Fréttablaðið - 10.05.2018, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 10.05.2018, Blaðsíða 46
Grein þessi varðar notkun á hugtakinu „Listmeðferð og músíkmeðferð“. Mikill er máttur listanna og það hafa menn vitað frá örófi alda. Listir hafa verið notaðar í margs konar tilgangi í fagurlistum, arkitektúr, hönnun, kennslu, til tjáningar, styrkingar og gleði. Að gefnu tilefni er þörf á að skerpa á notkun hugtaksins „meðferð“ frá sjónarhóli list- og músíkmeðferðar- fræðinga, ekki síst m.t.t. öryggis og virðingu fyrir sjúklingum og skjól- stæðingum. Félag músíkmeðferðarfræðinga (stofnað 1997) og Félag listmeð- ferðarfræðinga (stofnað 1998) eru fagfélög einstaklinga hér á landi sem hafa menntað sig sem músík- eða listmeðferðarfræðinga (Music Therapist/Art Therapist). List- og músíkmeðferðarfræðingar hafa lokið meistaragráðu eða sambæri- legri menntun frá viðurkenndum skólum á þessu sviði. Menntunin er á háskólastigi og samanstendur hún af kenningum um listsköpun, sálfræðikenningum, geðfræði, reynslu af listsköpun og starfs- þjálfun undir handleiðslu reynds listmeðferðarfræðings, sálfræð- ings eða geðlæknis. Á meðan á námi stendur er lögð áhersla á að nemendur sæki sér persónulega meðferð. Menntun í list og músík- meðferð er ekki í boði á Íslandi sem stendur. Síðan um aldamót hafa fag- félögin tvö óskað eftir löggildingu. Félagsmenn vinna með viðkvæma einstaklinga, oft í flókinni til- finningavinnu. Það krefst þess að viðkomandi hafi þekkingu á list- forminu, eigin tilfinningalífi, með- ferðarsambandinu, meðferðar- kenningum og kunni að beita listrænni tjáningu sem verkfæri til að meðferðin gagnist einstakl- ingnum. Löggilding faggreinanna er mikilvægur þáttur í að tryggja öryggi sjúklinga. Með þessu má koma í veg fyrir að þeir sem ekki hafa lokið námi í viðeigandi með- ferðarfræðum valdi skaða vegna vanþekkingar sinnar. Í haust verður norræn ráðstefna haldin á Hótel Örk í Hveragerði þar sem menntaðir meðferða- fræðingar í skapandi listum flytja erindi og halda vinnustofur. Ein af frumkvöðlum listmeðferðar og stofnendum þessarar ráðstefnu er Sigríður Björnsdóttir sem lengi starfaði á barnadeild Landspítal- ans. Fyrsta ráðstefnan var haldin á Íslandi árið 1975 en hefur síðan verið haldin annað hvert ár í hverju Norðurlandanna. Frá 2014 hefur ráðstefnan verið haldin í samvinnu við músíkmeðferðarfræðinga og leiklistarmeðferðarfræðinga og verður það gert að þessu sinni líka. Fyrirlesarar og þeir sem halda vinnustofur koma frá ýmsum löndum og er leitast við að fjalla um það sem efst er á baugi í með- ferðarfræðunum á hverjum tíma. Þessi ráðstefna er öllum opin og getur gefið áhugasömum góða inn- sýn í meðferðarform skapandi lista. Hægt er að hafa samband við félög list- eða músíkmeðferðarfræðinga til að fá frekari upplýsingar. Upp- lýsingar um ráðstefnuna er að finna á ncatc2018.is. Fyrir hönd stjórna Félags listmeðferðarfræðinga (list- medferdisland.com) og Félags músík- meðferðarfræðinga Hvað er listmeðferð? Inga Björk Ingadóttir músíkmeð- ferðarfræðingur Fjóla Eðvarðsdóttir listmeðferðar- fræðingur Í framhaldi af grein minni „Til hagsmunaaðila Hörpu“ sem birt var sl. nóvember og nú nýafstað- ins aðalfundar Hörpu vil ég útskýra nánar mikilvægi þeirra tækifæra sem felast í markvissri dagskrár- gerð og verkefnastýringu. Fyrir utan baráttuna