Fréttablaðið - 10.05.2018, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 10.05.2018, Blaðsíða 6
Sigri fagnað Barn færir uppgjafahermanni blóm fyrir utan Bolshoj-leikhúsið í Moskvu. Rússar minntust í gær sigurs Bandamanna á nasistum í seinni heimsstyrjöldinni. Þann 8. maí, reyndar 9. maí í Austur-Evrópu vegna tíma- mismunar, undirritaði Karl Dönitz, leiðtogi Þjóðverja, sáttmála um skilyrðislausa uppgjöf herja Þýskalands. Deginum er fagnað víða um heim, meðal annars með hersýningu á Rauða torginu í Moskvu. Nordicphotos/AFp Framsögur: • Birgir Guðjónsson læknir, MACP, FRCP • Guðjón Baldursson, læknir • Guðjón Sigurbjartsson, viðskiptafræðingur • Hallgrímur Þór Sigurðsson, meðeigandi hjá Nordic arkitektastofunni í Noregi • Ólafur Sæmundsson, byggingstjóri. • Dr. Sigríður Kristjánsdóttir, skipulagsfræðingur FSFFí, lektor • Sigurður R. Ragnarsson forstjóri ÍAV • Þorkell Sigurlaugsson, framkvæmdastjóri. Skráning frá 13:45. Fundurinn hefst kl. 14:00 og stendur til 16:30. Skráning er á www.betrispitali.is/skraning. Ráðstefnugjald kr. 1.500. Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. NÝTT ÞJÓÐARSJÚKRAHÚS Á BETRI STAÐ EÐA VIÐBYGGING VIÐ HRINGBRAUT? Hvað vinnst, hvað tapast? FÖSTUDAGINN 11. MAÍ 2018 KL. 14:00-16:30, Í NORRÆNA HÚSINU Opinn fundur Samtaka um betri spítala á betri stað með fagfólki á ýmsum sviðum og fulltrúm stjórnmálaflokkanna í höfuðborginni. • Hvernig á að velja stað fyrir þjóðarsjúkrahús? • Tekur lengri tíma að byggja nýjan spítala á nýjum stað? • Er dýrara að byggja nýjan Landspítala á nýjum stað? • Er Hringbraut vandamál fyrir sjúkraflutninga? • Hvað er mikilvægast að gera fyrir heilbrigðiskerfið meðan beðið er eftir nýjum spítala? Fjallað verður um þessar spurningar og fleiri frá ýmsum hliðum af sérfræðingum. Síðan munu fulltrúar framboðanna í borginni lýsa sinni afstöðu. Vigdís Hauksdóttir, Miðflokkurinn Hjálmar Sveinsson, Samfylkingin Dóra Björt Guðjónsdóttir, Píratar Snorri Marteinsson, Höfuðborgar- listinn Ágúst Örn Gíslason, Frelsis- flokkurinn Kolbrún Baldurs- dóttir, Flokkur fólksins Eyþór Arnalds, Sjálfstæðis- flokkur Sveinbjörg Birna Svein- björnsdóttir, Borgin okkar Reykjavík Guðmundur Þorleifsson, Íslenska þjóðfylkingin Þorvaldur Þorvaldsson, Alþýðu- fylkingin Hafðu lyfin tilbúin þegar þú sækir Pantaðu tiltekt á appotek.is eða í síma 568 0990 Garðs Apótek - í leiðinni Fáðu lyfin send heim með póstinum Pantaðu sendingu á appotek.is Garðs Apótek - um land allt Sogavegi við Réttarholtsveg og Miklubraut Opið kl. 9-18 virka daga, lokað um helgar Stendur undir nafni SAMGÖNGUR Samtök aðila í ferða- þjónustu (SAF) og Samtök atvinnu- lífsins (SA) gera alvarlegar athuga- semdir við fyrirhugaða breytingu á umferðarlögum sem gerir ráð fyrir hlutlægri ábyrgð vegna hraðaksturs sem myndaður er af hraðamynda- vélum. Breytingin gæti haft umtals- verðan kostnað í för með sér fyrir bílaleigur landsins. Drög að frumvarpi til nýrra umferðarlaga voru kynnt í samráðs- gátt ríkisstjórnarinnar í lok febrúar. Meðal nýmæla sem lögð eru til er að sekta skráðan eiganda ökutækis ef bíl hans er ekið yfir hámarkshraða eða gegn rauðu ljósi og slíkt brot er fest á filmu af