Fréttablaðið - 10.05.2018, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 10.05.2018, Blaðsíða 36
Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is Hér fer Árni yfir helstu atriðin í því að skipta um dekk á nám­ skeiði sem hann hélt á laugardag. Hér er farið er yfir öll helstu grunn­ atriði þegar gera þarf við dekk. Nemendurnir á námskeiðinu voru mjög áhugasamir í viðgerðunum en allir mættu með eigin hjól. „Við stillum til dæmis stellið fyrir hvern og einn á námskeiðinu, hagræðum sæti, svo menn sitji rétt, og stýrinu.“ Árni Davíðsson, líffræðingur og formaður Landssamtaka hjólreiðamanna, er með námskeið um viðgerðir á hjólum hjá Endurmenntunarskólanum sem er til húsa í Tækniskólanum. Árni hefur haldið námskeiðin tvisvar á ári, vor og haust, undan- farin ár. Hann segir áhugann mis- munandi á námskeiðunum en þó finni hann vel fyrir auknum áhuga fólks á hjólreiðum. „Fólk allt frá tólf ára og upp úr hefur komið á námskeiðin en allir þurfa að koma með sitt eigið reiðhjól,“ segir hann. „Við getum reyndar einungis tekið ákveðinn fjölda á hvert námskeið. Fólk lærir ekki almennilega að gera við hjólið nema hafa það við höndina. Í byrjun er ég með smá fyrirlestur en síðan förum við í grunnatriði í við- gerðum og viðhaldi á hjólunum. Við stillum til dæmis stellið fyrir hvern og einn á námskeiðinu, hag- ræðum sæti, svo menn sitji rétt, og stýrinu. Síðan förum við í gegnum smurningu og þrif, stillum gírana og bremsur auk þess að skipta um bremsuborða. Loks förum við í gegnum það að gera við sprungið dekk, loftþrýsting og umgengni við gjarðir,“ útskýrir Árni. „Það þarf að taka hlutina í sundur og setja saman aftur til að læra.“ Árni segir að oft þurfi fólk að læra á gírana á hjólinu og stilla þá. „Það eru nokkrar skrúfur sem þarf að stilla og oft veit fólk ekki alveg hvernig á að fara að því. Við förum yfir þau atriði. Menn spara sér ákveðinn pening með því að gera þetta sjálfir og oft eru þessi vandamál minniháttar. Það sem nemendur græða á námskeiðinu og um leið samfélagið er viljinn til að hjóla og að smá bilanir stoppi þá ekki.“ Í fyrirlestrinum hjá Árna hann yfir hjólreiðar og samgöngur auk öryggisatriða er varða umferð. Kennir viðgerðir á reiðhjólum Með auknum reiðhjólaáhuga er meiri þörf en áður á að kunna helstu grunnatriði er varða viðgerðir á reiðhjólum. Eldri fjallahjól endast lengi en þurfa viðhald. Margir sækja námskeið í Endurmennt- unarskólanum til að læra einfaldar viðgerðir á hjólum. Slíkt námskeið fór fram um síðustu helgi. „Aðallega snýst þetta námskeið þó um viðgerðir og viðhald,“ segir hann. Fólk kemur bæði með nýleg reiðhjól og gömul á námskeiðið. Nýjustu hjólin eru með diska- bremsum sem Árni segir að þurfi lítið sem ekkert viðhald. „Það er auðvitað miklu minna viðhald á nýjustu hjólunum og oft mun betri búnaður en á eldri hjólum. Gömlu bremsurnar á fjallahjólum eru þannig að það þarf að hugsa um þær á hverju ári ef menn hjóla reglulega, en diskabremsunum þarf maður ekkert að skipta sér af. Flestir koma með fjallahjólin en það eru alltaf einhverjir sem koma með enn eldri hjól, til dæmis þriggja gíra.“ Árni hjólar sjálfur talsvert eða um 4.000 km á ári. „Ég hjóla í og úr vinnu,“ segir hann. „Reiðhjól hafa verið áhugamál hjá mér og hags- munamál hjólreiðamanna hafa alltaf verið mér ofarlega í huga,“ segir hann. Árni hefur skrifað greinar í blöð um bíllausan lífsstíl og umferðaröryggi reiðhjóla- manna. „Um 60% íbúa á höfuð- borgarsvæðinu hjóla eitthvað en um 10-15% hjóla reglulega. Fólk ætti að nýta sér þennan ferða- möguleika meira í styttri ferðum,“ segir hann en næsta námskeið verður í byrjun september. 10 KYNNINGARBLAÐ 1 0 . m A í 2 0 1 8 F I M MT U DAG U RÚt AÐ HjóLA 1 0 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :3 1 F B 0 6 4 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F B D -6 4 D C 1 F B D -6 3 A 0 1 F B D -6 2 6 4 1 F B D -6 1 2 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 6 4 s _ 9 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.