við að halda utan um reksturinn þá er tilvistargrund- völlur tónleikahúss (listrænn sem og rekstrarlegur) tónleikar, tón- leikaraðir og hátíðir með flytjend- um í hæsta mögulega gæðaflokki en jafnframt með sjálfbæru sniði. Ef til vill er það þvert á almennar hugmyndir en í raun er það óeðli- legt þegar slíkir viðburðir bera ekki sterka afkomu sem notuð er til þess að styðja við stórviðburði og/eða almenna reksturinn. Slík kjarna- starfsemi mótar einnig helstu við- miðunarmörk rekstursins og stöðu hússins gagnvart hagsmunaaðilum. Skilyrðin fyrir öflugri kjarna- starfsemi í Hörpu eru með besta móti. Listamenn hrósa heims- klassa hljómburði Eldborgar, 86% þjóðarinnar hafa heimsótt húsið, starfsemi t.d. Sinfóníunnar bendir til þess að þolmörk markaðarins séu ekkert að gera vart við sig og húsið sjálft er einfaldlega flott! En þessi starfsemi er ný hér á landi og ekki er hægt að bera hana saman við aðrar greinar og/eða „hype“- markaðsstefnu sem við þekkjum helst frá stórborgum eins og London eða New York (enda hefur hún heldur ekki sannað sig þar). Langtímamarkmið eins og miðlun náinna tengsla við listformið sjálft og markviss þróun hóps af kjarna áhorfenda eru undirstöður fyrirsjá- anleika og velgengni á þessu sviði. Fjögur skref þarf að taka til að koma þessu af stað. Helstu aðstand- endur klassískra tónleika þurfa að fara í djúpa sjálfsskoðun á eigin styrk- og veikleikum. Þessir aðilar þurfa jafnframt að sjá til þess að samskiptin sín á milli séu mjög góð. Þar með geta þeir betur skilgreint hlutverk hvers og eins en einnig séð betur hvar vantar almennt upp á þekkingu og reynslu. Þá fyrst er hægt að finna viðeigandi lausnir til þess að styrkja verkefnastýringu og samningsstöðu allra. Augljóslega væri Harpa best til þess fallin að halda utan um yfirsýn á markaðn- um, að vera samræmingaraðili og að fylla upp í það sem fer út fyrir hlutverk og/eða getu annarra. Að sauma þessa þræði saman er mjög fíngerð og tímafrek vinna sem alltaf krefst mikillar langtíma- skipulagningar og góðra samskipta innanhúss, sem og við aðra tón- leikahaldara og alþjóðlega mark- aðinn. Púslin í þessu spili eru því bæði örsmá og risastór. Oftast er það til dæmis þannig að tónleika- hús einbeita sér að ákveðinni sér- stöðu. Elbphilharmonie Hamburg er nokkurs konar „borgartorg“ með tengingu við hótel, veitingastaði og gjafabúðir og hefur samstarf við fjölbreytta tónleikahaldara, Musik- verein í Vín hefur gyllta salinn sem við þekkjum frá nýárstónleikunum í sjónvarpinu og bæði Vínar og Berlínar Konzerthaus hafa lýð- ræðislega og nútímalega dagskrár- gerð. Harpa hefur mikla möguleika til þess að ala betur á öllum slíkum atriðum. Þó svo að klassíska tónlistin sé oftast aðalatriði tónleikahúss af þessu tagi þá er margt í hinni miklu flóru íslensku tónlistarsenunnar sem bendir til þess að slík nálgun að tónleikahaldi gæti boðið upp á spennandi og áður óþekkta möguleika á öðrum sviðum tón- listarheimsins. En hvað sem það varðar þá verður erfiðara að koma sterkum kjarna á beina braut eftir því sem tíminn líður. Klassíkin t.d. skipuleggur sig 2-6 ár fyrirfram og því er nauðsynlegt að ganga í þetta verkefni tafarlaust, ekki síst til þess að gæta að alþjóðlegu orðspori þessa glæsilega húss þegar kemur að tónleikahaldi. Það eru forrétt- indi að eiga Hörpu og aðstaðan er að