Feykir


Feykir - 29.11.2012, Síða 20

Feykir - 29.11.2012, Síða 20
20122 0 300 g sykur 100 g smjör 2 egg 200 g hveiti 1 tsk kanill 1 tsk negull 1 tsk matarsódi ½ tsk salt 80 g heslihnetuflögur 100 g marsipan skorið í litla teninga 2 epli Aðferð: Hrærið sykur og smjör létt og ljóst í hrærivél með spað- anum. Sláið eggin saman og hrærið þau saman við. Blandið öllum þurrefnunum saman ásamt marzipani og hnetunum, setjið út í deigið og hrærið rólega. Flysjið eplin, kjarn- hreinsið þau og skerið í litla bita. Blandið þeim saman við og hrærið eins lítið og mögulegt er svo að eplin kremjist ekki. Setjið deigið í skúffukökuform og bakið kökuna við 180°C í u.þ.b. 30 mín. eða í hringlaga form (22 sm í þvermál) og bakið í u.þ.b. 40 mín. Kælið kökuna aðeins og setjið á disk. Hellið karamellusósunni yfir og berið fram með þeyttum rjóma. Karamellusósa: 4 msk smjör 1 dl púðursykur 2 msk rjómi Aðferð: Smjör og púðursykur brætt saman og látið sjóða í um 1 mín. Rjóminn er svo hrærður saman við og látið malla pínu. Vanilluís að hætti Aðalheiðar Jónsdóttur Jólaglögg óáfengt frá Hildu fyrir 2-3 500 ml hreinn trönuberjasafi (e. cranberry juice) 500 ml hreinn eplasafi 2 kanilstangir 4 negulnaglar 2 msk agavesíróp (eða meira fyrir sætara bragð) safi úr hálfri sítrónu 1 lófafylli heilar möndlur 1 lófafylli rúsínur Aðferð: Setjið trönuberjasafa, eplasafa, kanilstangir, negulnagla og agavesíróp í lítinn pott. Látið suðuna koma upp og leyfið blöndunni að malla í um 5-10 mín. Fjarlægið negulnagla og kanilstangir (ef þið viljið sterkara bragð þá má hafa þetta lengur út í). Setjið sítrónusafann út í og látið malla í 2-3 mín. Rétt áður en bera á drykkinn fram má bæta rúsínum og möndlum út í (einnig getur hver og einn sett í sinn bolla). Gott er að hafa í huga að láta rúsínurnar og möndlurnar ekki liggja mjög lengi í pottinum, setjið þær frekar oftar út í það er girnilegra. Súkkulaðidöðlubitar að hætti Elfu 200 g smjör 500 g döðlur, saxaðar 120 g púðursykur 150 g rice crispies 200 g Siríus konsum suðusúkkulaði 3 msk matarolía Aðferð: Bræðið smjörið í potti og bætið döðlunum og púðursykrinum saman við og hrærið saman þar til döðlunar mýkjast. Hellið rice crispies saman við og setjið í form. Setjið formið í frysti í 10 mín. Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði og hellið matarolíunni saman við. Hellið yfir rice crispies blönduna og frystið í um það bil 30 mín. Skerið í bita og berið fram. 7 eggjahvítur 500 g flórsykur 250 g möndlur, fínt hakkaðar 200 g Ríssúkkulaði, fínt brytjað Aðferð: Stífþeytið eggja- hvíturnar og blandið sykri og möndlum varlega útí. Síðan er Ríssúkkulaðið sett saman við. Þetta er sett í eldfast mót og bakist í u.þ.b. 25 mín. á 160°C. Skreytið með glassúr, ávöxtum eða með því sem hugurinn girnist. Gott að bera fram með rjóma. Kræsingar að hætti Stuðklúbbsins Kidda Stuðklúbburinn Kiddi er saumaklúbbur sem samanstendur af tíu konum á Blönduósi. Þar af eru sjö þeirra Eplakryddkaka með marsipan & karamellusósu að hætti Hildu Efri röð frá vinstri: Ranna, Greta, Sunna með Örvar Hólm, Hilda og Kristín Ósk. Neðri röð frá vinstri: Kristín Ingibjörg, Guðrún Björk og Elfa. Á myndina vantar tvær, þær Katrínu og Guðnýju. Möndlurísgott að hætti Kristínar Ingibjargar SAMANTEKT Berglind Þorsteinsdóttir MYNDIR Berglind / Páll í sömu fjölskyldu og má segja að Kristín Lárusdóttir, betur þekkt sem Didda á Bakka í Vatnsdal, sé ættmóðir klúbbsins en hún er amma fjögurra kvenna í hópnum og þrjár eru giftar í fjölskylduna. Stuðklúbburinn Kiddi hittist um það bil einu sinni í mánuði ásamt því að fara saman á þorrablót, í sumarbústað og halda grillveislu á sumrin þar sem makarnir fá að vera með. Í desember halda þær jólaklúbb þar sem þær borða góðan mat, skiptast á pökkum og njóta góðra jólastunda. Feykir leitaði til Stuðklúbbsins sem lumaði á nokkrum gómsætum uppskriftum.

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.