Fréttablaðið - 10.05.2018, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 10.05.2018, Blaðsíða 17
Ég hafði ekki fyrr lokið máli mínu um heilbrigði og hag­vöxt á fjölmennum fundi norrænna lækna og hjúkrunar­ fræðinga í Lillehammer í Noregi en einn fundargesturinn gaf sig á tal við mig, kynnti sig, þakkaði mér kurteislega fyrir framsöguna og sagði síðan: Ég held þú gætir e.t.v. blásið meira lífi í glærurnar þínar. Hann rétti mér disk. Þetta var 2004. Ég þekkti manninn ekki neitt. Þegar ég opnaði diskinn í flugvélinni á leiðinni heim sá ég að maðurinn var prófessor á Karó­ línsku stofnuninni í Stokkhólmi. Hann hét Hans Rosling. Árin næst á eftir fór framsetning hans á heil­ brigðistölum og hagtölum eins og eldur í sinu um allan heim. Honum tókst það sem öðrum hafði ekki tekizt: Að búa til sannkallaðar flug­ eldasýningar úr þurrum staðtöl­ um. Sumir kalla Rosling ástsælasta vísindamann samtímans. Hans Rosling féll frá í fyrra langt fyrir aldur fram, ekki sjötugur. Síðasta æviárið einsetti hann sér að skrifa tvær bækur ásamt öðrum, þ.m.t. syni hans og tengdadóttur. Það tókst. Fyrri bókin er sjálfsævi­ saga og heitir Hur jag lärde mig förstå världen (Hvernig ég lærði að skilja heiminn). Hann sagði sjálfur að fáar tölur væri að finna í bókinni heldur fjallaði hún um fólk sem hefði orðið á vegi hans og opnað augu hans. Síðari bókin heitir Factfulness og fjallar fjörlega og góðlátlega um útbreiddar rang­ hugmyndir um heiminn, hvernig á þeim stendur og hvernig hægt er að verjast þeim. Ég lýsti málflutningi Roslings stuttlega á þessum stað fyrir viku. Nú kemur meira. Að gefa ömmu sinni á kjaftinn Rosling segir í síðari bókinni frá því þegar hann sagði nemendum sínum á Karólínsku stofnuninni að lyfjafyrirtæki hneigðust til að hirða lítt um rannsóknir um lyf gegn malaríu og öðrum sjúkdómum sem herja helzt á fátækt fólk. Þá gall í einum læknanemanum aftast í salnum: Réttast væri að gefa þeim rækilega á kjaftinn! Rosling sagðist einmitt vera að fara á fund hjá lyfjarisanum Novartis í Sviss síðar sama haust og spurði: Hverjum þar finnst þér ég eigi að gefa á kjaftinn? For­ stjóranum, svaraði læknaneminn. Já, ég þekki hann, sagði Rosling. Heldurðu að kjaftshögg myndi fá hann til að breyta rannsókna­ stefnu fyrirtækisins? Þá gall í öðrum stúdent framar í salnum: Nei, þú átt að gefa stjórninni á kjaftinn. Hún ræður ferðinni. Þú meinar, svaraði Rosling. Ég á einmitt að hitta stjórnina líka. Ég sleppi þá forstjóranum og geng heldur á röðina á stjórnarfund­ inum, en ég er óvanur slagsmálum svo ég á varla von á að komast yfir að kýla nema kannski þrjá eða fjóra stjórnarmenn áður en öryggisverðirnir koma á vettvang og yfirbuga mig. Þá sagði þriðji stúdentinn: Nei, Novartis er hlutafélag. Hluthaf­ arnir marka stefnuna. Það eru þeir sem eiga að fá á kjaftinn. Jæja, sagði Rosling, en hverjir eru þeir? Auðmenn, sagði stúdentinn. Hann sat á fremsta bekk. Þá sagði Rosling: Stærstu eigend­ urnir í Novartis eru lífeyrissjóðir. Nú skuluð þið fara heim til ömmu og afa og gefa þeim á kjaftinn fyrir að hagnast á hækkun hluta­ bréfa í lyfjafyrirtækjum. Hafi þau látið ykkur fá peninga skuluð þið annaðhvort skila þeim fénu eða gefa sjálfum ykkur á kjaftinn. Þörfin fyrir að finna sökudólg Broddurinn í sögu Roslings að sögn hans sjálfs er að menn virðast hafa meðfædda þörf fyrir að leita skjótra skýringa með því að finna sökudólga þegar illa gengur frekar en að kafa dýpra. Skýringin á rann­ sóknastefnu lyfjafyrirtækisins í sögunni er að lífeyrissjóðir telja sér jafnan skylt að gæta hags­ muna sjóðsfélaga sem sækjast eftir jöfnum og góðum afrakstri af ævisparnaði sínum. Því sé ekki við fyrirtækin að sakast heldur verði að finna aðrar leiðir til að tryggja hagsmuni og heilbrigði fátækra þjóða. Rosling segir það ekki berum orðum, en sú ályktun blasir við að hér getur almannavaldið talizt hafa mikilvægt verk að vinna með því t.d. að auka framlög til rannsókna á lyfjum gegn hitabeltissjúkdómum. Við þurfum að leita rökréttra skýringa, segir Rosling, frekar en að úthrópa meinta – og iðulega blásaklausa! – sökudólga. Leit að sökudólgum getur leitt til rangrar niðurstöðu, segir Rosling, og bætir við að betur gefist jafnan að leita skynsamlegra skýringa í fólkinu sjálfu, samfélaginu og samfélags­ gerðinni. Hann rekur önnur dæmi sem hníga í sömu átt. Ábyrgð á því sem aflaga fer getur legið víða. Hvar liggur ábyrgðin? Þessar vangaveltur Roslings rifja upp algeng viðbrögð bandarískra bíógesta