Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.10.2017, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.10.2017, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.10. 2017 FÓTBOLTI Forráðamenn Þórs/KA hafa vandað til verka í gegnum tíðina þegar kemur að því að semja við erlenda leik- menn. Mexíkósku landsliðs- stúlkurnar Stephany Mayor og Natalia Gomez Junco léku með liðinu í fyrra og sú þriðja, Bianca Sierra, bættist í hópinn í sumar, auk þess sem hin bandarísk-franska Zanetha Wyne lék bæði ár- in. Fyrirmyndarstúlkur í alla staði og frábærir leikmenn.  Gamla kempan, Nói Björnsson, hefur verið í for- svari fyrir Þór/KA í mörg ár. Nói tók við viðurkenningu frá KSÍ að leikslokum, eftir að stuðnings- menn Þórs/KA höfðu verið valdir þeir bestu í sumar. Bianca Sierra, Stephany Mayor og Natalia Gomez Junco. Frábærar Á toppi tilverunnar í allt sumar A kureyringar erum við, og það er voða gaman, syngja börn á ösku- daginn í höfuðstað Norðurlands. Akur- eyringum fannst gaman í fyrradag; voru ánægðir með sig og höfðu fulla ástæðu til. „Stelpurnar þeirra“ urðu þá Íslandsmeistarar í fótbolta öðru sinni á fimm árum og Þór/KA er þar með orðið sigursælasta fótboltalið í sögu bæjarins. Undirbúningstímabilið var ekki eins og best verður á kosið að því leyti að minnstu munaði að slitnaði upp úr samstarfi Akureyrarfélaganna. Svo fór þó að samið var á ný og nú, þegar upp er staðið, hljóta allir að vera sælir með þá niðurstöðu. Þórsarar og KA- menn glöddust saman í stúkunni og haft var á orði að það væri fögur sjón! Ekki er sjálfgefið að fólk fjölmenni á völlinn klukkan kortér yfir fjögur á virkum degi, auk þess í hellirigningu. Akureyringar létu það ekki aftra sér og um 1.400 manns mættu á Þórsvöll- inn á lokaleikinn, gegn FH á fimmtu- daginn. Þór/KA var spáð fjórða sætinu fyr- ir keppnistímabilið á eftir Val, Breiða- bliki og Stjörnunni. Liðið byrjaði á því að vinna meistarakandídata Vals á heimavelli og lagði svo Breiðablik, líka nyrðra. Svo fór að norðanstúlkur unnu Breiðablik og Stjörnuna bæði heima og að heiman en gerðu jafntefli við Val að Hlíðarenda. Þær gerðu sér reyndar lítið fyrir og unnu fyrstu níu leikina, það var ekki fyrr en í 10. um- ferð að stig tapaðist, með jafnteflinu gegn Val. Þór/KA tapaði loks í 15. umferð, 3:2 fyrir ÍBV í Eyjum 27. ágúst og laut síðan í gras öðru sinni, í næstsíð- ustu umferð, 3:2, í Grindavík. Akur- eyringarnir unnu 14 leiki á Íslands- mótinu, gerðu tvö jafntefli og töpuðu tveimur leikjum. Frammistaðan var stórbrotin allt þar til rúmlega mánaðar hlé var gert vegna EM í Hollandi en liðið hikstaði örlítið eftir það. Öryggið virtist ekki það sama og áður og má, a.m.k. að hluta til, rekja það til meiðsla varnar- mannsins Lillýjar Rutar Hlynsdóttur sem missti af fjórum fyrstu leikjun- um eftir fríið langa. Þótt hún sé að- eins tvítug er Lillý lykilmaður. Þór/KA gerði 3:3 jafntefli gegn Fylki í fyrsta leik eftir EM, vann tvo næstu, tapaði svo í Eyjum en vann Stjörnuna og tapaði í Grindavík. Skyndilega var hlaupin spenna í mót- ið, en um tíma leit út fyrir að Þór/KA myndi