Fréttablaðið - 10.05.2018, Blaðsíða 10
1 0 . m a í 2 0 1 8 F I m m T U D a G U R10 F R é T T I R ∙ F R é T T a B L a ð I ð
Hvað segja kjósendur um kosningarnar?
Brynhildur Brynj-
ólfsdóttir býr
í vesturhluta
borgarinnar. „Ég
hlusta en ég
kynni mér þetta
ekkert meira,“
segir Brynhildur. Hún
er ekkert farin að huga að því hvað
hún ætlar að kjósa. „Nei, ég er ekki
einu sinni búin að ákveða hvort ég
ætla að kjósa,“ segir hún. Brynhildur
segir að bæði frambjóðendur
og stefnumál skipti máli. „Það er
ýmislegt sem safnast saman. En
maður hefur auðvitað áhyggjur af
menguninni sem safnast saman
hérna og umferðin er ógnvænleg.“
Hefur áhyggjur af
menguninni
Gunnlaugur
Ársælsson er
25 ára og býr
á Réttarholts-
vegi. Hann
reiknar með
að kjósa Vinstri
græn. Hann segir að
stefnumálin fyrir kosningar skipti
meira máli en frambjóðend-
urnir. „Fólkið skiptir samt líka máli.“
Gunnlaugur segir að heilbrigðis-
málin séu það málefni sem skipti
mestu máli, þó að þau séu að
mestu leyti á borði ríkisstofnana.
En lýðræðið er líka ofarlega í huga.
„Mig langar til að fá meira lýðræði,
meira vald til fólksins.“
Vill meira lýðræði í
sveitarstjórnarmál
María Ólafs-
dóttir býr í Háa-
leitishverfinu.
Hún er ekki
farin að kynna
sér stefnu-
málin. „Eiginlega
ekki, ég er orðin svo
gömul.“ Hún á þó von á því að hún
mæti á kjörstað og taki afstöðu.
„Ég tek alltaf þátt. Ég reikna með að
kjósa Samfylkinguna,“ segir María.
Það stendur ekki á svari hjá Maríu
þegar hún er spurð út í þau málefni
sem skipti hana mestu máli. „Ég
myndi segja að það sé að það sé í
lagi með börnin og barnaheimilin.
Að unga fólkið geti fengið pláss.“
Börnin og barna-
heimilin mikilvægust
Nanna Her-
mannsdóttir
verslunarkona
býr í Vestur-
bænum. Það
stendur ekki
á svörum hjá
henni þegar hún
er spurð hvað hún hyggst kjósa.
„Samfylkinguna,“ segir Nanna, sem
er harðákveðin í því að mæta á kjör-
stað. Hún segir að samgöngumál og
húsnæðismál séu þau málefni sem
skipti hana mestu máli. Nanna segir
þó að frambjóðendur skipti meira
máli en stefnumálin. „Ég er bara
búin að kynna mér þetta og þetta
er svona það besta í stöðunni.“
Samgöngur og hús-
næðismál mikilvæg
Vignir Hjörleifs-
son er búsettur
í Austurbrún.
„Já, en hvað á
ég að kjósa?“
spyr Vignir þegar
hann er spurður
hvort hann ætli að
kjósa. „Ég fer á kjörstað, ég hef
alltaf gert það,“ segir Vignir. Hann
hefur verið að kynna sér stefnu-
málin. „Já, já, en mér finnst þetta
svipað hjá þeim öllum. Þetta er
húsnæðið, börnin og göturnar.
Þetta er það sem skiptir mig máli.“
Vignir segist alltaf hafa kosið en
ekki alltaf það sama. Síðast kaus
hann Flokk fólksins.
Svipuð stefna hjá
öllum framboðum
✿ Fylgi flokkanna í könnunum Fréttablaðsins
KosnInGaR Þrátt fyrir að metfjöldi
flokka sé í framboði fyrir borgar-
stjórnarkosningarnar 26. maí virð-
ist ekki vera neitt rosalega djúpur
áhugi á kosningunum, segir Grétar
Þór Eyþórsson, prófessor í stjórn-
málafræði við Háskólann á Akur-
eyri. Hann er ekki sannfærður um
að kosningaþátttaka verði mikið
betri en hún var í kosningunum
2014.
Samkvæmt tölum sem skrifstofa
borgarstjórnar tók saman eftir
síðustu kosningar var þátttakan sú
minnsta frá árinu 1928, en rétt tæp-
lega 63 prósent greiddu atkvæði.
Minnsta kjörsóknin var á aldurs-
bilinu 20-24 ára, eða rétt tæplega 42
prósent. Meðalkjörsókn var síðan
náð í aldursbilinu 40-44 ára og
hækkaði hún alveg fram að bilinu
75-79, samkvæmt tölum sem skrif-
stofa borgarstjórnar tók saman eftir
kosningarnar.
Skoðanakönnunin sem Frétta-
blaðið og frettabladid.is gerðu í
byrjun vikunnar rennir stoðum
undir fullyrðingar Grétars. Sé rýnt
í tölurnar sést að 17,6 prósent svar-
enda hafa ekki ákveðið hvað þeir
ætla að kjósa. Sextán listar verða
boðnir fram og þess vegna kann að
vera erfiðara fyrir kjósendur að gera
upp hug sinn.
