Fréttablaðið - 10.05.2018, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 10.05.2018, Blaðsíða 8
Ford KA+ er snjall bíll með litríkan persónuleika sem skín í gegnum nýtt útlit hans með töffaralegu Ford grilli og rennilegum framljósum. Ford KA+ er svo snjall að í honum getur þú með raddstýringu hringt og svarað símtölum, hlustað á sms skilaboð eða spilað uppáhalds tónlistina þína. Brimborg Reykjavík Bíldshöfða 6 Sími 515 7000 Brimborg Akureyri Tryggvabraut 5 Sími 515 7050 Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar alla virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16 22.955 kr. • Miðað við 79% Lyk illán • Kaupverð 1.790.00 0 kr. • Útborgun 370.000 kr. • Vextir 7,95% • Lánstími 84 mánuð ir • Árleg hlutfallstala k ostnaðar 9,54% Mánaðargreiðsla: FORD KA+ STÓRI SMÁBÍLLINN! VERÐ FRÁ: KR. Komdu, reynsluaktu og upplifðu Ford KA+ 1.790.000 ford.is Ford_KA+_Stóri smábíllinn_5x15_20180507_END.indd 1 07/05/2018 12:37 Norður-Kórea Einræðisstjórn Kim Jong-un í Norður-Kóreu sleppti í gær þremur bandarískum föngum. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, hafði verið á fundi þar í landi með Kim til þess að undirbúa fund Kim og Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna. Trump greindi sjálfur frá heim- komu fanganna á Twitter. „Það gleður mig að tilkynna ykkur að Mike Pompeo er kominn í loftið og er á leið heim frá Norður-Kóreu með þrjá dásamlega herramenn sem allir hlakkar til að hitta. Þeir virðast við góða heilsu og fundurinn með Kim Jong-un var góður. Sammælst um stað og stund,“ sagði forsetinn sem greindi þó hvorki frá fundarstað né tíma. Samkvæmt forseta átti Pompeo að lenda með föngunum á Andrews-her- flugvellinum í Maryland klukkan sex núna í morgun. Mennirnir þrír heita Kim Dong- chul, Tony Kim og Kim Hak-song. Voru þeir fangelsaðir fyrir njósnir og samsæri gegn Norður-Kóreu og sendir í vinnubúðir. Einn þeirra, Kim Dong-chul, hafði verið í haldi frá árinu 2015. Hinir tveir í rúmt ár. Meðferð þeirra hefur verið fordæmd víða og kölluð mannréttindabrot. Lausn fanganna þriggja þykir til marks um að Kim vilji sýna að hann sé tilbúinn til raunverulegra við- ræðna. Áður hefur hann tilkynnt að eldflaugatilraunum verði hætt á meðan á viðræðum stendur en öfugt við þá tilkynningu er þessi aðgerð varanleg. Kim getur ekki lengur notað fangana sér í hag í viðræðunum. Ekki er talið að nokkur annar Bandaríkja- maður sé í haldi einræðisríkisins. – þea Sleppti þremur föngum úr landi ÍraN Ljóst er að nokkur vilji er fyrir því að standa við samninginn sem Bandaríkin, Bretland, ESB, Rúss- land, Kína, Frakkland og Þýskaland gerðu við Íran um kjarnorkumál Írans árið 2015 þrátt fyrir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi á þriðjudag tilkynnt um að Banda- ríkin ætli að rifta samningnum af sinni hálfu. Samningurinn gengur út á að geta Írana til að vinna að kjarnorku- áætlun sinni, einkum því að koma sér upp kjarnorkuvopnum, sé veru- lega skert. Á móti hætta stórveldin að beita Íran viðskiptaþvingunum. Trump sagði að þvinganir yrðu innleiddar á ný, meðal annars myndu Bandaríkin refsa þeim fyrir- tækjum sem stunduðu viðskipti við Íran. Loka á aðgengi þeirra að Bandaríkjamarkaði. Sjálfir brugðust Íranar á misjafn- an hátt við tíðindunum að vestan. Hassan Rouhani forseti skipaði Javad Zarif utanríkisráðherra að funda með stórveldunum sem eftir standa um næstu skref. Fundurinn fer fram í næstu viku og verða þar teknar ákvarðanir um hvernig eigi að vinna gegn komandi þvingunum Bandaríkjamanna. Frakkar sögðust í gær ætla að gera allt sem í valdi