Feykir


Feykir - 27.11.2014, Blaðsíða 2

Feykir - 27.11.2014, Blaðsíða 2
2 01 42 Í blöðum og tímaritum nóvembermánaðar er rætt við hönnuði og innanhúsarkitekta sem setja tískulínuna fyrir jólin 2014. Við getum skoðað fallegar myndir af smekklegu jólaskrauti í ýmsum fallegum litum og dáðst að öllu þessu augnakonfekti og fengið hugmyndir að nýj- ungum í jólaskreytingu. En eru jólin tíska? Aðdragandi aðventu og jólanna skap- ar tilfinningaflæði. Sumir drekka í sig jólastemning- una meðan aðrir finna fyrir ónotum og einmana- kennd. Öll finnum við að það liggur eitthvað í loft- inu. Kitlandi eftirvænting. Það birtir í sálum okkar. Við leyfum Guði að leiða okkur og lýsa veginn, hug- urinn opnar fyrir hinum sönnu verðmætum í lífinu. Á jólum finnum við betur en í annan tíma nærveru Guðs, kærleikann til hvors annars. Aðventan og jólahátíðin er blessunarríkur tími til að umvefja heiminn blíðu og væntumþykju. Við megum ekki til þess hugsa að einhver verði útundan á jólum. Og dásamlegt er að vita, að æ fleiri leggja sitt af mörkum til ýmissa góðra mála til þeirra sem lítið hafa milli handanna eða eru einmana. Um jólahátíðina þykir flestum mikilvægast að hafa fólkið sitt nálægt, deila gleðinni með fjölskyldu og vinum, finna frið í hjartanu. Fara í kirkjugarðinn og tendra ljós í minningu látinna ástvina. Persónuleg upplifun tengist jólahaldinu sem við þekkjum. Hvert og eitt okkar á sínar dýrmætu minningar og byggir sitt jólahald á hefðum fyrri tíma. – En ungt fólk skapar einnig sína eigin jólahefð, blandar saman nýju og gömlu – bæði hvað varðar skreytingar og matargerð. Margir leggja áherslu á að skapa minningar um undirbúning jólanna með því að gera eitthvað saman og það þarf ekki að kosta mikla peninga. Það er jólastemning að gleðja, sitja saman í skreyttu húsi við kertaljós, ilminn af heitu súkkulaði, smákökum og mandarínum. Hlusta á uppáhalds jólalögin og horfa á uppáhalds jólamyndina. Útbúa eða kaupa gjafir handa þeim sem við elskum og pakka þeim inn full af ást og kærleika. Þegar heimilið er sett í jólabúning – minnir það á hreiðurgerð, það er alveg sama hvernig eða hvar hreiðrið er útbúið, hreiður er alltaf bústaður til að taka á móti gjöf lífsins – nýju lífi. María var þetta hlýja hreiður, fæðir Jesús og annast hann. Þannig biður Guð okkur um að vera hlýtt hreiður hvort fyrir annað, líka í hversdeginum. Við getum fylgt jólatískunni ár hvert með nýjum jólakúlum, glimmeri og skrauti. En það sem einkennir aðventuna og jólin er eftirvænting, fæðing frelsarans og nærvera Guðs. Megi friður Guðs gefa þér gleðilega aðventu og blessunarríka jólahátíð. Séra Bryndís Valbjarnardóttir sóknarprestur í Skagastrandarprestakalli Hreiðurgerð í aðdraganda jóla ÚTGEFANDI Nýprent ehf. Sauðárkróki Sími 455 7176, feykir@feykir.is RITSTJÓRI & ÁBM. Berglind Þorsteinsdóttir berglind@feykir.is BLAÐAMAÐUR Kristin Sigurrós Einarsdóttir kristin@feykir.is LAUSAPENNAR Hrafnhildur Viðarsdóttir Óli Arnar Brynjarsson FORSÍÐUMYND Emilía Ásta Örlygsdóttir. AUGLÝSINGASÖFNUN Hrafnhildur Viðarsdóttir UMBROT & PRENTUN Nýprent ehf. Jólablaðið er prentað í 3600 eintökum og er dreift frítt í öll hús í Skagafirði og í Húna- vatnssýslum. 