Feykir - 29.11.2012, Blaðsíða 2
Þannig endar kunnur jólasöngur sem öll börn læra snemma á
ævinni. Jólasöngvar, jólalög, jólaföndur jólaboðskapur. Allt er
þetta hluti af heimi bæði barna og fullorðinna þegar sá tími
ársins rennur upp sem við köllum jól.
Nú mun ég upplifa mín fyrstu jól á Hólum í Hjaltadal,
þessum sögufræga stað þar sem jól hafa verið haldin allt frá
kristnitöku. Það er spennandi tilfinning að fá að upplifa jólin á
nýjum stað, þó langflest okkar
séum íhaldssöm á jólasiði
okkar og viljum helst hafa allt
eins frá ári til árs. Þessari til-
finningu fylgir eftirvænting
um það hvernig verður að
upplifa jólin á þessum helga
stað.
Síðast liðin tólf ár hef ég
upplifað jólin á hinum sögu-
fræga stað Möðruvöllum í
Hörgárdal, þar sem ég hef
þjónað sem prestur undan-
farin ár. Þar hvílir vissulega
mikil saga yfir vötnum og mikil helgi. Þó er ég þess fullviss að
á hinu forna biskupssetri hvíli enn meiri helgi. Hér hafa
kynslóðirnar gengið til tíða og fengið að heyra jólaboðskapinn
um aldir.
Jólaboðskapurinn hefur alltaf nýjan og nýjan hljóm ár hvert
þó innihaldið sé það sama. Jólin boða okkur að Guð gerðist
maður í Jesú Kristi til að sýna okkur kærleikann í verki. Guð
kom í litlu barni til að hreyfa við þeim tilfinningum innra með
okkur sem nýfædd börn gera í hvert sinn sem þau birtast í
þessum heimi.
„Guð er með okkur“ segja jólin við okkur í öllum aðstæðum
lífs okkar hvort sem við erum ung eða gömul, veik eða sterk, rík
eða fátæk. Guð vill mæta okkur í öllum aðstæðum lífsins.
Hann vill gefa okkur styrk þegar okkur finnst við vera veik og
hann vill gefa okkur kraft til að lifa við erfiðar aðstæður. Guð
vill líka gleðjast með okkur þegar við fögnum og kætumst.
Um allt land munu hringja kirkjuklukkur á aðfangadags-
kvöld. Alls staðar munu kirkjuklukkur hljóma á jóladag og
annan í jólum. Þá koma ungir og gamlir saman til að njóta
jólaboða með ættingjum og vinum. Þegar við heyrum kirkju-
klukkurnar hljóma skulum við minnast þess að þá er Guð að
kalla okkur til kirkju.
Kirkjan er kölluð til að boða fagnaðarerindið um að Jesús
fæddist inn í þennan heim af því að Guð elskar okkur. Því
skulum við hlýða kalli kirkjuklukknanna og koma þangað sem
við fáum að heyra þetta fagnaðarerindi. Þar fáum við líka að
syngja með jólasálmana fallegu um barnið sem fæddist í
Betlehem og þar fáum við að njóta gleðinnar sem skín úr hverju
andliti þegar kveðjan hljómar: Gleðileg jól!
Ég á þess ósk heitasta að þjóðin öll finni hjá sér löngun og
þrá til að koma til kirkju á jólum og þegar við göngum úr kirkju
þá fylli sú tilfinning hjartað sem segir: Hingað langar mig að
koma fljótt aftur!
Guð gefi okkur öllum gleðiríka jólahátíð.
Sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir
Sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir biskup á Hólum
„Þá var hringt í Hólakirkju
öllum jólabjöllunum”
ÚTGEFANDI
Nýprent ehf. Sauðárkróki
Sími 455 7176, feykir@feykir.is
RITSTJÓRI & ÁBYRGÐARMAÐUR
Páll Friðriksson
palli@feykir.is
BLAÐAMAÐUR
Berglind Þorsteinsdóttir
berglindth@feykir.is
LAUSAPENNI
Hrafnhildur Viðarsdóttir
hrafnhv@nyprent.is
FORSÍÐUMYND
Óli Arnar Brynjarsson
AUGLÝSINGASÖFNUN
Hrafnhildur Viðarsdóttir
UMBROT & PRENTUN
Nýprent ehf.
Jólablaðið er prentað
í 3600 eintökum og er dreift
frítt í öll hús í Skagafirði og
í Húnavatnssýslum.
2 01 22
20
12
Ég greindist með kímfrumu-
æxli í miðmæti síðasta vor.
Það þýðir á mannamáli að
ég fékk krabbameinsæxli
á milli lungnanna. Ég fór
í fimm lyfjameðferðir sem
gerðu nákvæmlega það sem
þær áttu að gera, þær gengu
frá meininu. Þann fyrsta
nóvember síðastliðinn fór ég
svo að endingu í skurðaðgerð
í Bandaríkjunum, þar
sem afgangur æxlisins var
fjarlægður.
Læknar eru sammála um að
meðferðin öll hafi gengið eins
og í sögu. Hún hafi beinlínis
verið eins og skólabókardæmi
um velheppnaða krabbameins-
meðferð. Ég var heppinn.
En það átti eftir að sýna sig
hversu heppinn. Skagfirðingar
stóðu á fætur, hver sem einn og
settu hnefann í borðið. „Þau
eru okkar fólk, þau þurfa á
hjálp að halda og það stendur
ekki á okkur!“ Þetta voru
skilaboðin sem við fengum:
Við erum fjölskylda, við
ætlum að standa með ykkur.
