Feykir


Feykir - 27.11.2014, Blaðsíða 17

Feykir - 27.11.2014, Blaðsíða 17
1 72 01 4 Skagfirðingar, Húnvetningar og aðrir nærsveitamenn Við óskum ykkur gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum viðskiptin á árinu. Skoðunarstöðvar okkar eru á Blönduósi, Hvammstanga, Sauðárkróki og Siglufirði, Nánari upplýsingar eru á heimasíðu Frumherja www.frumherji.is S. 570-9090 eða 570-9000 HJÁ OKKUR FÆST MARGT FALLEGT Í JÓLAPAKKANN! T.d. Klútar Töskur Skart, íslensk hönnun Golden Rose förðunarvörur Gjafakortin -draumagjöf allra Skagfirðingabraut 6 sími 453 5969TÁIN & STRATA Verið velkom in Aðalgötu 14, Skr. S: 455 5544 Opið laugard. 29. nóv. frá kl. 10-17 Heitt súkkulaði og piparkökur Opið alla virka daga kl. 11-18 Laugardaga kl. 10-16 sunnudaga í aðventu kl. 13-15 Verið velkomin STÓRAR OG SMÁAR Gjafavara í miklu úrvali Við mynduðum fyrir Þjóðviljann en þeir höfðu engan sérstakan myndasmið, þá var bara kallað á okkur á stofunni eftir því hver var á lausu.“ Stefán segir umræddan tíma skemmtilegan og eftir- minnilegan en þarna fékk hann að vera í hringiðu ýmissa merkra viðburða og fylgjast með störfum nokkurra afburðarblaðamanna hjá Þjóðviljanum og nefnir Magnús Kjartansson og Jón Bjarnason í því samhengi. Hann var m.a. sendur til að mynda kröfugöngur, þegar Sementsverksmiðjan var opnuð á Akranesi og þegar Halldór Laxnes gaf sósíalistum hjá Máli og menningu Lincoln bifreið sína. Einnig rifjar hann upp þegar hann var eini ljósmyndarinn viðstaddur þann sögulega viðburð í Íslandssögunni þegar reglugerð um stækkun fiskveiði- landhelginnar í 12 mílur var undirrituð. Aðspurður hvort hann hafði ekki getað hugsað sér að setjast að í Reykjavík segir hann það aldrei hafa verið inn í myndinni. Jafnvel þótt honum hafi um það leyti borist atvinnuboð frá Stefáni Thorarensen, umsvifamiklum athafnamanni, um að taka að sér ljósmyndun og framköllun í versluninni Týli í Austurstræti, segist Stefán hafa hafnað því boði umhugsunarlaust – hann ætlaði heim á Krókinn. Þegar Stefán opnaði stofu á Sauðárkróki haustið 1958 segir hann bæinn hafa verið minni og íbúana talsvert færri. Samt var nóg að gera og þá helst í stúdíómyndatökum og oft gat orðið brjál- að að gera á ákveðnum álagstímum, t.d. í kringum fermingar, útskriftir og jólin. Hann segir jólin stundum hafa verið kvíðvænlegri tíma hér áður fyrr þar sem þá var oftast mest að gera þegar fólk vildi fá pantanir sínar afgreiddar fyrir jól. Þá var hann oft á ferðinni út um allt og myndaði fólk m.a. á Siglufirði, Hofsósi, Varmahlíð, Hólum, Skagaströnd, Blönduósi, Hvamms- tanga og Stykkishólmi. Hann myndaði líka við útskriftir á Bifröst, Hvanneyri og í Hólaskóla. Þá var hann líka stundum með námskeið. Stefán starfaði einnig sem fréttaritari fyrir Ríkissjónvarpið í nokkur ár, uppúr árinu 1974. „Það var alltaf nóg að gera, þangað til að allt breyttist með tilkomu stafrænna myndavéla, það var eins og slökkt á peru. Þá gátu allir farið að mynda og gera það óspart að nýta þá tækni.“ Þegar hann er spurður um hvaða myndefni honum þyki skemmtilegast að mynda svarar hann hiklaust að það séu blessuð börnin, einnig gat verið gaman að taka myndir af fallegum brúðhjón- um. „Svo myndaði ég fyrir leikfélagið í áratugi en Sæluvikan var hérna áður meiriháttar atburður í bæjarlífinu,“ segir Stefán og ljómar við tilhugsunina. „Það var rosalega gaman. Þetta voru algjörir snillingar sem voru að leika í þá daga, það þurfti ekki að hafa mikið fyrir því að mynda þá - þeir voru fljótir að setja sig í stellingarnar.“ Alla umgjörðina segir Stefán alltaf hafa verið til fyrirmyndar; sviðsmyndin, leiksstjórn, búningar og ekki síst leikarahópurinn sem var alltaf skipaður Króksurum. Sem dæmi um afbragðssýningar sem standa uppúr að hans mati nefnir hann Gullna hliðið í leikstjórn Guðjóns Sigurðssonar (1964), Efri mynd: Stefán á leið í fyrstu myndatökuna, um 10 ára aldurinn. Myndina tók Árni Halldórsson. Á neðri mynd er Stefán ásamt Sigurði Guðmundssyni, meistara sínum. Myndina tók Stefán sjálfur. Frá undirritun stækkunar fiskveiðilandhelginnar. Tekið út um gluggann á Sauðárkróki.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.