20 14 Fyrir skemmstu skipti Tengill á Sauðárkróki út tölvum í eigu fyrirtækisins í skólasamfélaginu í Skagafirði og hefur ákveðið að gefa tölvurnar til skóla í Úganda í Afríku, með aðstoð frá ABC barnahjálp. „Það sem okkur finnst kannski gamalt er alveg nýtt í augum þeirra sem eru að fara nota þetta. Það er frábært að það skuli vera hægt að finna not fyrir það sem við hefðum fargað,“ sagði Gísli Sigurðsson framkvæmdastjóri hjá Tengli í samtali við Feyki. Eftir að hugmyndin kvikn- aði um að gefa tölvurnar til hjálparstarfs setti Gísli sig í samband við ABC barnahjálp sem tók afar vel í erindið. Í kjölfarið kannaði ABC barna- hjálp hvar þörfin væri mest Gefa tölvur til skóla í Úganda Tengill í samstarf með ABC barnahjálp og vinnur nú að því að finna flutningsaðila fyrir tölvurnar, sem bíða innpakkaðar á sex vörubrettum á verkstæði Teng- ils eftir því að komast í gagnið á ný. Einnig er verið að vinna að því að útvega leyfi fyrir innflutningnum til Úganda. „Síðast þegar ég vissi þá er þetta bara að detta í gang,“ sagði Gísli. Tölvurnar eru 91 talsins og hafa starfsmenn Tengils tæmt þær af gögnum, sett upp nýtt stýrikerfi og eru þær nú í raun eins og nýjar tölvur. Gísli segist hafa fundið fyrir miklu þakk- læti fyrir gjöfina en samkvæmt ABC barnahjálp er þörfin mikil fyrir slíkan útbúnað í skólakerfinu í Úganda. /BÞ Jólahlaðborð Rótarýklúbbs Sauðárkróks verður haldið laugardaginn 29. nóvember nk. frá kl. 12–14. Að sögn Ómars Braga Stefánssonar skipuleggjanda verður hlaðborðið með svipuðu sniði og í fyrra þar sem viðburðurinn þótti einstaklega vel lukkaður. „Á milli 500 og 600 manns mættu í íþróttahúsið, fólk úr öllum samfélagsstigum ef svo má að orði komast, börn og fullorðnir. Allir sátu við sama borð, nutu matar og skemmtunar þar sem enginn þurfti að borga neitt. Allt var í boði Rótarýklúbbsins.“ „Þegar ég hafði komið Króksblótinu á koppinn og það var farið að rúlla kynnti ég hugmynd mína að þessu jólahlaðborði fyrir félögum mínum í Rótarýklúbbnum. Undirtektir voru mjög góðar og það var ákveðið að leggja í þessa vegferð,“ segir Ómar Bragi aðspurður um hvernig hugmyndin að jólahlaðborðinu varð til. „Við klúbbfélagar reynum að láta gott af okkur leiða og þetta fannst okkur gott verkefni sem gæti glatt marga,“ bætir hann við en Rótarýklúbburinn hefur Óska þess að sem flestir láti sjá sig og njóti samverunnar Jóhlaðborð Rótarýklúbbsins á Sauðárkróki fengið mörg fyrirtæki, flest innan samfélagsins, til liðs við sig og segir Ómar Bragi þá Rótarýfélaga ákaflega þakkláta fyrir veitta fjárhagsaðstoð. „Þetta verður með mjög svip- uðu sniði í ár. Engir miðar verða hinsvegar afhentir fyrirfram eins og í fyrra heldur verða 600 miðar við innganginn þegar húsið opnar kl. 12:00. Á dagskránni verður tónlist og söngur, ekki ósvipað því sem við buðum uppá í fyrra. Grettistak ætlar að hjálpa okkur með matinn að þessu sinni en það eru þeir félagar Jón Daníel og Eiður Baldursson. Svo eru það auðvitað Rótarýfélagar sem bera hitann og þungann af þessu öllu og bera fram mat og fylla á,“ útskýrir hann. Í fyrra var söfnunarkassi á staðnum og var öllum frjálst að láta eitthvað af hendi rakna og verður samskonar fyrirkomulag einnig í ár. „Þarna safnaðist dágóð upphæð og svo eins og ég kom að hér á undan lögðu mörg fyrirtæki okkur lið. Við keyptum húsgögn fyrir Deild V á Heilbrigðisstofnuninni Sauð- árkróki sem komu sér afar vel og prýða nú setustofu þeirra.“ Að lokum hvetja Rótarý- félagar fólk til að fjölmenna í íþróttahúsið og taka þátt, mestu máli skiptir að sem flestir láti sjá sig og njóti samverunnar í upphafi aðventu. /BÞ Frá jólahlaðborði Rotarýklúbbs Sauðárkróks 2013. MYND: ÓAB Gísli Sigurðsson framkvæmdastjóri Tengils. Tölvukassarnir í baksýn. MYND: BÞ

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.