Feykir


Feykir - 27.11.2014, Blaðsíða 25

Feykir - 27.11.2014, Blaðsíða 25
2 52 01 4 Þetta er fimmti veturinn sem konurnar hittast við þetta tilefni. Þarna deila þær sameiginlegum áhuga sínum á hannyrðum, læra hver af annarri og spjalla um lífið og veginn. Ein þeirra minnist á það við blaðamann að hún finni fyrir mikilli tilhlökkun fyrir hvern hitting og reyni í lengstu lög að mæta í hvert sinn - oft séu þetta einu tækifærin sem henni gefst til að hitta nágrannakonur sínar og vinkonur, sem hún hitti annars allt of sjaldan. Oftast eru það 15-20 konur sem mæta, flestar úr Varmahlíð og sveitunum í kring en stundum kemur fyrir að konur slæðist inn lengra að, jafnvel alla leið frá Þingeyri á Vestfjörðum - enda eru allir velkomnir í félagsskapinn. Þá hafa þær einnig fengið góða gesti m.a. hana Helgu Thoroddsen frá Þingeyrum í Austur-Húna- vatnssýslu og Hrafnhildi frá Quiltbúðinni á Akureyri. Þar sem jólin eru senn að ganga í garð færast jólaverkefni yfir á prjónana, ýmist jólaskraut eða -gjafir. Hér má sjá ýmislegt af því sem konurnar í Prjónakaff- inu í Varmahlíð hafa gert og verið að vinna að. „Ómissandi stundir“ UMSJÓN Berglind Þorsteinsdóttir Prjónakaffi á Hótel Varmahlíð Annan hvorn mánudag kemur saman hópur kvenna á Hótel Varmahlíð til að eiga saman notalega kvöldstund – prjóna, spjalla og fá sér kaffi. „Ómissandi stundir í góðum félagsskap,“ sögðu konurnar við blaðamann Feykis sem leit inn til þeirra á dögunum. 39 Þessar eldhressu konur voru mættar til að prjóna og hafa gaman. Það var margt sem minnti á jólin á prjónakaffinu á Hótel Varmahlíð, jólaskraut og jólahandavinnubækur á borðum. Tilbúin jólahandverk og verk í vinnslu eftir frænkurnar Svanhildi Pálsdóttur og Þórdísi Friðbjörnsdóttur. Hér má sjá heklað jólaskraut frá Soffíu Kristjánsdóttur, þæft ullarskraut frá Madare Sudare og jólasveinar frá Ernu Geirsdóttur, Hjördísi Tobiasdóttur og Elínborgu Guðmundsdóttur. Jólaskraut og munir sem Ragnheiður Guðmundsdóttir hefur haft fyrir höndum; prjón- aðar jólasveinahúfur, heklaðir jólasveinar og jólatré og dúkur er harðangur og klaustur. OPIÐ Í DESEMBER Fimmtudagar kl. 20.00 - 24.00 -þá er stór lítils virði Föstudagar kl. 16.00 - 02.30 -þá er stór lítils virði 16.00 - 20.00 Laugardagar kl. 16.00 - 02.30 -þá er stór lítils virði Lokað 25. des. Further information on facebook Tel. +354 467 3133 e-mail: microbar2@outlook.com Opið í Áskaffi Opið alla sunnudaga í desember frá kl. 12:00-18:00 Hangikjöt í hádeginu :: Kaffihlaðborð Rökkurganga Starfsfólk safnsins býður upp á rökkurgöngu í gamla bæinn 21. desember kl. 16:00 og kl. 16:30 Verið velkomin til okkar á aðventunni ÁSKAFFI og BYGGÐASAFN SKAGFIRÐINGA

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.