og annarra við sænskum glæpamyndum þegar þær tóku að ryðja sér til rúms í útlöndum eftir 1970. Þá var stundum sagt í Ameríku: Alltaf skal sökin í þessum sænsku myndum vera skrifuð á samfélagið frekar en á einstakling­ inn sem fremur glæpinn. Það er samt ekki boðskapur Roslings. Hann segir bara: Förum að öllu með gát. Reynum að draga réttar ályktanir. Oft bera ein­ staklingar ábyrgð á því sem aflaga fer, en stundum er ábyrgðin dreifð og stundum liggur hún á óvæntum stöðum. Skýringin á rannsókna- stefnu lyfjafyrirtækisins í sögunni er að lífeyrissjóðir telja sér jafnan skylt að gæta hagsmuna sjóðsfélaga sem sækjast eftir jöfnum og góðum afrakstri af ævisparn- aði sínum. Því sé ekki við fyrirtækin að sakast heldur verði að finna aðrar leiðir til að tryggja hagsmuni og heil- brigði fátækra þjóða. Sökudólgar og samfélög Þorvaldur Gylfason Í dag Kynjajafnrétti mælist reglulega mest á Íslandi. Við stöndum framarlega í alþjóðlegum samanburði. Háskólamenntuðum konum hefur fjölgað. Feðrum býðst nú fæðingarorlof. Foreldrar deila fjölskylduábyrgð. Árangur hefur náðst í jafnréttisbaráttunni. Samt reynist konum enn torvelt að standa jafnfætis körlum á vinnumarkaði. Nýlegar tölur sýna 10% kyn­ bundinn launamun á Íslandi. Þeim körlum sem nýta rétt sinn til fæð­ ingarorlofs fer fækkandi. Hundruð barna sitja föst á biðlistum eftir leikskólavist í Reykjavík. Hundruð foreldra komast ekki aftur á vinnu­ markað í kjölfar barneigna. Fjöl­ skylduvandinn er gjarnan á herðum kvenna. Mæður taka enn á sig mesta ábyrgð barnauppeldis – því betur má fórna kvennalaunum en karla­ launum. Konur sitja eftir í vítahring. Rannsóknir sýna jákvæð áhrif barneigna á launaþróun karla, en neikvæð áhrif á launaþróun kvenna. Vinnandi konum er gjarnan falin minni ábyrgð í kjölfar barneigna en karlar hljóta aukinn framgang. Atvinnulífið virðist álykta að barn­ eignir dragi úr framlagi kvenna á vinnumarkaði. Þessu þarf að breyta. Það er mikilvægt að fjölskyldur eigi kost á öruggri og áreiðanlegri daggæslu strax í kjölfar fæðingaror­ lofs. Í dag er skortur á úrræðum og fjölskyldur lenda í vanda. Mála­ flokkurinn hefur verið vanræktur. Við þurfum víðtækar lausnir. Sam­ ræmt kerfi þar sem eitt úrræði tekur við af öðru og fjölskyldur festast ekki á biðlistum. Æskilegt er að lengja fæðingaror­ lof og hækka þak á orlofsgreiðslum. Skapa þarf umhverfi sem hvetur báða foreldra til töku orlofs. Við munum bjóða foreldrum frelsi og val um daggæslukosti. Við munum styðja betur við bæði dagforeldra­ stigið og leikskólastigið. Reykjavík er í samkeppni við önnur sveitar­ félög um fagmenntað starfsfólk. Við viljum gera betur svo gott fólk velji starf á leikskóla. Núverandi meirihluti vill bjóða ódýrustu leikskólana. Ódýr þjón­ usta er gjarnan slæm þjónusta. Það hafa nýlegar þjónustukannanir sýnt. Ánægja með leikskóla mælist minnst í Reykjavík. Bregðast þarf við þessari óánægju. Sjálfstæðisflokkurinn legg­ ur ekki áherslu á ódýrari leikskóla. Okkar markmið er að bjóða áreiðan­ lega leikskóla. Við viljum að Reykja­ vík verði besti búsetukosturinn. Við viljum því bjóða bestu leikskólana. Sjálfstæðisflokkurinn telur mikil­ vægt að tryggja öllum fjölskyldum úrræði strax í kjölfar fæðingaror­ lofs. Þrátt fyrir mikinn árangur í jafnréttisbaráttunni taka konur enn meiri ábyrgð á umönnun barna. Dagvistunarvandi lendir því oftar á konum og dregur úr framgangi þeirra á vinnumarkaði. Það hefur aftur áhrif á launaþróun og ýtir undir kynbundinn launamun. Við ætlum að leggja okkar af mörkum við lausn þessa vanda. Áreiðanlegar lausnir eru mikilvægt jafnréttismál – sam­ félaginu öllu til heilla. Leikskólar og launamunur Hildur Björnsdóttir skipar 2. sætið á lista Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík Afgreiðslutímar á www.kronan.is Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl. 169 kr.stk. Doritos Nacho Cheese Þú finnur uppskriftina á kronan.is/ uppskriftir 1399 kr.kg Grillaður kjúklingur 489 kr.stk. Shake&Pizza ostablanda 599 kr.stk. Field day salsa roasted garlic Súper nachos með Eurovision? S k o ð u n ∙ F R É T T a B L a ð i ð 17F i M M T u d a g u R 1 0 . M a Í 2 0 1 8 1 0 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :3 1 F B 0 6 4 s _ P 0 4 8 K _ n ý.p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F B D -4 C 2 C 1 F B D -4 A F 0 1 F B D -4 9 B 4 1 F B D -4 8 7 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 6 4 s _ 9 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.