Fréttablaðið - 10.05.2018, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 10.05.2018, Blaðsíða 14
Kynntu þér Opel Corsa og pantaðu reynsluakstur á opel.is eða í sýningarsölum okkar að Krókhálsi 9, Reykjavík og Njarðarbraut 9, Reykjanesbæ Með OPC sportpakkanum fylgja 17’’ álfelgur, sport pedalar, leðurklætt stýri og hið víðfræga OPC merki. Taktu sportlegan rúnt inn í sumarið á sérstöku tilboðsverði. Opel Corsa á sportlegu verði Afsláttur -250.000 kr. CORSA ENJOY 1,4 ltr. beinskiptur með OPC sportpakka Verð: 2.785.000 kr. Tilboðsverð: 2.535.000 kr. Á sama tíma og íslensk stjórnvöld staðhæfa í bréfaskriftum við ESA, eftirlitsstofnun EFTA, að höft á inn- flæði fjármagns séu nauðsynleg vegna alvarlegrar hættu á því að Ísland lendi í vandræðum með greiðslujöfnuð sinn halda þau því fram á opinberum vettvangi að staða efnahagsmála hér á landi hafi sjaldan eða aldrei verið betri. Brýnt er að ESA útskýri með greinargóðum hætti að hvaða marki meginregla ESS-samningsins um frjálst flæði fjármagns gildi og varpi jafnframt ljósi á hve mikið svigrúm íslensk stjórnvöld hafi til þess að víkja frá umræddri reglu. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í bréfi sem Birgir Tjörvi Pét- ursson, lögmaður og einn eigenda Lögmanna Lækjargötu, skrifaði ESA 9. apríl síðastliðinn. Í bréfinu, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, vekur hann athygli eftirlitsstofnunar- innar á tvískinnungshætti íslenskra stjórnvalda og segir höftin, sem lögð voru á innflæði erlends fjármagns sumarið 2016, vekja alvarlegar spurningar um raunverulegt gildi meginreglunnar um frjálsa fjár- magnsflutninga. Umrædd innflæðishöft virka þann- ig að 40% af innflæði fjármagns vegna fjárfestinga í skráðum skuldabréfum og innlánum þarf að binda í eitt ár á núll prósent vöxtum. Höftunum var meðal annars ætlað að sporna við Íslenska ríkið sakað um tvískinnung Lögmaður telur brýnt að eftirlitsstofnun EFTA útskýri að hvaða marki stjórnvöld megi, með beitingu innflæðishafta, víkja frá megin- reglu EES-samningsins um frjálst flæði fjármagns. Hann segir yfirlýsingar stjórnvalda mótsagnakenndar og til marks um tvískinnung. Forsvarsmenn Seðlabanka Íslands hafa sagt að ekki sé tímabært að breyta útfærslu innflæðishaftanna á þessari stundu. Þó svo að vaxtamunur við útlönd hafi farið minnkandi sé hann enn umtalsverður. Fréttablaðið/anton brink vaxtamunarviðskiptum með íslensk ríkisskuldabréf, þar sem aðdrátt- araflið er einkum að hagnast á mikl- um vaxtamun Íslands við útlönd, en gagnrýnt hefur verið að höftin standi jafnframt í vegi fyrir kaupum erlendra fjárfesta á skráðum langtímaskulda- bréfum íslenskra fyrirtækja. Í niðurstöðu ESA í kvörtunarmáli sem hófst árið 2016 vegna setningar innflæðishaftanna var það mat stofnunarinnar að skilyrði fyrir undanþágu frá meginreglu EES-rétt- ar um frjálst flæði fjármagns væru uppfyllt. Íslenska ríkið ætti enn við vanda vegna greiðslujafnaðar að glíma. Auk þess sagði ESA ekkert benda til þess að innflæðishöftin væru ekki órjúfanlegur þáttur af gjaldeyrishöftunum. Í samskiptum sínum við ESA hafa íslensk stjórnvöld meðal annars bent á að þau geti slakað á höftunum um leið og dregur úr hættunni á vaxta- munarviðskiptum. Í bréfinu tekur Birgir Tjörvi hins vegar fram að þrátt fyrir að nú sé ljóst að Ísland eigi ekki í neinum örðugleikum vegna fjár- magnsinnflæðis og engin hætta sé á slíku, þá hafi stjórnvöld ekki gert neinar breytingar á höftunum. Í raun sé ljóst af sjónarmiðum sem forsvars- menn Seðlabanka Íslands hafa sett fram í ræðu og riti að þeir vilji helst af öllu nota höftin til þess að „fínstilla“ stefnu sína í peningamálum. Samkvæmt EES-samningnum má víkja frá meginreglunni um frjálst flæði fjármagns í tilfellum þar sem