öllu leyti metnaðarfull til þess að bera sterkan kjarna af eigin við- burðum og vera þar með aflið á bak við uppsprettu tónlistarlífsins. Höfundur hefur starfað í klassíska tónlistarheiminum í Vín sl. 7 ár, þar á meðal sem verkefnastjóri í Wiener Konzerthaus við tónleikahald og uppsetningu gæðastjórnunarkerfis. Mikilvægustu tækifæri Hörpu Gunnar Guðjónsson verkefnastjóri Löggilding faggreinanna er mikilvægur þáttur í að tryggja öryggi sjúklinga. Með þessu má koma í veg fyrir að þeir sem ekki hafa lokið námi í viðeigandi meðferðar- fræðum valdi skaða vegna vanþekkingar sinnar. Klassíkin t.d. skipuleggur sig 2-6 ár fyrirfram og því er nauðsynlegt að ganga í þetta verkefni tafarlaust, ekki síst til þess að gæta að alþjóðlegu orðspori þessa glæsilega húss þegar kemur að tónleika- haldi.Biðlisti í greiningu og viðtöl hjá sálfræðiþjónustu í skólum borgarinnar er langur. Víða er einum sálfræðingi ætlað að sinna þremur til fjórum skólum. Í stað þess að fjölga sálfræðingum hefur borgarmeirihlutinn ákveðið „að draga úr svokölluðum greining- um enda séu þær oft ofnotaðar“ en þetta voru orð eins borgarfulltrúa á fundi um daginn þegar spurt var út í málefnið. Vegna þessa hafa foreldrar neyðst til að fara með börn sem tengja van- líðan sína við námsgetu á einka- reknar sálfræðistofur til að fá styrk- leika og veikleika kortlagða. Fyrir þetta er greitt að lágmarki 150.000 krónur. Að sinna börnum er grunnstefið í stefnu Flokks fólksins og sem odd- viti og skólasálfræðingur til fjölda ára er það mat mitt að þegar kemur að sálfræðiþjónustu við skólabörn hafi borgarmeirihlutinn stigið allt of fast á bremsurnar. Tökum sem dæmi barn sem tengir vanlíðan sína við námið. Kennarar reyna eftir bestu getu að mæta þörfum barnsins. Barnið fær að vinna í smærri hópum, fær e.t.v. léttara námsefni eða minna heima- nám. Engu að síður líður því illa í skólanum. Sjálfsmatið versnar og smám saman fer barnið að forðast námið. Þegar komið er í efri bekk- ina er barnið kvíðið og neitar jafn- vel að fara í skólann. Þegar hér er komið sögu er barnið oft búið að vera á biðlista eftir sálfræðiþjónustu í marga mánuði. Í tilfellum sem þessum, sem eru æði mörg, er brýnt að barnið fái greiningu strax með þar til gerðum greiningartækjum sem aðeins sál- fræðingar mega nota. Um gæti verið að ræða sértækan námsvanda; mál- þroskaröskun, frávik í skynhugsun, slakt vinnsluminni og athyglisbrest. Þegar niðurstöður greiningar liggja fyrir er gerð einstaklingsnámskrá sem sniðin er að þörfum barnsins. Stefna borgarinnar í þessum málum hefur leitt til þess að fjöldi barna í borginni fær ekki þá þjón- ustu sem þau þurfa. Efnaminni foreldrar hafa ekki efni á þjónustu sjálfstætt starfandi sálfræðings. Í mest sláandi tilfellum hafa for- eldrar fengið lán eða afi og amma hafa greitt fyrir þjónustuna. Flokkur fólksins getur ekki liðið að sparað sé þegar börn eru ann- ars vegar. Tekjur borgarsjóðs eru yfir hundrað milljarðar króna. Við höfum vel efni á að sinna börnun- um okkar með fullnægjandi hætti. Flokkur fólksins er með fjölskyld- una í forgrunni í sinni stefnu. Það sem snýr að börnum og foreldrum þeirra er sett í forgang. Markmiðið er að biðlistar eftir þjónustu þar sem börn eru annars vegar hverfi með öllu í stofnunum borgarinnar. Amma og afi borguðu fyrir greiningu Efnaminni foreldrar hafa