Feykir


Feykir - 27.11.2014, Blaðsíða 6

Feykir - 27.11.2014, Blaðsíða 6
2 01 46 Hildur Eir lærði á fiðlu, orgel og gítar sem barn, lengst þó á fiðlu, en um helstu tónlistarafrek sín segir hún: -Það var visst afrek að hafa ekki gert fjölskyldu mína vitstola af fiðluleiknum en annars er nýjasta tónlistarafrekið það að hafa stofnað prestatríó með séra Oddi Bjarna og séra Hannesi Blandon, við tróðum upp á Handverkshátíðinni á Hrafnagili í ágúst síðastliðnum. Uppáhalds tónlistartímabil? -Ég er svolítið svag fyrir tímabilinu 1970 til 90, bæði hér heima og erlendis. Annars man ég oft ekkert síðan hvenær lög eru, ég er jafn léleg að aldursgreina lög og manneskjur, ég hrífst bara af hvoru tveggja Hvaða tónlist fær þig til að sperra eyrun þessa dagana? -Í ræktinni finnst mér mjög gaman að hlusta á Prins póló, í kirkjunni finnst mér dásamlegt að hlusta á gömlu sálmana og forspil og eftirspil ala Bach, í bílnum hlusta ég á Kaleo, í stofunni hlusta ég á Hymnodiu. Við skriftir hlusta ég á Tom Waits og stundum Pixies. Ég er mjög þversagnakenndur og óstíliseraður karakter. Hvers konar tónlist var hlustað Jólalögin best beint frá hjartanu UMSJÓN Óli Arnar Brynjarsson Jóla-Tón-lystin : Sr. Hildur Eir Bolladóttir Í þessari jólaútgáfu af Tón-lystinni er það brottfluttur Skagfirðingur, Hildur Eir Bolladóttir, sóknarprestur við Akureyrar- kirkju, sem situr fyrir svörum. Hildur Eir, fædd 1978, ólst upp í Laufási við Eyjafjörð til 13 ára aldurs en bjó á Hólum í Hjaltadal þangað til hún fór 16 ára gömul í Menntaskólann á Akureyri. Hún er dóttir heiðurshjónanna Bolla Gústavssonar og Matthildar Jónsdóttur en Bolli var vígslubiskup á Hólum frá 1991 til 2002. Hvaða lag getur eyðilagt fyrir þér daginn? -Göngum við í kringum einiberjarunn gat hæglega eyðilagt fyrir mér daginn þegar ég var barn en nú þarf svo mikið til að eyðileggja fyrir mér daginn að ég hugsa að þó ég yrði læst upp í kirkjuturni með heyrnartól á eyrunum og þyrfti að hlusta á Anaconda á repeat í 12 klukkutíma, þá myndi ég samt halda áfram að trúa á Guð, svei mér þá. Ef ég þyrfti hins vegar að horfa á myndbandið í jafn langan tíma þá myndi ég gerast heiðin. Hvenær má byrja að spila jóla- lögin? -Bara þegar fólk er farið að fá jólafiðringinn. Uppáhalds jólalagið? -Sálmarnir Sjá himins opnast hlið og Heims um ból og Christmas song chestnuts roasting on an open fire og Driving home for christmas með Chris Rea. Jóladiskurinn með Hymnodiu sem heitir Þar ljós inn skein er alveg dásamlegur. Hvert er fyrsta jólalagið sem þú manst eftir að hafa heyrt? -Heims um ból í messu heima í Laufási. Hvernig eru jólalögin best? -Eins og önnur lög eru þau best þegar þau eru flutt beint frá hjartanu án þess að hafa of mikla viðkomu við heilann. Þú vaknar í rólegheitum á sunnu- dagsmorgni, hvað viltu helst heyra? -Þá getur verið mjög gott að heyra fallegan sálmasöng í útvarps- messunni, það er eitthvað svo ekta. Þú átt þess kost að fara hvert sem er í heiminum og skella þér á tónleika. Hvert færirðu, á hvaða tónleika og hvern tækirðu með þér? -Ég færi nú bara til Brasilíu og sæi svo til hvort ég fyndi ekki einhvern skemmtilegan salsaklúbb og byði manninum mínum með svo við gætum rifjað upp gamla takta. Hvaða tónlistarmaður hefur þig dreymt um að vera? -Aldrei dreymt um að vera einhver annar en ég er, nóg er nú víst álagið að kynnast sjálfum sér að maður fari ekki að skipta um hest í miðri á. Er einhver sérstök tónlist eða lag sem þú tengir við Hóla? -Fyrir utan lagið Undir Bláhimni þá myndi það vera tónlist sveitarinnar REM sem við Laufey Jónsdóttir Bjarnasonar, fyrrum skólameistara á Hólum, hlustuðum mikið á þegar við vorum nemendur í Varmahlíðarskóla. Við höfðum þetta svona sem stef í ástar- sorg, von og þrá. Hver er að þínu mati besta plata sem gefin hefur verið út ? -Þetta er pottþétt erfiðasta viðtal sem ég hef farið í um ævina, viltu ekki bara líka spyrja hvernig heimurinn varð til? Nei, sleppum því. Hvenær eru jólin komin? -Þegar aftansöngurinn hefst klukkan 18:00 á aðfangadag. Sex vinsælustu lögin á Playlistan- um? -Ég man aldrei hvað lög heita en ég man hvernig mér líður þegar ég hlusta á þau. Tónlist er sálarnudd – stundum