Feykir


Feykir - 27.11.2014, Blaðsíða 41

Feykir - 27.11.2014, Blaðsíða 41
412 01 4 „Ég greindist upphaflega í desember 2011, en þá hafði ég verið í Zumba með krækju- stelpunum mínum og fann fyrir aukinni mæði sem ég taldi í fyrstu vera asma. Nokkrum dögum síðar var ég greind með lungnakrabbamein. Ég fór í aðgerð í janúar 2012 og var 1/3 Ákvað strax að taka Pollýönnu á þetta VIÐTAL Kristín S. Einarsdóttir Dýrleif Tómasdóttir hefur dvalið í Svíþjóð frá því í ágúst vegna krabbameinsmeðferðar Dýrleif Tómasdóttir á Sauðárkróki hefur í þrjú ár barist við krabbamein. Hún leitaði upphaflega læknis eftir að hafa fundið fyrir aukinni mæði á Zumba æfingum og í kjölfarið tók líf hennar miklum stakkaskiptum. Hún segist strax hafa ákveðið að taka Pollýönnu á þetta þó lífið breytist vissulega þegar vinnudagurinn í Skagfirðingabúð og blakæfingar með Krækjunum eru ekki lengur hluti af rútínunni. Dýrleif, eða Dýlla eins og hún er ævinlega kölluð, er væntanleg heim frá Svíþjóð 5. desember og segist ákveðin að sigrast á veikindunum. vel: „En við hefðbundið eftirlit sást að blóðgildi mín voru eitthvað óeðlileg og þann 6. nóvember 2013 var ég greind með bráðahvítblæði. Við tók háskammta lyfjameðferð sem virtist skila góðum árangri. Það kom hinsvegar í ljós að hún dugði ekki til og ég þurfti því að fara í stofnfrumuskipti í Svíþjóð. Þá tók við leit að stofnfrumugjafa, sem loks fannst um miðjan júlí og þann 24. ágúst fór ég ásamt dóttur minni Áróru út til Svíþjóðar.“ Þegar komið var til Svíþjóðar, á Karolinska spítalann í Hudd- inge, byrjaði undirbúningsferlið; Ströng krabbameinslyfjagjöf ásamt ónæmisbælandi meðferð, með það að markmiði að drepa niður krabbameinsfrumurnar. Við það deyja líka heilbrigðar frumur, sem veldur því að fólk missir hárið og mikil hætta er á sýkingum. „Þegar hvítu blóðfrumurnar voru í lág- marki þurfti ég því að vera í einangrun og mátti ekki fara út af sjúkrastofunni. Þann 4. september fékk ég svo nýju stofnfrumurnar sem komu frá óskildum gjafa frá Svíþjóð. Meðferðin gekk vel og við tók mikið hvíldartímabil,“ segir Dýlla, aðspurð um í hverju með- ferðin í Svíþjóð sé fólgin. Ánægð með heilbrigðis- þjónustuna „Ég var með þrekhjól á stofunni sem ég reyndi að nota á hverjum degi og svo þegar ég gat farið út fórum við mæðgur mikið í göngutúr. Ég útskrifaðist af spítalanum 23. september og fór á Ronald Mcdonald, sem er staðsett við hliðina á spítalanum.“ Eftir útskrift hefur Dýlla þurft að mæta tvisvar í viku á göngudeild og í sjúkraþjálfun og er nú flutt yfir á íbúðahótel, en heldur áfram að mæta á sjúkrahúsið tvisvar í viku. Heimferð er áætluð 5. desember og þá tekur við áframhaldandi eftirlit hér heima. Dýlla segist hafa fylgdar- manneskju með sér allan þann tíma sem hún dvelur í Svíþjóð. „Það er mjög mikilvægt því maður veit í raun ekki hversu af öðru lunganu tekinn. Þá tók við lyfjameðferð en í september sama ár þurfti ég að fara í aðra aðgerð, en þá hafði ég greinst með æxli í nýra. Hluti af öðru nýranu var því fjarlægður,“ segir Dýlla um upphaf veikinda sinna. Hægt og rólega byrjaði Dýlla að vinna og gekk allt Dýlla er væntanleg heim nú í byrjun desember. MYNDIR: ÚR EINKASAFNI veikur maður getur orðið. Fyrst var dóttir mín Áróra hjá mér en hún fór heim til Íslands daginn sem ég útskrifaðist af spítalanum. Halla systir hefur svo verið hjá mér í um sex vikur, en hún fór heim í byrjun nóvember og Áróra kom aftur. Við förum svo saman heim til Íslands 5. desember,“ segir Dýlla, þakklát fyrir að eiga góða