þeirra stendur til að vernda evrópsk fyrirtæki. „Langur armur bandarískra þvingana gerir Bandaríkin að efnahagslögreglu plánetunnar. Það er ekki ásættan- legt,“ sagði Bruno Le Maire fjármála- ráðherra við France Culture. Jean-Yves Le Drian utanríkisráð- herra sagði að Emmanuel Macron forseti myndi ræða við Rouhani í síma og tjá honum þá ósk Frakka að samningurinn skyldi standa. „Íran þarf að halda sig við samn- inginn til þess að geta nýtt sér þessi efnahagstækifæri sem Evrópumenn ætla að standa vörð um,“ sagði Drian, og bætti því við að samning- urinn væri ekki dauður þrátt fyrir úrsögn Trumps. Ali Khamenei, æðstiklerkur Írans, sagðist ekki viss um getu Evrópu til að verja samkomulagið í ræðu sem sjónvarpað var í Íran í gær. „Þið vilj- ið halda þessum samningi gangandi með þessum þremur Evrópuríkjum [Þýskalandi, Bretlandi, Frakklandi]. Ég hef ekki trú á þessum þremur ríkjum,“ sagði Khamenei. „Herra Trump. Ég segi þér það, fyrir hönd írönsku þjóðarinnar, að þú hefur gert mistök. Ég hef oft sagt, allt frá fyrsta degi, að við ættum ekki að treysta Bandaríkjunum,“ sagði Khamenei enn fremur. Undir með honum tók Ali Larij- ani, forseti þingsins. Sagði hann að Evrópa hefði áður látið undan þrýst- ingi Bandaríkjanna. „Við getum ekki treyst yfirlýsingum þeirra um að verja samninginn. En það er þess virði að láta reyna á það í nokkrar vikur svo það sé öllum ljóst að Íran- ar hafi reynt af öllum mætti að ná friðsamlegri lausn.“ Íranskir harðlínumenn fögnuðu aftur á móti ákvörðun Bandaríkja- forseta, að því er AFP greinir frá. Línurnar voru skýrar á milli harð- línumiðla og annarra. Þannig sagði í dagblaðinu Etemad að samningur án „vandræðagemsans“ væri af hinu góða á meðan harðlínumiðillinn Kayhan skrifaði: „Trump hefur rifið kjarnorkusamninginn í tætlur. Nú er komið að því að við brennum hann.“ Benjamín Netanjahú fagnaði ákvörðun Trumps einnig, þó af ann- arri ástæðu en íranskir harðlínu- menn. Sagðist hann styðja ákvörð- un Trumps um að rifta „þessum hamfarakennda samningi“. Mikill hiti hefur verið í samskiptum Írans og Ísraels undanfarin ár, einkum vegna vaxandi hernaðarítaka og áhrifa Írans í Mið-Austurlöndum. Ísraelar hafa oftsinnis gagnrýnt að Íranar séu að koma sér upp var- anlegri viðveru í Sýrlandi í skiptum fyrir stuðning sinn við stjórnarher Bashars al-Assad forseta. Í gær greindi Syrian Observa- tory for Human Rights frá því að ísraelskar eldflaugar hefðu skollið á írönskum skotmörkum suður af sýrlensku höfuðborginni Dam askus. Fimmtán hefðu fallið, þar af átta Íranar. thorgnyr@frettabladid.is Reynt að halda samningi á lífi Samningsaðilar reyna að halda Íranssamningnum á lífi eftir að Bandaríkin tilkynntu um úrsögn sína. Íranar gagnrýna Bandaríkjaforseta harðlega. Ísraelar felldu átta Írana í loftárásum nærri Damaskus í Sýrlandi í gær. Herra Trump. Ég segi þér það, fyrir hönd írönsku þjóðarinnar, að þú hefur gert mistök. Ég hef oft sagt, allt frá fyrsta degi, að við ættum ekki að treysta Bandaríkjunum. Ali Khamenei, æðstiklerkur Írans Kim Dong-chul, sem sleppt var úr haldi, á blaðamannafundi árið 2016. NorDicphotos/AFp Æðstiklerkurinn ávarpaði írönsku þjóðina í gær. NorDicphotos/AFp 1 0 . m a Í 2 0 1 8 F I m m T u D a G u r8 F r é T T I r ∙ F r é T T a B L a ð I ð 1 0 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :3 1 F B 0 6 4 s _ P 0 5 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F B D -8 2 7 C 1 F B D -8 1 4 0 1 F B D -8 0 0 4 1 F B D -7 E C 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 6 4 s _ 9 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.