slökunar-, stundum svæða- og stundum sjúkranudd. á á þínu heimili? -Klassík, Joan Sutherland, Jussi Björling, Smára- kvartettinn (afi Gústi söng með hon- um), Pavarotti, Placido Domingo, Maria Callas og Bing Crosby þegar við tókum laufabrauð – þar kom „rokkarinn“ fram í pabba. Hver var fyrsta platan sem þú keyptir þér? -Sko, fyrsta platan sem ég eignaðist var Dýrin í Hálsaskógi og ég hlustaði á hana aftur og aftur og aftur. Fyrsta platan sem ég keypti mér var The Wall með Pink Floyd en fyrsta bandið sem ég elskaði var Dire Straits, þvílíkir meistarar. Hvaða græjur varstu þá með? -Ég átti kassettutæki en í stofunni heima var ágætur plötuspilari sem við systkinin hertókum þegar foreldrar okkar brugðu sér af bæ. Pabbi var ekki mikið fyrir graðhestatónlist en hann var samt alveg sáttur við Pink Floyd, það er líka svolítið klassískur undirtónn í þeirra tónlist. Besta lagið til að hlusta á á hlaupum? -Á hlaupum er það Michael Jackson, Bad er grjót- hart lag ef maður vill hlaupa með smá attitjúti sem virkar örugglega ótrúlega kjánalega á þá sem mæta manni eða keyra framhjá. Hildur Eir og herrahundurinn Kári stíga dans. MYND: BJARNI EIRÍKSSON Skagfirskar skemmtisögur 4 – Miklu meira fjör „Skagfirðingar eru fyndnari en ég hélt“ Fjórða bindi hins geysivinsæla bókaflokks Skagfirskar skemmtisögur hefur litið dagsins ljós. Líkt og fyrri bindi hefur bókin að geyma gamansögur af Skagfirðingum og koma þær víða úr firðinum, að sögn Skagfirðingsins Björns Jóhanns Björnssonar blaðamanns, sem skrásetur gamansögurnar. Með útkomu þessa fjórða bindis eru sögurnar í heildina orðnar hátt í eitt þúsund talsins. Sögurnar koma frá Króknum og Skaganum, Lýtó, Fljótum, Óslandshlíð, Hofsósi, Viðvíkursveit, Hjaltadal, Blönduhlíð, Seyluhreppi og víðar. „Það er sérstakur kafli helgaður sögum af konum í Skagafirði, yfirleitt sagðar af konum. Ég fékk líka nokkrar óborganlegar sögur af fólki sem var uppi á Króknum á fyrstu áratugum 20. aldar, sögur sem ég held að fáir kunna orðið í dag eða hafa heyrt um,“ segir Björn Jóhann aðspurður um innihald bókarinnar að þessu sinni. Þá segist hann einnig verða að nefna sögurnar frá Hilmi Jóhannessyni. „Alveg einstaklega skemmtilegur maður hann Hilmir en ég hafði einhvern veginn aldrei þorað að hjóla í hann fyrr en núna. Ég sé ekki eftir því, við náðum vel saman og hann lét allt flakka.“ Björn Jóhann segir söfnun sagnanna hafa gengið vel að vanda og að hans mati hafi hún jafnvel orðið auðveldari með árunum ef eitthvað er. Fólk sé almennt jákvætt gagnvart því að láta hann fá sögur þó hann þurfi stundum að ganga lengur á eftir sumum en öðrum. Þá hefur fólk verið að gauka að honum sögum og hann fengið ábendingar úr ýmsum áttum, bæði með skemmtisögur og viðmælendur. Best þykir honum þó að hitta á fólk og fá sögurnar þannig beint í æð en stundum hafa þær komið í pósti, bæði með gamla laginu og rafrænt, eða með símtölum. En áttu þér uppáhalds gamansögu? –„Það er erfitt að gera upp á milli, þær eru margar góðar, en ætli ein sé ekki dálítið uppáhalds núna í fjórða bindinu. Þetta er saga sem ég heyrði af ömmu minni, Lóu frá Seylu, og mér fannst hún svo góð að ég ákvað að vitna í hana í formála bókarinnar. Ég ætla ekki að fara með söguna hér, menn verða bara að næla sér í eintak.“ Þegar blaðamaður spyr hvort von sé á 5. bindi Skagfirskra skemmtisagna seg- ist Björn engu lofa um það en að hann telji þó að þetta sé orðið ágætt í bili – sögurnar séu orðnar hátt í eitt þúsund. „Viðtökurnar hafa verið mjög góðar og ég er þakklátur fyrir þær. Skagfirðingar eru fyndnari en ég hélt og sögurnar margar í hverri sveit, nánast af hverjum bæ. Enn hef ég reyndar ekki náð að hitta á alla sem ég hef ætlað mér, þannig að það er aldrei að vita nema að framhald verði á einhvern tímann síðar meir. Kemur í ljós,“ segir Björn Jóhann að endingu. Bókaútgáfan Hólar gefur bókina út og hana má nálgast á svipuðum stöðum og áður, í Skagfirðingabúð, KS Varmahlíð og hjá Bjarna Har. Einnig í helstu bókaverslunum landsins og stórmörkuðum. Nokkrar góðar sögur má finna á víð og dreif í blaðinu og þakkar Feykir höfundi fyrir birtingaleyfið.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.