Feykir


Feykir - 27.11.2014, Blaðsíða 36

Feykir - 27.11.2014, Blaðsíða 36
2 01 43 6 Jólin mín Hvað kemur þér í jólaskap? -Jólalög, jólaljós, heitt súkku- laði, kertaljós og rólegheit. Hvað er besta jólalagið? -Mér finnst þau lög sem minna mig á yngri árin, þegar hljómplöturnar foreldranna voru spilaðar, alltaf falleg. Ég ætla að segja Hvít jól með Ellý og Vilhjálmi Vilhjálmsbörnum eða Svanhildi Jakobsdóttur. Hvað finnst þér ómissandi að gera yfir hátíðirnar? -Mér finnst algjörlega ómissandi að fara í messu á aðfangadag kl. 18 og hlýða á fallega sálma og láta klukkurnar hringja jólin inn. Ein jólin var ég búsett í Kaupmannahöfn, flutti þangað korter í jól, og dröslaði vinkonu minni með mér í íslenska messu þar, svo jólin kæmu nú örugglega. Hvað langar þig í jólagjöf? -Ég yrði afar glöð með fallegan bolla úr Indiska. (Lesist: Frið á jörð og allt fallegt) Bakar þú fyrir jólin? -Já, ég reyni nú að aðstoða mömmu við jólabaksturinn. Hún stendur enn í þeirri meiningu að fjöldi Aldís Olga Jóhannesdóttir viðskiptalögfræðingur á Hvammstanga og ritstjóri Norðanáttar.is Ómissandi að heyra klukkurnar hringja jólin inn Jólin eru... hátíð fjölskyldunnar. Því eru hefðir sem hver fjölskylda hefur skapað sér svo mikilvægur þáttur í jólahaldinu. Hvað kemur þér í jólaskap? -Þegar jólaundirbúningi er lokið og ég heyri sálminn Ó helga nótt þá kemst ég í hátíðarskap þó að því gefnu að ekki séu margir dagar til jóla. Hvað er besta jólalagið? -Heilög jól. Lag Geirmundar Valtýssonar, ljóð Sigurðar Hansen í flutningi Karlakórs Bólstaðarhlíðarhrepps og Hugrúnar Hallgrímsdóttur. Hvað finnst þér ómissandi að gera yfir hátíðirnar? -Borða skötu í góðra vina hópi í aðdraganda jóla. Hvað langar þig í jólagjöf? -Gleði og friðar jól. Bakar þú fyrir jólin? -Það fer lítið fyrir því. Hver er uppáhalds smákökusortin þín? -Þær eru margar góðar en ætli súkkulaðibitakökur hafi ekki vinninginn. Þorleifur Ingvarsson bóndi á Sólheimum í Húnavatnshreppi og oddviti sveitarstjórnar Borðar skötu í góðra vina hópi í aðdraganda jóla kökusortanna skuli endurspegla samanlögð ár fjölskyldumeðlima (svona ef við ýkjum bara aðeins), svo næg eru verkin. Hver er uppáhalds smákökusortin þín? -Spesíur og brúnu augun eru í uppáhaldi. UMSJÓN Berglind Þorsteinsdóttir Hvað kemur þér í jólaskap? -Það er svo margt: Laufabrauðsgerðin með stórfjölskyldunni, heimsókn í kirkjugarðinn á aðfangadag og svo kemst ég í endanlegt jólaskap þegar rjúpnalyktin fyllir húsið síðdegis á aðfangadag. Hvað er besta jólalagið? -Ef ég nenni með Helga Björns. Hvað finnst þér ómissandi að gera yfir hátíðarnar?- Samvera með fjölskyldunni og lesa, lesa, lesa... Hvað langar þig í jólagjöf? -Mig langar alltaf í verkfæri. Annars er konan mín svo hittin á jólagjafir handa mér að þegar ég fæ gjöfina frá henni átta ég mig á að það var einmitt það sem mig langaði mest í. Bakar þú fyrir jólin? -Nei - en ég tek Ólafur Bernódusson verkefnisstjóri hjá Rannsóknarsetri HÍ á NLV á Skagaströnd Laufabrauðsgerðin með stórfjöl- skyldunni kemur mér í jólaskapið Jólin eru... dásamleg. Hvað kemur þér í jólaskap? -Jólaljósin og að tína upp jóladótið á aðventunni. Hvað er besta jólalagið? -Jólin allsstaðar, með Ellý og Vilhjálmi. Hvað finnst þér ómissandi að gera yfir hátíðirnar? -Aftansöngur í Víðimýrarkirkju kl. 23:30 á aðfangadagskvöld og samvera með fjölskyldunni á jóladag. Hvað langar þig í jólagjöf? -Þetta óvænta er alltaf best. Bakar þú fyrir jólin? -Já. Hver er uppáhalds smá- kökusortin þín? -Sörurnar sem Jóna svilkona mín og Lára mágkona mín senda mér árlega. Ingibjörg Sigfúsdóttir bankastarfsmaður frá Álftagerði í Skagafirði „Þetta óvænta er alltaf best“ þátt í að skera út laufabrauðið – og svo er ég frábær smakkari á það sem konan mín bakar. Hver er uppáhalds smákökusortin þín? -Úff, þessi er erfið. Ég held samt að ég segi gyðingakökur. Þær hafa verið á jólaborðinu frá því ég man eftir mér, fyrst hjá mömmu og svo hjá okkur hjónunum.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.