Feykir


Feykir - 27.11.2014, Blaðsíða 35

Feykir - 27.11.2014, Blaðsíða 35
3 52 01 4 bróðir. Hvar ætli sé nú kveikt á ljósunum? hugsaði Fannar. Svo rak hann augun í leiðslu á jörðinni. Það hlýtur bara að eiga eftir að stinga henni í samband, hugsaði Fannar. Svo gekk hann hokinn á eftir leiðslunni þangað til hann rakst á einhvern. „Sæll Fannar, hvað ert þú að gera?“ sagði kona með gleraugu. Þetta var skrítið, hún er ekki með nein augu, hugsaði Fannar. Þá tók konan gleraugun af sér og strauk móðuna af glerinu og setti gleraugun upp aftur. Nú er hún komin aftur með augu, hugsaði Fannar og sá þá að þetta var presturinn. Hann þekkti hana pínu lítið. „Ég ætla að kveikja á jólatrénu, ég er nefnilega búinn að týna mömmu og pabba,“ sagði Fannar. „Jæja já, þú segir nokkuð, kannski get ég hjálpað þér,“ sagði presturinn. Þau gengu smá spöl og þá hittu þau enn aðra manneskju og presturinn sagði: „Jæja sveitarstjóri, þessi ungi maður er búinn að týna mömmu sinni og pabba. Hann þarf eiginlega að kveikja ljósin á trénu svo hann geti fundið þau.“ „Jahá, við hljótum að geta hjálpað honum með það. Hvað heitir þú?“ sagði sveitarstjórinn og leit á Fannar. „Fannar,“ sagði Fannar frekar aumlega. „Jæja Fannar, komdu með mér hérna upp á pallinn og þú hjálpar mér að kveikja á ljósunum. Svo skulum við sjá til hvort þú finnur ekki foreldra þína.“ Svo talaði sveitarstjórinn heillengi í míkrófón en svo sagði hún allt í einu: „Nú skulum við öll telja niður frá tíu og þá kveikir hann Fannar hérna á jólaljósunum en þá vonast hann til að sjá mömmu sína og pabba... og kannski nokkra jólasveina.“ Og það var eins og skrifað í skýin með ósýnilegu bleki. Fannar sá pabba koma hlaup- andi um leið og hann hafði kveikt á ljósunum. Hann var ekkert reiður, bara feginn. „Fannar minn, við skildum ekkert í því hvert þú varst farinn. Svo ertu bara kominn upp á svið eins og Bára systir þín. Þú ert nú meiri grallarinn.“ Svo faðmaði pabbi Fannar að sér. „Heyrðu, eigum við að kíkja aðeins á þessa jólasveina sem eru komn- ir í bæinn,“ sagði pabbi og það stóð heima. Sveinkarnir voru mættir með rauðar húfur og hvít skegginn, með mandarínur á lofti og hlátrasköll. Það leið ekki á löngu þang- að til einn jólasveinninn var mættur til Fannars. „Hó-hó- hó! Heyrðu, varst þú að kveikja á jólatrénu?“ Fannar kinkaði kolli og sagði: „Já. En hvað eruð þið að gera hér, þið eigið ekki að vera komnir til byggða strax?“ Þá blikkaði jólasveinninn Fannar. „Ja, við eiginlega týndum pabba og mömmu, villtumst aðeins og enduðum hérna.“ Fannar horfði hissa á hann og sagði: „Það var skrítið, það kom það sama fyrir mig í dag!“ Sveinki hló. „Hvað ertu að segja. Kannski ertu bara jólasveinn eftir allt saman? Þú vilt kannski koma heim með okkur á eftir, til Grýlu og Leppalúða?“ Fannar hjúfraði sig upp að mömmu sinni, hristi höfuðið og sagði: „Nei, ég vil frekar vera heima hjá mömmu og pabba.“ um nágrennið og allt í einu brast bakarinn í söng „...já ég vild' að alla daga væru jó-ól, þá gætu allir dansað og sungið jólala-ag...