Fréttablaðið - 10.05.2018, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 10.05.2018, Blaðsíða 32
sumir keppa í hjólreiðum og svo er fjallahjólasportið að verða sífellt vinsælla. Við uppfyllum þarfir allra hjólreiðahópa, enda hefur MERIDA það að kjörorði að bjóða upp á hjól fyrir alla,“ segir Finnbogi. MERIDA hjólamerkið stendur á traustum grunni og er eitt af stóru hjólamerkjunum í dag. „Hjólin frá MERIDA fást í sjötíu og sjö löndum, enda eru þetta gæðahjól. Þau eru hönnuð, þróuð og prófuð í Þýska- landi en framleidd í Taívan,“ segir Finnbogi. Reiðhjólaverkstæði Ellingsen Hjá Ellingsen er einnig reiðhjóla- verkstæði þar sem öllu viðhaldi og viðgerðum á MERIDA hjólum er sinnt. „Það er hægt að koma með hjólin til okkar og láta fara yfir þau, stilla gírana og annað sem þarf til að þau séu ávallt í toppstandi,“ segir Finnbogi. Hjá Ellingsen fást einnig allir helstu aukahlutir fyrir hjólreiðar, svo sem hjálmar, ljós og annar hjólabúnaður. „Ellingsen er líka með netverslun, www.ellingsen.is, og við bjóðum upp á fría heimsendingarþjónustu um allt land,“ segir Finnbogi. Ellingsen, Fiskislóð 1, 101 Reykjavík. Sími 580-8500. Nánari upplýsingar á www.ellingsen.is Það er hægt að koma með hjólin til okkar og láta fara yfir þau, stilla gírana og annað sem þarf til að þau séu ávallt í toppstandi. Finnbogi Llorens „Í hvað á að nota hjólið? Þetta er fyrsta spurningin sem þarf að svara áður en fjárfest er í nýju hjóli,“ segir Finn- bogi, innkaupastjóri hjá útivistarversluninni Ellingsen. Hjá Ellingsen fást barnahjól, blendingshjól sem eru nær fjallahjólum og henta vel fyrir snúninga innanbæjar, klassísk borgarhjól sem alltaf eru vinsæl og einnig Cyclocross-hjól sem hafa alveg slegið í gegn. Ellingsen er með hjólreiðaverkstæði þar sem hægt er að fara yfir hjólin fyrir sumarið. Í hvað á að nota hjólið? Þetta er fyrsta spurningin sem þarf að svara áður en fjárfest er í nýju hjóli. Undanfarin ár hefur orðið algjör sprenging í hjólreiðum og hægt að velja um margar gerðir af hjólum sem eru sniðnar að þörfum hvers og eins. Við hjá Ellingsen eru með breitt úrval af hjólum frá hinu þekkta hjólreiðamerki MERIDA til að koma til móts við sem flesta, eða allt frá vönduðum barnahjólum og upp í hágæðakeppnishjól,“ segir Finnbogi Llorens, innkaupastjóri hjá Ellingsen. Breitt úrval af hjólum Ellingsen er mörgum að góðu kunn sem útivistarverslun fyrir alla fjölskylduna og segir Finnbogi að úrvalið af hjólum endurspegli það. „Hjá okkur fást barnahjól, blend- ingshjól sem eru nær fjallahjólum og henta vel fyrir snúninga innan- bæjar, klassísk borgarhjól sem alltaf eru vinsæl og einnig Cyclocross-hjól sem hafa alveg slegið í gegn,“ segir Finnbogi. „Þegar fólk stundar hjól- reiðar af kappi vill það gjarnan eiga fleiri en eitt hjól og leitin að hinu eina sanna hjóli getur verið snúin,“ bætir hann við. Mikilvægt að vanda valið Finnbogi segir sífellt fleiri kjósa að hjóla allra sinna ferða og þess vegna sé mikilvægt að vanda valið þegar nýtt hjól er keypt. „Margir hjóla í vinnuna, aðrir nota hjól til að stunda útivist eða líkamsrækt, Hjól fyrir alla fjölskylduna Hjá Ellingsen er breitt úrval af hjólum frá hinu þekkta reiðhjólamerki MERIDA, eða allt frá vönd- uðum barnahjólum og upp í hágæðakeppnishjól, að sögn Finnboga Llorens innkaupastjóra. WOW Cyclothon er stærsta götuhjólreiða-keppni á Íslandi og hefur hún verið haldin árlega frá 2012. Hjólað er hringinn í kringum Ísland með boðsveitar- formi þar sem liðsfélagar skipta á milli sín kílómetrunum 1.358. Einnig er í boði að hjóla í sóló- flokki en þá hjólar einn keppandi alla kílómetrana. Björk Kristjáns- dóttir er keppnisstjóri. „Þetta er einstakur viðburður og tækifæri til að upplifa eitthvað alveg nýtt,“ segir Björk sem sjálf hefur tekið þátt tvisvar sem keppandi og einu sinni sem starfsmaður. „Það er svo mikill liðsandi og skemmtileg stemming og þú kynnist liðsfélög- unum þínum á alveg nýjan hátt. Þetta er nokkuð sem fólk gleymir aldrei.