Feykir - 29.11.2012, Síða 36
20123 6
Jólalúkkið 2012
Gylltur glamúr gamla tímans
Fröken Fabjúlöss tók það upp á
sína arma að sjá um förðunina
á bjútíkvínið, og til þess að
glamúrpíurnar í hópi lesenda
Feykis ættu sem hægast um
vik að endurgera förðunina á
eigin andliti ákvað hún að nota
eingöngu Lancome vörurnar
sem allar eru fáanlegar í Lyfju.
Förðun
Í farða notaði hún Teint
Miracle meik og Majeure
Excellence púður. Í skyggingu
var Star Bronzer burstinn
brúkaður ásamt kinnalit
og nýja blush highlitghter
púðrinu. Á augunum fékk
jólalúkk Lancome að skína
skært, Fil d'Or og Fil d'Bronze
voru notaðir ásamt litla sæta
döstinu; La Belle Étoile.
Til þess að ná fram dýpri
skyggingu doppaði hún svo
svörtum augnskugga rétt í
ytri augnkrókinn og blandaði
hann út. Svarti Liner Plume
eyelinertússinn var notaður í
liner og lúkkið svo fullkomnað
með Hypnose Star. Á vörunum
fékk svo hinn ó svo rauði og
jólalegi Topaz Ecstasy að njóta
sín til fulls!
UMSJÓN
Hrafnhildur Viðarsdóttir
Á jólunum smella allir sér í
sparigallann, Gunna fer í nýju
skóna og Solla er á bláum kjól og
þetta veit Fröken Fabjúlöss! Þess vegna ákvað hún að sanka
að nokkrum útvöldum úr tískuelítu Skagafjarðar: Agnesi
hárgreiðslugúrúi á Móðins, hinni ókrýndu tískudrottningu
Sauðárkróks Önnu Siggu, Pétri ljósmyndaséníi ásamt
Gunnhildi ljósmyndanema, og síðast en langt frá því að
vera síst henni Maríu Ósk ofurfyrirsætu, og í sameiningu
var skellt í eitt jólalúkk! Hugsjónin á bak við útlitið var
klassískur glamúr í bland við nýjustu tísku og útkoman
minnir á fegurðardísir gömlu Hollywood!
Því næst tók hún neðsta
hlutann og túberaði í smá
hnút. Svo var hárið, sem hún
hafði geymt um stundarsakir
á hinni hliðinni, krullað
með sléttujárni og setti yfir
túberaða hnútinn. Eftir þetta
var fléttan góða tekin og sett
yfir hnútinn.
Útkoman, eins sjá má á
myndunum, er einstaklega
rómantísk hárgreiðsla sem
minnir að mörgu leyti á
fegurðardísir Hollywood í
kringum 1930-40 með nú-
tímalegum blæ. Jólalegt, fall-
egt og elegant!
Fatnaður
Til þess að fullkomna mynda-
þáttinn mætti tískudrottn-
ingin Anna Sigga galvösk til
leiks með kjól, skart og skó
í farteskinu. Jólakjólatískan
í ár einkennist af pallíettum
og glansandi efnum líkt og í
kjólnum sem fegurðardísin
klæðist á myndunum.
Við múnderingar á þessum
gæðaskala er ekki annað hægt
en að vera í háum hælum og
þar sem platformskórnir eru
að æra landann þessa dagana
ákvað drottningin að þeir yrðu
notaðir.
Hár
Meistarastykkið hún Agnes
sá um hár hefðarmeyjarinnar
og byrjaði hún á að flétta fasta
fléttu frá annarri hliðinni og
fléttaði hana þvert yfir miðju
hársins, setti teygju í það og
geymdi svo til frekari afnota.