“ Það sem maðurinn gat sungið. Svo var mikið hlegið og fólkið brosti allan hringinn. Brátt fór gatan að tæmast af fólki því nú leið að því að dagskráin hæfist á torginu. Fannar var að verða hálf dasað- ur – það var svo margt að gerast. Og það var svo mikið af fólki. Já hérna, en gaman. Fyrst kom einhver maður sem sagði öllum hvað ætti eftir að gerast og síðan kynnti hann barnakór á svið. Fannar þekkti nokkrar stelpur í kórnum og meira að segja tvo bekkjarbræður sína. Svo rak hann augun í Báru systir sína með jólasveinahúfu, syngjandi í öftustu röð. Mamma og pabbi voru rosalega stolt og Biggi bróðir kallaði til hennar: „Hæ Bála! Bála...“ Allt í einu fannst Fannari eins og hann sæi Huga vin sinn í þvögunni, svo hann skaust í burtu, en Hugi tók ekki eftir honum. Hann elti hann lengra en svo missti hann alveg sjónar á honum. Kannski hafði þetta ekkert verið Hugi? En hvar voru nú pabbi og mamma? Fannar stóð nú einn innan um allt fólkið og sá ekki neinn sem hann þekkti. Og það var orðið svo dæmalaust dimmt. Skyndilega varð Fannar alveg rosalega þreyttur og hann var alveg við það að fara að gráta. En þarna var jólatréð með öllum jólaljósunum á. Ef hann gæti nú kannski kveikt á ljósunum þá sæi hann örugglega mömmu og pabba, Báru og Bigga Smáratorgi 522 7860 • Korputorgi 522 7870 • Glerártorgi 522 7880 Erum á FacebookFull búð af fallegu jóladóti Hreindýr standandi verð 3.990,- Hreindýr liggjandi verð 2.990,- Hnetubrjótar, ýmsar stærðir og gerðir verð frá 1.990,- Bakkar allar stærðir verð frá 990,- 7.990,- A N T O N & B E R G U R w Fannar stóð nú einn innan um allt fólkið og sá ekki neinn sem hann þekkti. Og það var orðið svo dæmalaust dimmt. ... Af hvaða tegund eru gælu- dýrin þín og hvað heita þau? -Við eigum fjóra hunda, Hugðu Border collie, Dögg Australian shepherd, Aríu þýskur fjárhundur og Ronju sem er Griffon. Hafa skapast einhverjar sérstakar jólahefðir í kringum gæludýrin, t.d. sérstakur matur eða eitthvað sérstakt dekur? -Þær fara í bað fyrir jólin. Fá að borða Josera fóðrið sitt og síðan gefum við þeim uppáhalds beinin sín og hundanammi. Hvernig myndir þú lýsa að- fangadegi hjá gæludýrunum? -Góður dagur heima með fjölskyldunni, við förum saman í göngutúr, borðum góðan mat og svo fá þau jólagjöf sem inniheldur góðgæti eins og þurrkuð svínseyru og nautaleggi. Hvernig kann dýrin að meta þessa fyrirhöfn? -Þau kunna vel að meta þetta. Hvað finnst fjölskyldu- meðlimum um jólahefðir dýranna? -Sumum finnst óþarfi að pakka inn gjöfum fyrir hundana en þau eru partur af fjölskyldunni og hafa gaman af því að opna pakka eins og aðrir. Eitthvað að lokum? -Ég hvet alla til að njóta þess að vera með dýrunum sínum yfir hátíðirnar og gefa þeim gott að borða. Einnig að passa vel uppá hundana yfir áramótin. Fá góðgæti eins og þurrkuð svínseyru og nautaleggi í jólapakkann UMSJÓN Berglind Þorsteinsdóttir Hugða, Dögg, Aría og Ronja þeirra Ástríðar Magnús- dóttur og Hannesar Brynjars Sigurgeirssonar Dögg, Hugða, Aría og Viktoría Huld.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.