Feykir - 25.11.2010, Qupperneq 22
20102 2
2 dl. þeyttur rjómi
Hálf dós blandaðir ávextir
75 gr. suðusúkkulaði
saxað niður
Vökvinn er sigtaður frá ávöxt-
unum en síðan er öllu blandað
saman. Gott að láta standa í
ísskáp í smá stund áður en salatið
er borið fram.
Sírópskökur
200 gr. smjörlíki
200 gr. sykur
300 gr. hveiti
1 eggjarauða
1 1/2 msk. síróp
1/2 tsk. kanill
1 tsk. vanillusykur
Deigið rúllað upp í rúllur sem
eru síðan flattar út. Lengjurnar
penslaðar með eggi og perlusykri
dreift yfir. Bakað við 180 gráður
þar til fallegur litur kemur á
lengjurnar.
Lengjurnar eru síðan skornar
í snittur strax eftir bakstur.
Ávaxtasalat
& sírópskökur
að hætti l0uríðar Hörpu Sigurðard
óttur
l
Matreiðslubók
fyrir fátæka og ríka
Uppskriftin að
umslögum er úr
m at r e i ð s l u b ó k
ömmu Elínborgar
sem heitir Mat-
reiðslubók og
er eftir Jóninnu
Sigurðardóttur.
Þessi bók er
frá 1943 og er
fjórða útgáfa.
Upphaflega gaf
Jóninna bókina
út 1915 og þá kallaðist hún
Matreiðslubók fyrir fátæka og
ríka. Bókin varð strax mjög vinsæl
og var að koma í endurbættum
útgáfum til 1943. Það var síðan
bróðurdóttur hennar sem tók
við vinsældunum, en árið 1947
kom hin sívinsæla matreiðslubók
Matur og drykkur eftir Helgu
Sigurðardóttur.
- - - - -
Þegar ég hugsa um brauð og kökur
sem tengjast minni bernsku þá
kemur ömmubrauð fyrst upp
í hugann. Ömmubrauð með
ömmukæfu, ekkert jafnaðist á við
það. Þetta var hveitibrauð sem
amma mín Þorgerður bakaði í
svokölluðum Gúndaofni, það var
færanlegur rafmagnsofn sem var
eins og pínulítið geimskip með
glugga ofaná. Ofninn rúmaði einn
brauðhleif. Brauðið hennar ömmu
var lyftiduftsbrauð og féll í ónáð
þegar gerbakstur komst í tísku
á unglingsárum mínum minnir
mig.
Nú þegar lyftiduftsbrauð eru
aftur komin inn úr kuldanum datt
mér í hug að baka Ömmubrauð
aftur og líka nýtísku heilsu-lífræna
útgáfu. Ég lagðist á smá könnun
á þessum sveiflum milli gers og
lyftidufts og fann út að endurkoma
lyftiduftsins tengist líklega geróþoli
sem virðist vera nokkuð um nú til
dags. Þar með er ekki allt komið
því svo eru sumir með hveitióþol
eða velja sig frá hvítu hveiti og þá
verður að velja rétt lyftiduft. Já það
er vandlifað nú til dags.
Um lyftiduft
Lyftiduft er í grunninn búið til úr
sýru, basa og fylliefni sem gegnir
þeim tilgangi að verja efnin fyrir
raka og lengja þannig líftíma
þeirra og einnig að auðvelda
mælingar með því að auka magnið
sem mælt er.
Tvær uppskriftir að lyftidufti er
í Matreiðslubók Jóninnu Sigurðar-
dóttur.
Lyftiduft 500 gr. vínsteinsduft
- kremor tartari
250 gr. matarþvol - natron
100 gr. kartöflumjöl
Lyftiduft 325 gr. vínsteinsduft
225 gr. matarþvol
25 gr. kartöflumjöl
25 gr. hjartarsalt
Þetta bendir til að húsmæður hafi
búið til sitt eigið vínsteinslyftiduft
en það er einmitt það nýjasta
innan hollustuáráttunnar og
inniheldur nokkurn veginn það
sama og uppskrif 1 hér að ofan.
Munurinn á nýjasta lyftiduftinu
og því sem við erum flest vön
að nota er að það hefðbundna
inniheldur sodium pyrofosfat
(sem ég kann ekki að nefna öðru
nafni), matarsóda og hveiti en það
sem kallast vínsteinslyftiduft og er
til sölu núna inniheldur potassium
hydrogen tartrate (það er vínsteinn
sem kallast cream of tartar á ensku),
matarsóda og maissterkju.
Ég hef líka
lesið í gömlum
bókum að í stað
einnar teskeiðar
af lyftidufti sé
hægt að nota
hálfa af vínsteini
og fjórðung af
matarsóda, það
þarf ekki að vera
neitt mjöl.
Nóg um lyfti-
efnin. Þá koma loks
uppskriftirnar. Ég
bakaði ömmubrauð
og ömmubrauð
með nýjum
áherslum. Einn stór brauðhleifur
fæst úr hvorri uppskrift.
Ömmubrauð
500 gr. hveiti
1 msk. sykur
1 tsk. salt
6 tsk. lyftiduft
Mjólk eftir þörfum, ef notuð er
súrmjólk með verður að setja
örlítið af sóda og ekki hafa mjög
blautt.
Bakað í 180 - 200 °C í klukkutíma
eða þar til orðið er gullið og
hljómar vel þegar bankað er á það.
Ömmubrauð
með nýjum áherslum:
300 gr. fínmalað lífrænt
ræktað spelt
200 gr. heilmalað
íslenskt hveitikorn
1 msk. hrásykur eða agavesíróp
6 tsk. vínsteinslyftiduft
1 tsk. sjávarsalt
eða himalæjasalt
5-6 dl. mjólk
og AB mjólk blandað saman
Bakað eins og að ofan.
Þetta brauð er gott með hverju
sem er, best með smjöri ömmukæfu
sem er venjuleg kindakæfa, soðin
og hrærð en ekki hökkuð. Og
auðvita með glasi af kaldri mjólk.
Þetta er jú bernskuminning.
Umslög, ömmubrauð & lyftiduft
l0óra Björg Jónsdóttir skrifar l