Feykir


Feykir - 28.11.2013, Síða 2

Feykir - 28.11.2013, Síða 2
2 01 32 Þarfnast þú handa minna, Drottinn, til að geta hjálpað, sjúkum, fátækum og nauðstöddum? Drottinn, í dag vil ég gefa þér hendur mínar. Þarfnast þú fóta minna, Drottinn, til að geta vitjað þeirra, sem einmana eru og án vonar? Drottinn, í dag vil ég gefa þér fætur mína. Þarfnast þú vara minna, Drottinn, til að geta talað til allra þeirra, sem þrá kærleiksríkt orð og viðmót? Drottinn, í dag vil ég gefa þér varir mínar. Þarfnast þú hjarta míns, Drottinn, til að geta elskað skilyrðislaust sérhvern mann? Drottinn, í dag vil ég gefa þér hjarta mitt. Þannig hljóðar bænaljóðið ,,Í dag vil ég gefa þér“ eftir móður Theresu heitna og er viðeigandi að íhuga í aðdraganda jólanna. Þegar við undirbúum fæðingar- hátíð frelsarans og fögnum stærstu og mestu kærleiksgjöf sem mannkyni hefur hlotnast, Guðssyni Jesú Kristi. Með fæðingu hans sem og ræðum, sögum og verkum fengum við innsýn í guðdóminn og til hvers Guð ætlast af okkur. Yfirskrift tilætlunar Guðs af okkur mætti ramma inn og segja: ,,Í dag skaltu gefa“ og ljóð móður Theresu er andsvar við þessu boði Guðs. Það voru ekki allir tilbúnir að gefa eða veita liðsinni þegar Jesús kom í okkar heim eins og segir frá í jólaguðspjallinu. María og Jósef fóru hús úr húsi þegar þau komu til Betlehem í leit að gistiskjóli. Enginn var tilbúinn að gefa sér tíma fyrir þau, hliðra til eða veita þeim liðsinni þrátt fyrir að María væri komin á steypirinn. Helgisögur sem tengjast jólaguðspjallinu leiða að því líkum að síðasti gistihúseigandinn sem þau knúðu dyra hjá hafi miskunnað sig yfir þau og bent þeim á að þótt gistihúsið væri fullt þá væri bakatil gripahús sem þau gætu vissulega gist í ef þau kærðu sig um. Þau þáðu þann velgjörning og stimpluðu sig inn í gripahúsið. Í þessu vinabragði gistihúseigands sjáum við skýrt dæmi um það hvað það getur alið af sér mikinn kærleik og ómetanlega hjálpsemi þegar menn endurskoða hug sinn og jafnvel hugsa með hjartanu í stað þess að svara með stífni, kaldlyndi og ósveigjanleika. Hvar sem í stétt við stöndum og hversu erfið sem viðfangsefnin eru sem við fáum í fangið þá megum við ekki gleyma því að starf okkar og lífið allt er með einum eða öðrum hætti þjónusta við náungann. Biðjum Guð að gefa okkur þolinmæði og skynsemi, virðingu og hugrekki í þeirri þjónustu. Ef við förum af stað með þessi bænarorð á vörum þá munum við finna að í hverju og einu okkar er fólginn styrkur, sem öllu myrkri getur eytt. Árin eftir hrun hafa verið mörgum fjöl- skyldum þung í skauti. Margir hafa verið að þreyja efnahagslegan þorra undanfarin ár. Þó svo að þorrinn sé ríkjandi í efnahagnum og óljós veðurspá framundan þá skulum við hlusta á spána í ljósi ritningarorða Jesaja spámanns: ,,Sú þjóð sem í myrkri gengur sér mikið ljós.“ Það er mikil von fólgin í þessum texta. Ljósið er komið í heiminn til þess að miðla okkur af sinni miklu visku og þekkingu, við þurfum sérstaklega á kærleiksboðskap heimsljóssins að halda, leyfum ljósinu að vinna í okkur. Gleymum því ekki að Guð getur snúið öllu til góðs. Sigurbjörn heitinn Einarsson biskup sagði gjarnan: „Guð getur ofið ljós úr skuggunum.