Feykir


Feykir - 27.11.2014, Blaðsíða 18

Feykir - 27.11.2014, Blaðsíða 18
2 01 41 8 ehf. Borgarmýri 1, Sauðárkróki og Oddagötu 22, Skagaströnd Bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á nýju ári Þökkum viðskiptin Mýs og menn (1968) og Íslandsklukkuna (1976), hvort tveggja í leikstjórn Gísla Halldórssonar. Hann segir frá því þegar Gullna hliðið var sett á svið árið 1948, þá var Eyþór Stefánsson leikstjóri og Guðrún Bjarnadóttir lék kerlinguna í Gullna hliðinu og sló alveg í gegn. „Fólk hélt ekki vatni yfir frammistöðu hennar á sviðinu. Svo var það tekið aftur 16 árum síðar, þá lék Anna Guðmundsdóttir þekkt leikkona, sama hlutverk í upp- færslu Þjóðleikhússins, þá sagði fólk hérna á Króknum: „Hún er ekki nálægt því eins góð og Guðrún,“ segir hann og hlær. „Við vorum fljót að taka upp hanskann fyrir okkar fólk.“ Störf hans í þágu Leikfélags Sauðárkróks fóru fram þannig að hann var jafnan kallaður út kvöldið fyrir frumsýningu, varð að klára að taka myndirnar um kvöldið, framkalla þær yfir nóttina og vera komin með þær í sýningarkassa daginn eftir. „Þetta var meiriháttar vinna að mynda svona leikrit, ég er nú hræddur um það - en það var ekki um annað að ræða.“ Alvöru ljósmyndir svart hvítar Tónlistin hefur einnig skipað stóran sess í lífi Stefáns en hann spilar á harmónikku og hefur gert að frá 13 ára aldri. Hann segir frá því þegar hann fékk harmónikku í fermingargjöf frá afa sínum og frænda. „Það var búið að vera algjör draumur, ég vissi að það voru engin efni á því heima en harmónikkur kostuðu stórpeninga líkt og þær gera í dag. En afi minn og frændi tóku sig saman og keyptu fyrir mig harmónikku. Árið eftir þá var maður farinn að spila á böllum,“ segir hann með bros á vör. Stefán segist hafa heillast af jazzi um leið og hann heyrði þá tónlist fyrst, um 1950, og stofnaði þá jazzklúbb í félagi við aðra, þá spiluðu þeir sjálfir og fengu gesti, m.a. Rúnar Georgsson og Björn Thoroddsen sem komu einu sinni til að spila sem og Guðmundur Ingólfsson, sem var þekktur píanisti í þá daga. Klúbburinn var starfræktur í tvö til þrjú ár. Þegar blaðamaður innir Stefán eftir hvort hann hafi haldið ljós- myndasýningu jánkar hann því, hann hélt eina sýningu í Safnahúsinu á Sauðárkróki árið 1980, sem hann nefndi Í gamni og alvöru, og var þar til sýningar sambland af ljósmyndum eftir Stefán og olíukrítarmyndir sem hann hafði teiknað. Mikil aðsókn var á sýninguna og seldist þó nokkuð af myndum, að sögn Stefáns. „Ég seldi nokkrar myndir og henti restinni. Ég hafði meira gaman af því að sýna ljósmyndir,“ segir hann og brosir. Stefán segist sjálfur vera mest hrifinn af svart hvítum myndum og að störfin sem fóru fram í myrkraherberginu hafi verið skemmtilegust. „Vinnan við svart hvítu myndirnar var langskemmtilegust. Maður byrjaði í svart hvítu, en liturinn kom ekki fyrr en löngu síðar - þá fannst manni alltaf að alvöru ljósmynd væri svart hvít,“ útskýrir hann. Einnig segir hann galla hve liturinn endist illa, nú sé hann mikið í að endurvinna myndir sem hann hafði tekið fyrir 20 árum síðan en hann hefur geymt allar þær myndir sem hann hefur tekið sjálfur í gengum tíðina. Síðustu ár hefur hann þó tileinkað sér stafrænu tæknina sem hefur fleygt fram og notast ein- heimsóknanna í botn, sjálfsagt miklu meira en fólkið. „Þetta er meiriháttar, við syngjum og ég spila stundum á nikkuna fyrir þau, og við erum að fletta í Skagfirskum æviskrám.