tryggja sér Íslandsmeistara- titilinn löngu fyrir síðustu umferð. Svo fór ekki og því var mikil spenna í loftinu í fyrradag. Tvö mörk seint í leiknum gegn FH (2:0) urðu til þess að Íslandsbikarinn fór á loft fyrir norðan við mikinn fögnuð fjölmargra áhorfenda. Meðalaldur byrjunarliðs Þórs/KA í lokaleiknum var 21,9 ár. Alls komu 20 leikmenn við sögu í deildinni og með- alaldur þeirra er 20,6 ár. Zaneta Wyne, sem lék ýmist í vörn eða á miðjunni, er elst í liðinu, 27 ára, en missti reyndar af síðustu umferð- unum eftir að hún gekk til liðs við Sunderland í Englandi. Markvörðurinn, Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir, og framherjinn, Stephany Mayor – besti leikmaður Íslandsmótsins og markakóngur – eru 26 ára, Bianca Sierra og Natalia Gomez Junco báðar 25. Tveir af meisturunum fyrir fimm árum, fyrir- liðinn Sandra María Jessen og Lára Einarsdóttir, eru ekki nema 22 ára, varafyrirliðinn Lillý Rut Hlynsdóttir og útherjinn Hulda Ósk Jónsdóttir eru tvítugar og miðjumennirnir Andrea Mist Pálsdóttir og Anna Rak- el Pétursdóttir 19 ára. Þess má geta Lára er sú eina sem lék alla leikina í sumar og líka 2012. Hulda Björg Hannesdóttir hafði ekki fengið nema nasaþef af meist- araflokki fyrir tímabilið enda aðeins 16 ára. Var samt sett í mikilvægt hlutverk. Hún varð ekki 17 ára fyrr en 5. september en var ein af átta í liðinu sem tóku þátt í öllum 18 leikj- um Íslandsmótsins. Þá er vert að geta Karenar Maríu Sigurgeirs- dóttur, sem gerði afar mikilvægt sig- urmark gegn FH í uppbótartíma í Hafnarfirði. Karen varð ekki 16 ára fyrr en tveim dögum seinna. Halldór Jón Sigurðsson – kallaður Donni í höfuðið á afa sínum, Donna úr gullaldarliði ÍA – tók við þjálfun Þórs/ KA í vetur og honum til aðstoðar var Andri Hjörvar Albertsson. Þeir tóku við góðu búi frá Jóhanni Kristni Gunnarssyni og Siguróla Kristjáns- syni en breyttu áherslum; léku með þrjá menn í vörn, fjóra á miðjunni og þrjá í fremstu víglínu. Þegar Donni tók við var sýnin skýr: Við ætlum að vera Íslandsmeistarar, tilkynnti hann og stóð við stóru orðin! Skemmtilegt er að geta þess að 2. flokkur Þórs/KA beitti sömu leik- aðferð, enda undir stjórn sömu þjálf- ara (ásamt Nataliu Gomez Junco) og árangurinn var einnig glæsilegur á þeim bænum; Þór/KA varð bæði Ís- lands- og bikarmeistari í 2. flokki. Sigursöngur Þórs/KA stúlkna fyrir framan troðfulla stúku stuðnings- manna á Þórsvelli á fimmtudaginn. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Stelpurnar í Þór/KA fögnuðu Íslandsmeistaratitli í fótbolta í fyrrakvöld, öðru sinni á fimm árum. Þeim var spáð fjórða sæti Pepsi-- deildarinnar en frábær byrjun í vor gaf þeim byr undir báða vængi og liðið var í efsta sæti frá fyrsta leik til síðustu spyrnu í haust. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Nói Björnsson Hulda Björg Hannesdóttir Karen María Sigurgeirsdóttir Lillý Rut Hlynsdóttir Lára Einarsdóttir ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS Um 3000 þjónustufyrirtæki eru á skrá hjá finna.is HVAR ER NÆSTA VERKSTÆÐI?

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.