Feykir


Feykir - 27.11.2014, Blaðsíða 23

Feykir - 27.11.2014, Blaðsíða 23
2 32 01 4 Hluti Karlakórsins Lóuþræla í Hvammstangakirkju. Eðvald Magnússon Kókósterta–Bountykaka 4 eggjahvítur 200 g sykur 200 g kókosmjöl Aðferð: Eggjahvítur og sykur þeytt. Kókosmjöli blandað saman við. Bakað í stóru formi við meðal hita. Krem: 4 eggjarauður 60 g flórsykur 50 g smjör 100 g súkkulaði Aðferð: Eggjarauður og flór- sykur þeytt. Smjör og súkku- laði brætt og síðan bætt útí. Sett ofan á kökuna. Friðrik Már Sigurðsson Danskar eplaskífur 1 epli, skorið í litla bita kanilsykur 250 g hveiti fínrifinn börkur af einni sítrónu 1 msk sykur 1 tsk lyftiduft 1/2 tsk matarsódi 1/4 tsk salt 3 egg 400 ml súrmjólk 2 tsk matarolía 50 g bráðið smjör til steikingar Aðferð: Látið eplabitana í skál með kanilsykri. Blandið vel saman og takið til hliðar. Hrærið öllum hinum hráefnunum, nema smjörinu, saman í skál. Gott að leyfa deiginu að standa aðeins þannig að sítrónan nái að skila sínu ferska bragði. Hitið eplaskífupönnuna á meðalhita og penslið smjöri í holurnar. Hellið deigi í um það bil 3/4 hluta af holunni. Stingið eplabita í miðjuna. Þegar það er komin skorpa að neðan er þeim snúið við með grillpinna eða gaffli. Gert nokkrum sinnum þar til skorpan er stökk og gullin og eplaskífan örugglega elduð í gegn. Gott er að strá flórsykri yfir eplaskífurnar og bera þær fram með sultu, t.d. jarðarberjasultu. Hér er breiður brauðavegur og betra að stíga í hælana því tertusvimi svakalegur svífur yfir þrælana. Harmir þú sætindi heilsan er löt held bara annað sé bullið. Þá er nú betra það blesótta kjöt en bölvaða sykur sullið. Rafn Benediktsson Bláberjasæla 250 g smjörlíki 2 bollar hveiti 2 bollar hafragrjón 1 bolli kókosmjöl 1 bolli sykur 1 egg 2 tsk lyftiduft Aðferð: Allt sett í hrærivélar- skál og hrært (ekki mikið). Deiginu skipt í tvennt og helmingurinn settur í frekar stórt form með lausum botni. Blá- berjasulta sett ofaná og hinn helmingurinn af deiginu mulinn yfir. Bakist í 30 mín. við 160 °C. Hjalti Júlíusson Jóladagsterta 4 eggjahvítur 1 dl púðursykur 2 dl sykur 2 bollar rice crispies súkkkulaðirúsínur eða annað góðgæti Aðferð: Sykur, púðursykur og eggjahvítur stífþeytt og Rice crispies síðan blandað saman við með sleif. Tveir hringir teiknaðir á bökunarpappír og deiginu skipt jafnt á þá. Rjómi settur á milli ásamt súkkulaðirúsínum eða öðru góðgæti, allt eftir skapi hús- móðurinnar hverju sinni. Úlfar Trausti Þórðarson Hindberjasnittur 200 g smjör 350 g hveiti 150 g flórsykur 1 msk vanillusykur 1 egg Aðferð: Bakist við 175°C í 20 - 25 mín. Skerið smjörið í minni bita og dreifið í deigið. Setjið flórsykur og vanillusykur út í og hrærið hratt deigið með egginu. Látið deigið standa í kæliskáp í klukkutíma. Skiptið deiginu í tvo hluta, fletjið út í ferning u.þ.b. 20x30 sm og bakið. Gott er að láta ferningana kólna á bökunargrind. Glassúr: 200 g flórsykur 2 msk vatn Hrærið glassúrinn saman 1 1/2 dl hindberja- marmelaði (175 g) Aðferð: Smyrjið marmelað- inu á annan hlutann og glassúrinn á hinn. Leggið þá saman með glassúrinn ofaná og marmelaðinu á milli. Skerið kökuna niður í u.þ.b. 4x6 sm hindberjasnittur. Eiríkur Steinarsson og Magnús Magnússon Múukökur 100 g smjör 3/4 dl sykur 1 dl púðursykur 1 tsk vanillusykur 1 egg Aðferð: Þeytt saman þangað til það verður létt í sér. 1 dl heilhveiti (grahammjöl, gróft spelt) 1 1/2 dl hveiti (fínt spelt) 1dl haframjöl 1 tsk lyftiduft 100 g suðusúkkulaði, grófsaxað Aðferð: Þessu blandað saman við, búa til bolta, vel kúfuð teskeið og rúllað upp úr sólblómafræjum. Bakað í um 10 mín við 190°C.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.