“ Hann gefur fólkinu nokkrar vísbendingar og svo eiga þau að giska um hvern er verið að tala. „Þau hafa voðalega gaman af því, þau eru ótrúlega dugleg og það er sjaldan sem þau standa á gati.“ Þegar þau taka lagið segir hann að fólkið sem er haldið Alzheimer koma sterkt inn og að söngurinn lifi ótrúlega lengi í því fólki. Loks snýst umræðan að jólunum. Þegar Stefán var strákur fór hann alltaf með afa sínum í kirkju á aðfangadag. „Þá var kirkjan alltaf full. Ég man eftir því að það var orgelið sem hreif og músíkin, hitt fór svona fyrir ofan garð og neðan en músíkin var númer eitt.“ Hann segir eina af fyrstu minningum sínum tengda jólunum. „Ég sit upp á eldhúsborðinu hjá ömmu minni, þetta er áður en hún deyr árið 1940, þannig að ég gæti verið tveggja til þriggja ára gamall. Þessi minning situr eftir í mér, ég man að þvottabalinn stóð við hliðina á mér og greinilega búið að baða mig, þá voru ekki önnur böð en þvottabalarnir. Það er verið að klæða mig í ný náttföt og signa mig.“ Hann segir að hin fullkomnu jól eigi að vera í faðmi fjölskyldunnar og sjálfur fari hann suður til að eyða jólunum með syni sínum og barnabörnum. „Jólastemning byggist á því að vera með sínu fólki,“ segir hann að lokum. göngu við hana við myndatökur á stofunni. „Músíkin var númer eitt“ Stefán kvæntist Ingibjörgu Lúðvíks- dóttur árið 1966 og sama ár áttu þau soninn Árna Ragnar, sem nú er búsettur í Reykjavík þar sem hann starfar sem mannauðsstjóri hjá Fjármálaeftirlitinu. Ingibjörg lést fyrir 10 árum síðan eftir áralöng veikindi en hún greindist með MS sjúkdóminn ung að aldri, einungis 23 ára gömul. Stefán segir mikla vakningu hafa orðið um þennan sjúkdóm frá því þegar hún greindist en í þá daga höfðu fæstir heyrt hann nefndan. Hann segir sjúkdóminn erfiðan að mörgu leyti, ekki síst hvað hann er óútreiknanlegur. Hann gengur í bylgjum og hægt er að eiga þokkalega gott tímabil en svo getur komið kast og þá tekur langan tíma að jafna sig. Síðustu árin dvaldi Ingibjörg á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks og Stefán vandi komur sínar þangað á hverju kvöldi til að lesa fyrir hana og fleiri vini sína sem þar voru. „Hún hafði kannski minnst gaman af þessu en ég var að lesa fyrir fólkið, þetta voru allt vinir mínir. Eftir að hún dó þá hef ég farið þrisvar í viku. Fólk bíður eftir þessu.“ Hann bætir við að það sé lítið við að vera þarna á kvöldin, þannig að þau hafi gaman af því að fá heimsókn og hann sé þar í um klukkutíma. Sjálfur segist hann njóta S.B. tríóið. Stefán 15 ára með skólabræðrum sínum, Jóni Jósafatssyni á trommur og Auðunni Blöndal á saxófón. MYND Sævar Halldórsson Það birtir. Vatnslitamynd eftir Stefán. Bestu óskir um Gleðileg jól & farsælt nýtt ár Með kærri þökk fyrir viðskiptin á liðnu ári

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.