Feykir


Feykir - 27.11.2014, Blaðsíða 27

Feykir - 27.11.2014, Blaðsíða 27
2 72 01 4 Af hvaða tegund er gæludýrið þitt og hvað heitir það? -Hún heitir Þruma, oftast kölluð Þrumuhaus, og er blönduð Border Collie og íslenskur fjárhundur. Hún hefur stærðina frá Íslendingnum. Ertu búin að eiga dýrið lengi? -Já, í ein sex frábær ár. Hafa skapast einhverjar sérstakar jólahefðir í kringum gæludýrið t.d. sérstakur matur eða eitthvað sérstakt dekur? -Já, hún fær ekki að vera innan um allt hús svona alla jafna og er bara í húsinu sínu, en á jólunum og framundir þrettándann fær hún að vera með okkur um allt húsið og finnst það æðislegt. Hún er sett í bað, sem hún sjálf er svo sem ekkert brjálað spennt fyrir, hún er nudduð með sjampói, skoluð, en þurrkun fer mest fram sjálfkrafa þar sem hún hefur ekki mikla þolinmæði fyrir því og hatar blásara. Hún fær svo afganga af einhverju góðu eða gott bein um kvöldið. Fullviss að dýrin geri sér grein fyrir því að jólin séu komin eins og við UMSJÓN Berglind Þorsteinsdóttir Þruma þeirra Heiðrúnar Óskar Jónsdóttur frá Fagranesi í Langadal og Emils Dan Brynjólfssonar frá Sauðárkróki Árni Ragnar Dan tveggja mánaða á jólunum 2013 með Þrumu. MYND: HEIÐRÚN ÓSK Hvernig myndir þú lýsa aðfangadegi hjá gæludýrinu? -Bara rólegum og rómantískum. Árni Ragnar sem er rétt rúmlega ársgamall er kominn með mikinn áhuga á henni svo hún fær ekki jafn mikinn frið og síðustu ár, en allt undir eftirliti að sjálfsögðu. Hvernig kann dýrið að meta þessa fyrirhöfn? -Hún er alltaf mjög ánægð með að vera inni með okkur, en þegar það er ákveðið langt liðið á kvöldið þá fer hún niður til sín í húsið sitt til að sofa, ætli hún fái ekki nóg af okkur? Hún er nú ekkert hoppandi kát yfir baðinu, en lætur sig hafa það og maturinn er auðvitað það besta ! Hvað finnst fjölskyldumeðlimum um jólahefðir dýrsins? -Það er bara almenn sátt um þessar hefðir, Emil sér yfirleitt alltaf um að baða hana, einhver óskrifuð regla sem varð til óvart. Auðvitað eru allir ánægðir með að hafa hana með, enda ein af fjölskyldunni . Eitthvað að lokum? -Við eigum góðan slatta af hrossum og reynum við eftir getu að kíkja á þau, ef ekki á aðfangadag, þá mjög fljótlega eftir þann dag. Við förum með brauð og nammi, spjöllum aðeins við þau, klöppum og kjössum þau sem það vilja og pössum að allt sé í lagi. Mér hefur alltaf þótt eitthvað öðruvísi við að vitja dýranna á aðfangadag, hvort sem það voru kindurnar eða hrossin, barnslegir töfrar alveg örugglega en frábært í minningunni, og jólabarnið ég er þess fullviss að dýrin geri sér grein fyrir því að jólin séu komin eins og við. Stórtónleikar í Miðgarði 5. desember Sönglög á aðventu í fyrsta skipti Umfangsmiklir jólatónleikar, undir yfirskriftinni Sönglög á aðventu, verða haldnir í Menningarhúsinu Miðgarði föstudaginn 5. desember. Að tónleikunum stendur sami kjarni fólks og hefur staðið að Sönglögum í Sæluviku. Fram kemur fjöldi skagfirskra tónlistarmanna en sérstakur gestur að þessu sinni er hin ástsæla söngkona Jóhanna Guðrún Jónsdóttir. Feykir sló á þráðinn til Jóhönnu Guðrúnar skömmu fyrir aðventuna og sagðist hún full eftirvæntingar að koma í Skagafjörðinn. „Á dagskránni eru jólalög og þetta verður voða hátíðlegt og fallegt, sagði hún um dagskrá tónleikanna.“ Jóhanna Guðrún segir jólatónleika frábrugðna öðrum tónleikum að því leyti að þeir séu yfirleitt stærri í sniðum. „Oft er bætt við kór, strengjum eða slagverki og margir sem koma að þeim. Svo er þetta hátíðlegra og skemmtilegra, allt sem tengist jólum er einfaldlega skemmtilegt.“ Sjálf segist Jóhanna Guðrún njóta jólanna, þrátt fyrir mikið annríki í aðdraganda þeirra. Aðventan er mikil annatími í tónlistinni og segir hún ánægjulegt að hitta alla kollegana sem hún starfar með á þessum annatíma. „Þetta er óskaplega gaman og gefandi,“ segir hún. Á svið með Jóhönnu Guðrúnu stíga m.a. Óskar Pétursson frá Álftagerði, Íris Olga Lúðvíksdóttir, Sigvaldi Helgi Gunnarsson, Kol- brún Grétarsdóttir, Bergrún Sóla og Malen Áskelsdætur, Gunnar Rögnvaldsson og Jón Hallur Ingólfsson ásamt sameinuðum barnakór Árskóla og Varma- hlíðarskóla og sérstakri hljómsveit kvöldsins. Jón Hallur Ingólfsson og Óskar Pétursson munu kynna dagskrána. Miðasala er hafin á midi.is. /KSE

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.