Og það gerðu Skagfirðingar.
Okkar fólk tók áskoruninni
og lét ekki sitt eftir liggja.
Eftir stóðum við, orðlaus yfir
velgjörðinni og eigum langt í
land með að ná okkur enn. En
við viljum þakka fyrir okkur.
Fyrst og fremst viljum við
nefna Sigfús, Pétur, Óskar og
Gísla Péturssyni, sem héldu
okkur svo eftirminnilega tón-
leika í sumar, og Sigga Dodda
og Kristínu á Ólafshúsi, sem
af fádæma mannelsku létu
afkomu heils dags í pizzusölu
renna til okkar. Við þökkum
skokkhópnum á Sauðárkróki
fyrir rausnarlegt framlag með
áheitasöfnun sinni.
Við þökkum þeim fjöl-
mörgu sem komu að hlusta
á bræðurna og keyptu pizzur
af Ólafshúsi. Við þökkum
ótal fyrirtækjum, félögum og
einstaklingum sem styrktu
okkur beint eða óbeint.
Aðstoð ykkar allra hefur
verið ómetanleg. Þið hafið
Af kærleik náungans
Stefán Jökull Jónsson skrifar
Þegar stórhríðin geisaði yfir
landið helgina 17. og 18.
nóvember urðu nokkrir
listamenn Nes listamið-
stöðvar á Skagaströnd
veðurtepptir og þurftu að
gista nóttina í miðstöðinni.
Samkvæmt Melody Wood-
nutt framkvæmdastjóra lista-
miðstöðvarinnar hafði verið
videokvöld fyrr um kvöldið
en eftir það komust nokkrir
þeirra ekki til síns heima, þ.e.
þeir dvelja á Mánabraut sem
er hinum megin við höfnina.
„Þeir lögðu af stað og héldu
sippubandi sín á milli sín svo
þeir myndu ekki tína hver
öðrum í hríðinni. Þegar þeir
voru rétt komnir framhjá Sam-
kaupum þá varð þeim ljóst að
þeir kæmust ekki alla leið og
ákváðu að snúa aftur,“ sagði
Melody og bætir við að þeir
ákváðu að gera gott úr þessu
og hreiðruðu um sig fyrir
nóttina. „Einn listamaðurinn
hefur verið að vinna að hljóð-
innsetningu með kistum og
gisti hann nóttina í kistunni
með nýjar gærur sem hann
hafði keypt sér frá Sútun á
Sauðárkróki. Hinir létu sér
duga púðana og teppin sem
til eru í listamiðstöðinni.
Sem betur fer höfðum við
Sváfu með gærur og teppi
Veðurtepptir í Listamiðstöðinni á Skagaströnd borðað saman kvöldmat fyrir
vídeókvöldið og því var nægur
matur afgangs,“ útskýrði
Melody sem tekur fram að
veðrið hafði verið skelfilega
slæmt. Melody vitjaði þeirra kl.
7:30 morguninn eftir.
„Þetta var bara ævintýri
fyrir okkur. Það var líka óveður
þegar nokkrir listamenn komu
til landsins í október og voru
þeir veðurtepptir í fjóra daga í
Reykjavík. En þeir taka þessu
öllu með jafnaðargeði og gera
gott úr þessu, m.a. með því
að fara á Iceland Airwaves
tónlistarhátíðina þegar þeir
voru í Reykjavík og í þetta
sinn fundu þeir sér ýmislegt
til afþreyingar, eina sem þeir
sögðu að hafi vantað var vískí,“
sagði Melody og brosti. /BÞ
gefið og gefið af ykkur. Þið
hafið hjálpað svo mikið.
Vissulega voru fleiri en bara
Skagfirðingar sem lögðu hönd
á plóg. Ég vona að okkur sé
fyrirgefið, en okkur brestur
algerlega minni þegar kemur
að því að segja hver gerði hvað,
enda hafið þið líka sagt okkur
að gera ekki slíkt, heldur þiggja
hjálpina og nota hana. Enda
sagði góður maður við okkur:
„Þið bara gerið svo vel og leyfið
fólki að hjálpa og þú lætur þér
batna í staðinn!“ Gott og vel,
skal gert.
Við erum enn orðlaus
vegna alls þess sem okkur
hefur hlotnast. Við erum
orðlaus yfir fórnfýsinni, ósér-
hlífninni, hjálpseminni og
góðmennskunni sem okkur
hefur verið sýnd. Við erum
hrærð, þakklát og auðmjúk.
Við erum stolt af því að vera
Skagfirðingar.
Takk fyrir okkur,
Stefán Jökull,
Viktoría Sigrún,
Herdís Ósk og
Ásrún Fjóla
Lengjubikarinn kominn á Krókinn
Tindastóll sýndi sínar bestu hliðar í Stykkishólmi
Körfuboltalið Tindastóls fór frækna för til Stykkishólms um síðustu helgi þegar leikið var til úrslita í Lengju-
bikarnum. Á föstudaginn sigraði liðið Þór Þorlákshöfn naumlega 82-81 og í úrslitaleiknum daginn eftir voru
heimamenn í Snæfelli lagðir með 96 stigum gegn 81. Myndin er tekin á Mælifelli síðastliðið laugardagskvöld
þegar stuðningsmenn Stólanna tóku á móti köppunum og fögnuðu innilega þegar bikarinn var borinn í hús. /PF