“ Leyfum ljósinu að stilla okkur af. Leyfum ljósinu að ráða viðhorfi okkar og framkomu til annarra þannig að við megum komast að raun hvað er okkur dýrmætast; fjölskyldan, vinirnir, samstarfsfélagarnir, náung- inn. Laxness sagði einu sinni: „Miskunnsemin er það fyrsta sem deyr í hörðu ári.“ Við höfum lifað hörð ár með tilliti til þeirra ára sem við lifðum þar á undan – velmegunar- áranna. Umræðumenningin og skoðanaskiptin, sérstaklega á netmiðlum, hafa harðnað í kjölfar þess að harðnað hefur á dalnum og miskunnsemin verið skilin eftir úti í kuldanum. Við þurfum að endurvekja prúða og drengilega umræðu- hefð. Takast á um máliefnin en sýna þann þroska að láta persónulegar þrætur ekki lita skoðanaskiptin. Muna að manneskjan að baki skoðununum er dýrmæt. Þess vegna er mikilvægt að leggja sig fram í kristnum anda; að hugsa hlýlega um, að tala vel til og að gjöra náunganum gott. Góðar og hlýjar hugsanir, orð og gjörðir til handa náunga okkar eru óendanlega mikilvægar vörður á leiðinni til þess að bæta samfélag og þjóðfélag. Það heitir að lifa trú sína. Það er mikill kraftur fólginn í góðvilja, góðsemi og trú sem starfar í kærleika.Við vitum til hvers við viljum verja lífinu. Ekkert er meira virði en lifandi fólk. Ástvinir, vinir og samferða- fólk gegnum lífið. Á jólum verða okkur þessi augljósu sannindi hugstæð. Enda birtist í helgri jólahátíð kjarni kristinnar trúar; þ.e. ábyrgð okkar gagnvart náunganum, lífinu og höfundi þess. Með trú og trausti til hans, göngum við bjartsýn og brosandi til komandi hátíðar. Með hendur, tilbúnar að hjálpa nauðstöddum. Með fætur, tilbúnar að vitja einmana. Með varir, tilbúnar að mæla kærleiksríkt orð í eyra. Með hjarta, tilbúið að elska náungann skilyrðislaust. Megi Drottinn Guð gefa þér og þinni fjölskyldu gæfuríka aðventu og gleðileg jól. Sr. Magnús Magnússon Sr. Magnús Magnússon prestur á Hvammstanga Jólahugvekja ÚTGEFANDI Nýprent ehf. Sauðárkróki Sími 455 7176, feykir@feykir.is RITSTJÓRI & ÁBYRGÐARMAÐUR Páll Friðriksson palli@feykir.is BLAÐAMAÐUR Kristin Sigurrós Einarsdóttir kristin@feykir.is LAUSAPENNAR Guðrún Sif Gísladóttir Hrafnhildur Viðarsdóttir FORSÍÐUMYND Pétur Ingi Björnsson, tekin í Glaumbæ. AUGLÝSINGASÖFNUN Hrafnhildur Viðarsdóttir UMBROT & PRENTUN Nýprent ehf. Jólablaðið er prentað í 3600 eintökum og er dreift frítt í öll hús í Skagafirði og í Húnavatnssýslum. 20 13 Bókaútgáfan Hólar hefur gefið út Skagfirskar skemmtisögur 3 – enn meira fjör! í samantekt Björns Jóhanns Björnssonar, blaðamanns og Skagfirðings. Eins og titillinn ber með sér er þetta þriðja bindið með gamansögum af Skagfirðingum. Fyrri bækur hafa slegið í gegn og farið á metsölulista bókaverslana. Viðtökur hafa ekki aðeins verið góðar í Skagafirði heldur um allt land. Nú koma um 250 sögur til viðbótar og alls eru sögurnar því orðnar um 700 talsins í þessum þremur bindum. Nú koma enn fleiri sögur af kaupmanninum Bjarna Har sem og héraðshöfðingjunum Halla í Enni, Friðriki á Svaða- stöðum, Dúdda á Skörðugili, Bjarna Marons og Pálma Rögnvalds og hinum síkátu Álftagerðisbræðrum og nágr- önnum þeirra. Óborganlegar gamansögur eru einnig af Jóhanni í Kúskerpi, Jóni Eiríkssyni Drangeyjarjarli, Birni gamla í Bæ, Ragga Sót og afa hans, og fyndnum Fljóta- mönnum eru gerð sérstök skil. Einnig er komið við á Króknum, Hofsósi og í Óslandshlíð, Viðvíkursveit, Hjaltadal, Blönduhlíð, Seyluhreppi og Staðarhreppi. