Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.10.2017, Blaðsíða 40
SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 2017
Klámkóngurinn Hugh Hefner lést í vikunni en eftirmælin skiptast í tvo hópa.
Annars vegar eru það þeir sem lofa hann sem frumkvöðul frjálsrar fjölmiðl-
unar og kynfrelsis og svo hinir sem finnst ekki við hæfi að lofsyngja mann sem
byggði veldi sitt á kúgun kvenna. Kim Kardashian West, Jenny McCarthy og
Carmen Electra deildu ljúfum minningum um Hefner á samfélagsmiðlum en
þær hafa allar verið á forsíðu Playboy. Fyrir öðrum konum stendur tímaritið
fyrir kúgun. Rithöfundurinn Jessica Valenti skrifaði á Twitter: „Það er rétt að
minnast Hughs Hefner fyrir að hafa barist gegn hægri umvöndunarhyggju á
undan flestum en vinsamlegast ekki gleyma því að til þess að gera það kom
hann fram við konur eins og þær væru rusl“.
Hefner verður grafinn í hvelfingu við hlið Marilyn Monroe og eru aðdáendur
hennar ósáttir enda birti hann nektarmyndir af Monroe í óþökk hennar.
AFP
Skiptar skoðanir um arfleifð
Eftirmælin skiptast í tvo hópa.
Hugh Hefner lést í vikunni en skiptar skoðanir
eru um arfleifð klámkóngsins, sem gaf út Playboy.
Margir hafa minnst Playboy-útgefandans
við stjörnu hans í Hollywood.
Morgunblaðið fylgdist með því
þegar veginum í gegnum Al-
mannagjá á Þingvöllum var lokað
fyrir bílaumferð 1. nóvember
1967. Það fylgdi sögunni að athöf-
in hafi ekki verið hátíðleg og fátt
fólk viðstatt. „Þó má búast við að
flestir Íslendingar, sem þennan
veg hafa ekið, sakni þess að geta
ekki lengur orðið þeirrar reynslu
aðnjótandi að aka niður í skugga-
lega gjána ofan úr birtunni eink-
anlega börn og unglingar, sem
oftast hefur fundizt þetta vera
hið merkilegasta, þegar þau hafa
komið á Þingvöll í fyrsta skipti.
Og þeir eru margir, sem skilja
ekki nauðsynina á þessu. Sjálfsagt
hefur þó Þingvallanefnd sitthvað
til síns máls,“ stendur þar.
„Hvort fólk almennt fer nú upp
í gjána gangandi, er ekkert hægt
um að segja. Útlendingar voru
m.a.s. tregir að fara út úr bíl-
unum í gjánni og varð nánast að
toga þá út. Auðvitað er hugs-
anlegt að byggja göngubrýr yfir
Öxará úr túnfætinum hjá Þing-
vallabæ, og er ekki ólíklegt að svo
verði gert.
Eftir reynslu undanfarinna ára
má samt búast við mikilli umferð
fólks um gjána,“ segir einnig í
fréttinni.
GAMLA FRÉTTIN
Útlend-
ingar
togaðir út
Síðustu bílarnir aka niður Almannagjá áður en hliðinu var lokað.
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
ÞRÍFARAR VIKUNNAR
Brittany Snow
leikkona
Reese Witherspoon
leikkona og framleiðandi
Eva Laufey Kjaran
matgæðingur og sjónvarpskonaSkeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is
naver collection
GM 2152
Borðstofuborð
DESALTO
Skin
keramik plata
naver collection
GM 7724
naver collection
GM 9942
Ten armstólar
CONDEHOUSE
Ten borðstofuborð