Feykir


Feykir - 25.11.2010, Side 3

Feykir - 25.11.2010, Side 3
Ingibjörg Sigurðardóttir, María Gréta Ólafsdóttir og Kristine frá Kvenfélagi Hólahrepps afhenda Þuríði Hörpu andvirði Óskasteinana. Gjöf til kvenfélagskvenna í Hólahreppi Fá allar Óskastein Kvenfélag Hólahrepps keypti á dögunum 40 Óskasteina af Þuríði Hörpu sem að þessu sinni hlaut árlegan styrk félagsins. Steinana ætla konurnar að gefa félagskonum í tilefni af 60 ára afmæli Kvenfélagsins og líka í gjafir þegar við á. Með gjöfinni fylgir ósk um gott gengi til handa Þuríði og eins kvennanna í félaginu. -Við viljum skora á önnur kvenfélög í Skagafirði að taka þetta til fyrirmyndar því steinninn er alltaf skemmtileg gjöf og málefnið er gott, segja konurnar. Starfsemi Kvenfélags Hólahrepps er hefðbundin starfsemi kvenfélags en þó segja konurnar að óvenjulegt við þetta kvenfélag sé lágur meðalaldur. –Það eru 23 konur í félag- inu og eru þær flestar virkar en í þessum hópi er tveir heiðursfélagar. Við erum til staðar í okkar umhverfi sem góðgerðafélag og bakhjarlar. Framundan eru hefðbundin störf vetrarins, en næsta sumar stefnum við á að fara á grasafjall auk þess sem við erum alltaf að brydda upp á einhverjum nýjungum í starfinu, okkur og öðrum til gleði og ánægju. Galleríið Djásn og dúllerí á Skagaströnd Opna jólamarkað Galleríið Djásn og dúllerí á Skagaströnd hefur opnað jólamarkað. Mikil jólastemning er í galleríinu og þar eru falleg handverk af ýmsum toga á boðstólum. Aðstandendur Djásna og dúllerís bjóða alla velkomna í heimsókn. Galleríið verður opið frá kl. 14 – 18 alla laugardaga og sunnudaga til jóla. Einnig verður opið á Þorláksmessu frá kl. 14 – 21. Eftir að hafa skoðað fjöl- breytt úrval sýningarmuna er notalegt að tylla sér með kaffibolla í stássstofunni og ylja sér við „snarkandi arineld“, hlusta á jólatónlist eða líta í bók. Þá verður öðru hvoru lifandi tónlist í boði en það verður nánar auglýst síðar, að því er fram kemur í tilkynningu frá galleríinu. Söluvörur eru fjölbreyttar og er best lýst í eftirfarandi vísu: Málverk, bjöllur, myndir, prjón, möndlur, gler og sokkar. Gjafavara gleður sjón í galleríi okkar. 2010 3 Byggðasaga Skagafjarðar V. bindi er komið út. Bókin fjallar um jarðir í Viðvíkurhreppi og Rípurhreppi. Bókin fæst í Safnahúsinu á Sauðárkróki og kostar þar 15.000 krónur. Nú er hægt að kaupa öll 5 bindi Byggðasögunnar á tilboðsverði. Kr. 45.000. Hægt er að óska eftir greiðsludreifingu sé haft samband við útgáfuna. Sölumenn munu heimsækja félagsmenn Sögufélags í Skagafirði og bjóða bókina. Sími 453 6261 / 453 6640 Netfang: saga@skagafjordur.is Heimasíða: http://sogufelag.skagafjordur.is Það þykir öllum gaman að koma í Djásnin. Húnaþing vestra Hvattir til að lýsa kröfum í þrotabú Spari- sjóðsins Stjórn Félags stofnfjár- eigenda í fyrrum Sparisjóði Húnaþings og Stranda, (SSPHUN), hvetur þá aðila sem tóku þátt í stofnfjárauk- ningunum árið 2007 og fjármögnuðu kaupin með lánsfé frá Sparisjóðnum, til að lýsa kröfum í búið í von um að til skulda- jöfnunar komi. Þetta er gert að höfðu samráði við lögmann SSPHUN en frestur til þess að lýsa kröfum í þrotabúið rennur út þann 10. desember nk.

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.