru birtar með fyrirvara um prentvillur. Yfirstrikað verð sýnir fullt verð vöru. Reykjavík Bíldshöfði 20 Akureyri Dalsbraut 1 www.husgagnahollin.is 558 1100 10 – 18 virka daga 11 – 17 laugardaga 13 – 17 sunnudaga 10 – 18 virka daga 11 – 16 laugardaga Ísafjörður Skeiði 1 Ævintýralegt haust í Höllinni 3ja sæta: 205 × 90 × 105 cm í ákæði 229.990 kr. 279.990 kr. 3ja sæta: 205 × 90 × 105 cm í leðri 299.990 kr. 359.990 kr. RIALTO 3ja sæta La-Z-Boy sjónvarpssófar. Klæddir gráu áklæði eða svörtu leðri. ODON La-Z-Boy stóll í dökk- og ljósbrúnu áklæði. 69.990 kr. 109.990 kr. Svart leður. 99.990 kr. 149.990 kr. Stærð: 84 x 95 x 107 cm

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.