“ Hún segir líka gaman að vera á hliðarlínunni. „Svo er líka gaman að fylgjast með fólki ná sínum markmiðum og hvað það er mikil gleði og skemmtun í kringum þetta.“ Þá má ekki gleyma því að kepp- endur í WOW Cyclothon keppa ekki einungis um að verða fyrstir í mark heldur fer fram keppni í áheitasöfnun þeirra á milli þar sem Björk Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri WOW Cyclothon, hvetur alla til að skrá sig enda er hjólaþonið eitt það skemmtilegasta sem hún hefur gert. MYND/ERNiR Bæði hægt að þjóta og njóta WOW Cyclothon fer fram í lok júní en skráningu lýkur 31. maí. Þetta er stærsta götuhjólreiðakeppni lands- ins, mikill fjöldi þátttakenda ár hvert og einstök stemming og gleði. Þá gefst aðdáendum hjólreiðafólksins kostur á að heita á þátttakendur og renna áheitin óskipt til góðs málefnis. liðin leitast við að ná sem flestum áheitum til styrktar því málefni sem keppnin styrkir ár hvert. Keppnin hefst stundvíslega þann 26. júní með því að einstakl- ingar og Hjólakraftur, lið barna og ungmenna, eru ræst klukkan sex um kvöldið. „Daginn eftir ræsum við svo A- og B-hópana en munurinn á þeim er einna helst fjöldi þátttakenda í hvoru liði,“ segir Björk og bætir við að forsendur liðanna séu oft mjög ólíkar. Sumir líti á keppnina sem aðalatriðið en liðin séu svo oftar en ekki að hjóla af tómri ánægju og líti jafnvel á keppnina frekar sem hvataferð en keppni. Hún segir enga ástæðu til að hafa of miklar áhyggjur af forminu en þó þarf auðvitað að gera sér grein fyrir því hvað verið er að fara út í. „Fólk er í alls konar formi. Þau sem eru í betra formi og betur undirbúin eru líklegri til að hjóla hratt og ná góðum tíma en svo er megnið af fólkinu að gera þetta af öðrum ástæðum, vill safna fyrir gott málefni, lítur á þetta sem persónulega áskorun eða langar bara í skemmtilega hjólaferð í góðra vina hópi. Sumir vilja bara taka þetta á sínum hraða, stoppa jafnvel í Jarðböð- unum og njóta á meðan aðrir vilja þjóta,“ segir Björk brosandi og heldur áfram: „Ég mæli eindregið með því að taka þátt. Ég hef farið í tíu manna liði, og svo fjögurra manna liði og hef prófað ýmsar útgáfur. Svo er líka gaman að vera í stjórnstöð- inni, taka á móti ábendingum, og bregðast við því sem kemur upp á. Í fyrra var leiðinlegt veður og við þurftum að bregðast við því. Og það er gaman að bregðast við áskorunum, það er hluti af því að taka þátt.“ Í fyrra voru yfir hundrað lið skráð í keppni og hátt í 1.300 keppendur alls. Skráningu fyrir WOW Cyclothon í ár lýkur 31. maí næstkomandi. 6 KYNNiNGARBLAÐ 1 0 . M A Í 2 0 1 8 F I M MT U DAG U Rút AÐ HjóLA 1 0 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :3 1 F B 0 6 4 s _ P 0 4 8 K _ n ý. p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F B D -4 C 2 C 1 F B D -4 A F 0 1 F B D -4 9 B 4 1 F B D -4 8 7 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 6 4 s _ 9 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.