að. Dýlla segist ekkert hafa nema gott að segja um heilbrigðis- þjónustuna í Stokkhólmi og það sama megi segja um heil- brigðisþjónustuna heima. „Þegar við mægður lentum á flugvellinum tók Inga á móti okkur, en hún er íslensk hjúkrunarkona sem heldur utan um íslenska sjúklinga sem fara í þessa sömu meðferð. Það er æðislegt starfsfólk sem starfar á deildinni sem ég dvaldi á og þar starfa tvær íslenskar hjúkr- unarkonur. Það hefur mikið að segja og gefur manni mikið öryggi,“ segir hún. Strax í upphafi ákvað Dýlla „að taka Pollýönnu á þetta og vera jákvæð. „Ég veit að það væri nú bara lygi að segja að svona veikindi breyti ekki lífi manns, að sjálfsögðu gera þau það. Einn daginn mætti ég í vinnu, fékk mér kaffi með vinnufélögunum, fór á blakæfingu um kvöldið og fór sátt að sofa. Næsta dag er ekkert af þessu möguleiki. Þessir einföldu hversdagslegu hlutir sem skipta mann svo miklu máli. Hinsvegar þá trúi ég að þessir hversdagslegu hlutir komi aftur. Veikindi mín hafa verið mér erfið en öll meðferð gengið vel þannig að maður getur ekki verið nema þakklátur. Ég vil líka koma á framfæri þakklæti til allra sem hafa sýnt mér stuðning og sent mér góðar kveðjur; Besta fjölskyldan, frá- bæru vinnufélagarnir í Skaffó, yndislegu krækjukrúttin mín og aðrir Skagfirðingar, ásamt öllum þeim sem komið hafa að minni meðferð.“ Árni Gunnarsson á ferð og flugi með Búðina Ljóst að svona búðir hafa verið til víðar en hjá okkur Búðin, heimildarmynd Árna Gunnarssonar, um kaup- manninn goðsagnakennda Bjarna Har á Sauðárkróki hefur vakið athygli víðar en á Íslandi frá því hún var frumsýnd á RIFF kvikmyndahátíðinni í september 2013. Síðan þá hefur hún verið sýnd á kvikmyndahátíðum í Kanada, Noregi, Þýskalandi og Íslandi og verið óskað eftir henni í Bandaríkjunum og víðar. Myndin vakti mikla lukku þegar hún var sýnd á RIFF en þá sáu hana um 300 manns, þar af 150 á frumsýningunni. Fljótlega eftir hátíðina var óskað eftir henni á tvær menningarhátíðir í Kanada, Gimli Film Festival, kvikmynda-hátíð Vestur-Íslendinga, þó endaði með því að hún var ekki sýnd þar. Einnig var Búðin sýnd á lítilli kvikmyndahátíð á Skagaströnd, The Weight of Mountains og Nordic Docs í Osló. Síðan var hún valin á kvikmyndahátíð í Lübeck í Þýskalandi, Nordische Filmtage, með norrænum heimildarmyndum í september. „Þar var Búðin valin ein af þremur bestu myndunum af 18 heimildarmyndum í heildina - það var miklu betra en við bjuggumst við,“ segir Árni sem var viðstaddur hátíðina. „Ég vildi fá Bjarna með, hann vildi heldur senda dóttur sína Guðrúnu í sinn stað. Hún kemur fram í myndinni og var tekið þar eins og kvikmyndastjörnu, endaði meira að segja í blaðaviðtölum – það var mjög gaman að því.“ Þegar Árni er spurður í hvort hann hafi átt von á þessari miklu eftirspurn utan landssteinanna svarar hann því neitandi. „Það er ljóst að svona búðir hafa verið til víðar heldur en hjá okkur. Ég heyrði í áhorfendum í Lübeck sem sögðu, „Tante Emma's Laden“ sem þýðir búð Emmu frænku en í Þýskalandi voru litlar búðir, líkt og búð Bjarna Har, þar sem allt fékkst og voru kallaðar búðir Emmu frænku.“ Næst fer Búðin á kvikmyndahátíð í Seattle í Bandaríkjunum í janúar nk. þar sem hefur verið óskað eftir henni, sú hátið heitir Scandinavian heritage. Síðan er hún á leið til Hamborgar í Þýskalandi í apríl. Árni gerir ráð fyrir því að fylgja myndinni til Seattle. „Það verður gaman að sjá hvað þeir segja í Bandaríkjunum,“ segir Árni að endingu.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.