löggæslumyndavél. Það verður skilyrði fyrir beitingu ákvæðisins að hraðinn sé ekki slíkur að punktar stofnist í ökuferilsskrá ökumannsins. Umrætt ákvæði var einnig í frumvarpi til umferðar- laga 2010 en það náði ekki fram að ganga. Hinn 9. nóvember í fyrra var sagt frá því í Fréttablaðinu að fjórðungur sekta vegna hraðaksturs við hraða- myndavélar innheimtist ekki. Langstærstan hluta þeirra má rekja til aksturs erlendra ferðamanna en aðeins tæpur helmingur þeirra greiðir sektir vegna brota sinna. Varlega áætluð upphæð vegna slíkra brota árið 2016 nemur um 160 millj- ónum króna. Þó er mögulegt að sú upphæð sé talsvert hærri. „SAF hafa ítrekað gert athuga- semd við drögin hvað varðar að eigendur bifreiða séu gerðir ábyrgir fyrir hraðasektum sem ekki varða punktum. Við höfum bent á að slíkt heimildarákvæði eigi sér enga hlið- stæðu í íslensku réttarfari,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmda- stjóri SAF. Samtök atvinnulífsins, sem SAF á aðild að, gerðu athugasemdir við fyrirhugaða breytingu í umsögn um drögin í samráðsgáttinni. Er meðal annars bent á að það sé gífurlega algengt hér á landi að ökumaður bif- reiðar sé ekki skráður eigandi henn- ar. Í þessu samhengi er bent meðal annars á tilvik sem varða hin ýmsu fyrirtæki sem rækja starfsemi hér á landi og ökumenn bílaleigubíla. „Kostir [hlutlægrar ábyrgðar] eru einkum þeir að með henni verður eftirlit og úrlausn brota gegn ákvæðum um aksturshraða gert skilvirkara í framkvæmd. […] Með þessu fyrirkomulagi er eiganda eða umráðamanni ökutækis gert skylt að hafa virka umsjón og eftirlit með ökutæki sínu, til dæmis gagnvart nánum aðstandendum, svo sem maka eða börnum, og gera þær ráð- stafanir sem nauðsynlegar eru svo að það sé ekki notað með þeim hætti sem fer í bága við framangreindar reglur umferðarlaga,“ segir í athuga- semdum í frumvarpsdrögunum. „Það er ljóst að bílaleigur geta ekki innheimt greiðslur ökumanna af greiðslukortum án samþykkis korthafa. Einnig er vandséð hvort og hvernig eigendum ökutækja sé með fullnægjandi hætti heimilt að grípa til og gera þær ráðstafanir sem nauðsynlegar eru svo að það sé ekki notað með þeim hætti sem fer í bága við framangreindar reglur umferðar- laga. Er því að mati samtakanna um að ræða verulega íþyngjandi skyldur sem lagðar eru á herðar eigendum,“ segir Helga. joli@frettabladid.is Bílaleigur kvíða nýjum reglum um hraðasektir Hlutlæg ábyrgð vegna sekta úr hraðamyndavélum hefur mikinn kostnað í för með sér fyrir bílaleigur. Minnst 160 milljónir vegna slíkra sekta innheimtust ekki 2016. Varað er við að breytingin verði afar íþyngjandi fyrir eigendur bíla. Verði tillögurnar að lögum mun eigandi bifreiðar þurfa að borga sektina ef ekki stofnast punktar í ökuferilsskrá vegna hennar. FrÉttABLAÐiÐ/pJEtUr 1 0 . M A í 2 0 1 8 F I M M T U D A G U R6 F R é T T I R ∙ F R é T T A B L A ð I ð 1 0 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :3 1 F B 0 6 4 s _ P 0 5 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F B D -6 E B C 1 F B D -6 D 8 0 1 F B D -6 C 4 4 1 F B D -6 B 0 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 6 4 s _ 9 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.