Feykir


Feykir - 27.11.2014, Blaðsíða 8

Feykir - 27.11.2014, Blaðsíða 8
2 01 48 Sýningin er staðsett í huggulegum sal á efri hæð Sögusetursins sem hýsti áður ljósmyndasýningu en neðri hæð safnsins hefur að geyma skemmtilega fastasýningu. Þegar á efri hæðina er komið má sjá rugguhestana, af öllum stærðum og gerðum, standa í röðum til að taka á móti gestum. Á veggjunum hanga myndir af þeim með upplýsingum um hvaðan þeir koma og hver saga þeirra er. „Ég er með ellefu rugguhesta og einn hest á hjólum, sem er eiginlega vinsælastur því það er hægt að fara á honum um allt og jafnvel mjög hratt,“ segir Emilía og á meðan þeysast börnin hennar um salinn á reiðskjótunum. Alla hestana segir Emilía megi prófa en bætir við að hún hafi útskýrt það fyrir börnunum sem þangað koma að það eigi að bera Margir rugguhestanna eiga sér skemmtilega sögu UMFJÖLLUN Berglind Þorsteinsdóttir Sögusetur íslenska hestsins á Hólum í Hjaltadal Á Sögusetri íslenska hestsins er töfrandi sýning með rugguhestum sem koma víðsvegar að af landinu, bæði gömlum og nýjum. „Síðasta haust þegar ég tók við Sögusetrinu langaði mig til þess að gera eitthvað skemmtilegt fyrir jólin og setja upp sýningu sem væri fyrir alla fjölskylduna. Ég setti þá upp þessa rugguhestasýningu sem heppnaðist mjög vel. Þegar ég sá hvað börnin sem komu höfðu gaman af henni ákvað ég að setja hana aftur upp í ár,“ sagði Emilía Örlygsdóttir, forstöðukona Sögusetursins, þegar hún tók á móti blaðamanni Feykis. virðingu fyrir þeim, líkt og öllum leikföngum sem við eigum eða fáum að leika okkur að, og fara vel með þá. Rugguhestarnir koma héðan og þaðan að sögn Emilíu, þrjá segir hún vera í einkaeigu, fjórir eru fengnir að láni frá leikskólum, þrír koma af leikfangasýningunni í Friðbjarnarhúsi á Akureyri og tveir koma frá Ásgarði í Mosfellsbæ sem er verndaður vinnustaður en þar eru meðal annars smíðaðir rugguhestar. „Sumir þeirra eru þar af leiðandi alveg nýir og aðrir svo gamlir og hafa átt svo marga eigendur að enginn veit lengur neitt um uppruna þeirra,“ útskýrir hún. Marga rugguhestana segir Emilía eiga sér skemmtilega sögu og bendir á einn þeirra sem hún segir vera úr sveitinni. „Hann fannst uppi á háalofti þegar konan sem lánaði mér hann og fjölskylda hennar fluttu á bæinn sem þau bjuggu áður á. Þar var hann ásamt öðru dóti sem fyrri eigendur höfðu skilið eftir. Börnin hennar léku sér mikið með hann og nú er hann eftirlæti barnabarnanna. Þegar ég fékk hann lánaðan á sýninguna fyrir jólin í fyrra varð einn dóttursonur hennar frekar ósáttur þegar hann uppgötvaði Setið við að lita myndir af rugguhestum. MYNDIR: BÞ

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.