aðildarríki á við greiðslujafnaðar- vanda að stríða eða að alvarleg hætta sé á því að slíkur vandi skapist. Hrópandi mótsögn Í bréfinu til ESA er bent á að enn í dag haldi hérlend stjórnvöld því fram gagnvart ESA að hætta sé á því að Ísland lendi í slíkum greiðsluvanda ef höftunum verður aflétt. Það sé hins vegar í hrópandi mótsögn við ýmsar opinberar yfirlýsingar, til dæmis af hálfu forsvarsmanna Seðla- bankans og fjármálaráðherra, þar sem því gagnstæða sé haldið fram. Er meðal annars vísað til tilkynn- ingar fjármálaráðuneytisins frá því í desember 2016 þar sem tekið var fram að erlend staða þjóðarbúsins væri „hin hagstæðasta í sögu lands- ins svo langt sem sambærileg gögn ná og með því hagstæðara sem gerist á meðal þróaðra ríkja“. Augljóst er, að mati Birgis Tjörva, að yfirlýsingar stjórnvalda um ann- ars vegar hættuna á greiðsluerfið- leikum við útlönd og hins vegar góða stöðu efnahagsmála geti ekki báðar verið réttar. „Ef önnur er rétt hlýtur hin að fela í sér skýra skekkju á mati af hálfu íslenskra stjórnvalda,“ segir í bréfinu. Birgir Tjörvi nefnir auk þess í bréfinu að haldi ESA áfram að taka trúanlegar mótsagnakenndar yfir- lýsingar íslenskra stjórnvalda um að undanþágan frá frjálsum fjármagns- flutningum eigi – í ljósi góðrar efna- hagsstöðu landsins – enn við þá sé eftirlitsstofnunin í reynd að viður- kenna að meginregla EES-samnings- ins um að flæði fjármagns skuli vera frjálst geti ekki gilt hér á landi. „Alvarlegar spurningar“ hafi því vaknað um hvert raunverulegt gildi meginreglunnar sé. kristinningi@frettabladid.is Kaupþing og íslensk stjórnvöld hafa gengið frá samkomulagi um að ríkið falli frá forkaupsrétti sínum að hluta- bréfum Kaupþings í Arion banka upp að ákveðnum eignarhluta og í tiltekinn tíma þegar ráðist verður í hlutafjárútboð og skráningu bank- ans, samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins. Samkomulag um endurskoðun á umræddum forkaupsrétti náðist um síðustu helgi. Slíkt samkomulag hefur verið talið nauðsynlegt enda hefur annars verið talin hætta á því að forkaupsrétturinn, sem virkjast að öðrum kosti ef hlutabréf Kaup- þings eru seld á genginu 0,8 eða lægra miðað við eigið fé, myndi að óbreyttu draga úr þátttöku fjárfesta í útboðinu. Um leið myndi hann þá aftra því að raunverulegt markaðs- verð á bankanum yrði leitt fram. Ríkið verður hins vegar áfram með forkaupsrétt að þeim hluta sem ekki selst í útboðinu og verður enn í eigu Kaupþings eftir skráningu bankans á markað. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins náðist þó ekki samkomulag um að Kaupþingi verði gert að greiða ríkinu mismuninn ef sölugengið í útboðinu á þeim bréfum sem ríkið mun falla frá forkaupsrétti sínum að verður lægra en 0,8. Fulltrúar stjórn- valda og Kaupþings hafa undan- farnar vikur rætt um að eignarhalds- félagið myndi ábyrgjast slíka greiðslu en ekki náðist sátt um það. Tilkynningar er að vænta í næstu viku um að formlegt útboðsferli Arion banka sé hafið. Útboðið og í framhaldi tvíhliða skráning bankans á Íslandi og í Svíþjóð mun þá fara fram í fyrri helmingi júnímánaðar. Samkomulag um endurskoðun á forkaupsréttinum hefur verið á meðal þess sem helst hefur staðið í vegi fyrir útboði bankans. – hae, kij Gengið frá samkomulagi um forkaupsréttinn bjarni benediktsson, fjármála- og efna- hagsráðherra markaðurinn 1 0 . m a í 2 0 1 8 F I m m T U D a G U R14 F R é T T I R ∙ F R é T T a B L a ð I ð 1 0 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :3 1 F B 0 6 4 s _ P 0 6 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F B D -5 6 0 C 1 F B D -5 4 D 0 1 F B D -5 3 9 4 1 F B D -5 2 5 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 6 4 s _ 9 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.