Talsverður munur er milli
kynjanna. Næstum því 21 prósent
kvenna segist ekki hafa ákveðið
hvað þær ætla að kjósa, en einungis
14,5 prósent karla. Þá segjast 12,4
prósent kvenna ekki ætla að kjósa
eða skila auðu á móti 10,5 pró-
sentum karla.
Grétar segir nokkra þætti hafa
áhrif á kjörsókn. Aldur sé ef til vill
stærsti þátturinn. „Fólk á tvítugs- og
þrítugsaldri er langsamlega slapp-
ast við að mæta á kjörstað. Það eru
ekki alveg nýju kjósendurnir átján
og nítján ára, en það eru þeir sem
eru í aldurshópnum 20 til 30 ára
sem eru slappastir við að mæta,“
bætir hann við.
Grétar nefnir fleira. „Það fer auð-
vitað eftir því hvort það eru einhver
verulega aðkallandi mál sem eru í
gangi hverju sinni,“ segir Grétar og
veltir fyrir sér hvort málefni á borð
við borgarlínuna og samgöngu-
mál annars vegar og húsnæðis- og
skipulagsmál hins vegar séu nógu
spennandi málaflokkar til að lokka
fólk á kjörstað. Brýnasta verkefnið
sé að draga ungt fólk á kjörstað.
Í áðurnefndri könnun kemur
fram að 13 prósent svarenda á
aldrinum 18-49 ára segjast ekki
ætla að kjósa eða skila auðu. Hins
vegar segjast einungis 9,3 prósent
svarenda í aldurshópnum 50 ára
og eldri ekki ætla að kjósa eða skila
auðu. Þá segjast rétt tæplega 20 pró-
sent í yngri aldurshópnum óákveð-
in í því hvað þau ætla að kjósa en
einungis 14,5 prósent þeirra sem
eru í aldurshópnum 50 ára og eldri.
Ákveðið var eftir síðustu sveitar-
stjórnarkosningar að grípa til
úrræða til að stuðla að aukinni
kosningaþátttöku unga fólksins.
Landssamband ungmennafélaga og
Samband íslenskra framhaldsskóla-
nema hafa síðan þá staðið að verk-
efni sem kallast #Egkýs. Sem liður í
því var efnt til skuggakosninga fyrir
alþingiskosningarnar 2016 og fyrir
þingkosningarnar í fyrrahaust.
Aftur var boðað til skugga-
kosninga í apríl síðastliðnum fyrir
komandi sveitarstjórnarkosningar.
Niðurstöðurnar verða kynntar á
kosninganótt.
Hildur Björgvinsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Sambands íslenskra
framhaldsskólanema, segir ljóst
að skuggakosningarnar hafi áhrif
á áhuga ungs fólk á kosningunum.
„Við sjáum það og eftirfylgnikann-
anir sýna að það er fylgni á milli
þess að taka þátt í skuggakosning-
um og ætla að kjósa í almennum
kosningum. Það er stóri sigurinn,
Fyrst og fremst er þetta fræðslu-
verkefni til að fá ungt fólk til að taka
upplýsta ákvörðun og mæta á kjör-
stað,“ segir Hildur.
jonhakon@frettabladid.is
Efast um að kosningaþátttakan batni
Konur og fólk undir 50 ára eru líklegri til að ætla að skila auðu í kosningunum eða sleppa því að fara á kjörstað en aðrir. Kosningaþátt-
takan var innan við 70 prósent fyrir fjórum árum. Skuggakosningar framhaldsskólanema miða að því að auka áhuga unga fólksins.
Það fer auðvitað
eftir því hvort það
eru einhver verulega aðkall-
andi mál sem eru í gangi
hverju sinni.
Grétar Þór Eyþórs-
son, prófessor
við Háskólann á
Akureyri
26. oG 27. FeBrúar 2018
1,9%
3,4% 4,2% 35,2% 6% 27,2% 17,8%
9. apríl 2018 1,4%
4% 7,9% 28,2% 4,3% 10,8% 26,8% 10,5% 4,3%
24. apríl 2018
1% 1%
3,6% 7,2% 30,2% 10,7% 25,7% 7,6% 7,6%
7. Maí 2018
2,8% 3,1%
2,5% 8,3% 22,4% 7,5% 30,5% 10,9% 7,3%
28. oG 29. ÁGúSt 2017
2,7% 5,8% 34,2% 7,1% 12,4% 13,7% 17,8%
n Framsóknarflokkurinn
n Viðreisn
n Sjálfstæðisflokkurinn
n Flokkur fólksins
n Píratar
n Samfylkingin
n Vinstri græn
n Sósíalistaflokkurinn
n Miðflokkurinn
2018
Jón Hákon Halldórsson
jonhakon@frettabladid.is
SveitarStjórnarkoSningar
1
0
-0
5
-2
0
1
8
0
4
:3
1
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
F
B
D
-7
D
8
C
1
F
B
D
-7
C
5
0
1
F
B
D
-7
B
1
4
1
F
B
D
-7
9
D
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
A
F
B
0
6
4
s
_
9
_
5
_
2
0
1
8
C
M
Y
K