ekki efni á þjónustu sjálf- stætt starfandi sálfræðings. Í mest sláandi tilfellum hafa foreldrar fengið lán eða afi og amma hafa greitt fyrir þjónustuna. Kolbrún Baldursdóttir skipar 1. sæti Flokks fólksins í Reykjavík Reykjavík stendur á krossgötum. Við getum tekið af skarið og gert betur, eða haldið áfram með óbreytt ástand. Reykjavík þarf að vera samkeppnishæf. Ekki bara við nágrannasveitarfélögin sem hafa vaxið hraðar en borgin. Reykjavík á að vera samkeppnishæf við bestu borgir Evrópu. Hér viljum við að ungt fólk geti keypt og leigt íbúð á viðráðanlegu verði. Í því hverfi sem það velur. Við gerum kröfu um að leikskólarnir hafi pláss fyrir börnin okkar og séu fullmannaðir. Fólk á að komast á milli hverfa borgarinnar á styttri tíma. Og við viljum borg þar sem loftið er hreint og undir hættu- mörkum. Borg þar sem rými er fyrir þjónustu og fyrirtæki í austurhluta borgarinnar eins og á Keldum og í Mjóddinni. Þar sem skipulag er þannig að umferðin sé ekki stífluð í vesturátt á morgnana og í austur síðdegis. Þar sem almenningssam- göngur virka og eru raunverulegur valkostur. Hér er hægt að gera miklu betur á næstu fjórum árum. Uppfærum stjórnkerfið inn í 21. öldina Við þurfum stjórnkerfi sem er ein- falt og skilvirkt. Stjórnunarkostnað sem er í samræmi við umfang og stærð Reykjavíkur. Í takt við þær kröfur sem við gerum til fyrirtækja á 21. öldinni. Til þess þarf breytingar. Borg sem er vel rekin svo ekki þurfi að hækka álögur á íbúa. Borgarstjóra sem er með viðtalstíma og svarar fyrir erfiðu málin. Borgarstjórn sem framkvæmir í stað þess að lofa. Reykjavík á að vera græn, tækni- vædd og manneskjuleg borg. Hún hefur alla burði til þess. Það er ein- falt að panta sér flugmiða og skrá sig í flug. Það er líka ekki dýrt. Það kostar álíka mikið að senda inn fyrirspurn í stjórnkerfi Reykjavíkur og að kaupa lággjaldafar til London: 17.000 krón- ur fyrir hverja spurningu. Við vitum hvenær flugvélin fer frá Keflavík. Það er hins vegar ómögulegt að vita hve- nær og hvort spurningum sé svarað hjá borginni. Þessu þarf að breyta. Við ætlum að vernda grænu svæð- in í borginni. Friðlýsing Elliðaárdals er löngu tímabær. Verndun Laugar- dals sem útivistar- og íþróttasvæðis er sjálfsögð. Reykjavík á langt í land með að verða snjallborg enda er sumt í stjórnkerfinu sem minnir á 19. aldar bréfaskriftir embættismanna. Þessu ber að breyta. Við viljum að skólarnir fái aukið sjálfstæði og geti undirbúið börnin okkar undir nýjar áskoranir fjórðu iðnbyltingarinnar. Áhersla á sjálfstæða hugsun, sam- skipti og sköpun skiptir miklu máli. Styðjum kennara og skólana okkar til að mæta þessum verkefnum nýrr- ar aldar. Þannig snjallborg vil ég sjá. Reykjavík til framtíðar Eyþór Arnalds skipar 1. sæti á lista Sjálfstæðis- flokks í Reykjavík Reykjavík á langt í land með að verða snjallborg enda er sumt í stjórnkerfinu sem minnir á 19. aldar bréfa- skriftir embættismanna. Þessu ber að breyta. 1 0 . m a í 2 0 1 8 F I m m T U D a G U R22 s k o ð U n ∙ F R É T T a B L a ð I ð 1 0 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :3 1 F B 0 6 4 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F B D -5 F E C 1 F B D -5 E B 0 1 F B D -5 D 7 4 1 F B D -5 C 3 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 6 4 s _ 9 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.