Feykir


Feykir - 27.11.2014, Blaðsíða 10

Feykir - 27.11.2014, Blaðsíða 10
2 01 41 0 Vinna við ritun skagfirskrar byggðasögu hófst 1995 og er sú langveigamesta sem ráðist hefur verið í á Íslandi. Hjalti tók verkefnið að sér á sínum tíma og segir að þá hafi sig ekki órað fyrir hversu viðamikið það yrði. „Sem var kannski ágætt,“ segir hann þegar blaðamaður ýjar að því hvort hann hefði farið út í þetta ef hann hefði séð það fyrir. Að baki hverju bindi liggur a.m.k. tveggja til þriggja ára vinna. Í upphafi var farið gegnum prentaðar heimildir og skjöl fyrir héraðið í heild. Söfnun heimilda fyrir hvert byggðarlag byggist á rituðum heimildum og skjölum en ekki síst munnlegum heimildum og staðháttakönnun. Byggðasögu- ritarar heimsækja hvern bæ, flesta margoft, og safna fróðleik og ljósmyndum hjá ábúend- um og brottfluttum. Þá hafa samhliða ritun bókanna farið fram fornleifarannsóknir í sam- stafi við fornleifadeild Byggða- safns Skagfirðinga. Í Byggðasögu Skagafjarðar er saga hverrar jarðar rakin á ítarlegri hátt en gengur og gerist í sambærilegum ritum. Fjallað er um ábúð, örnefni, þekktar persónur, þjóðsögur, kveðskap og hvaðeina sem tengist jörð- inni, auk þess sem fjöldi ljós- mynda, korta og teikninga prýðir bækurnar. Hverri jarðar- lýsingu fylgir aukinheldur ábúendatal, allt frá 1781 til útkomuárs hverrar bókar. Hefur Guðmundur Sigurður Jóhannsson ættfræðingur yfir- farið og endurbætt ábúendatal- ið og segir Hjalti að það hefði enginn maður getað gert betur. Nú liggur fyrir að verkið muni enda í tíu bindum. Eftir er að gefa út bækur um Fellshrepp og Fljótin, ásamt lykilbók sem mun innihalda kafla um kaupstaðina Hofsós og Grafarós og eyjarnar Málmey og Drangey, auk nafnaskráa og atriðisorðaskráa. Hjalti útskýrir að það liggi gríðarleg vinna í gerð nafna- og atriðisorðaskráa. Það hefði einfaldlega tafið útgáfuna of mikið að hafa skrárnar í hverri bók fyrir sig. „Ég veit um tvo menn á Íslandi sem hafa gaman af því að búa til nafnaskrár og annar þeirra er að vinna þetta fyrir okkur núna. Þetta er afar mikilvægt til að verkið nýtist sem skyldi, að hægt sé að fletta upp í því,“ segir Hjalti og vonast til að svo verði, enda hefur verkið gríðarlegt heimildagildi. Skilar menningar- legum arði VIÐTAL Kristín Sigurrós Einarsdóttir Sjöunda bindi Byggðasögu Skagafjarðar að koma út Sjöunda bindi Byggðasögu Skagafjarðar er nú komið út og þar með farið að síga vel á seinni hluta þessarar viðamiklu útgáfu sem mun telja alls tíu bindi áður en yfir lýkur. Nýjasta bindið fjallar um Hofshrepp hinn forna, það er Óslandshlíð, Unadal, Deildardal og Höfðaströnd og telur alls 480 síður. Hjalti Pálsson hefur ritstýrt byggðasögunni frá upphafi en ýmsir verið honum til aðstoðar. Feykir hitti Hjalta að máli um það leyti sem lokayfirlestri prófarkar var að ljúka. Hjalti Pálsson byggðasöguritari ásamt Óla Arnari Brynjarssyni umbrotsmanni. Hér er verið að leiðrétta síðustu villurnar. N Ý PR EN T eh f. Aukum gæði fóðrunar Steinefnastampar og önnur bætiefni í miklu úrvali. Verslanir um allt land. – í héraði hjá þér – Fóðurblandan hf Korngörðum 12 Reykjavík Sími 570 9800 Fax 570 9809 www.fodur.is FB Verslun Selfossi Austurvegi 64a & 570 9840 FB Verslun Hvolsvelli Hlíðarvegi 2-4 & 570 9850 FB Verslun Egilsstöðum Kaupvangi 11 & 570 9860 Fóðurblandan óskar landsmönnum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.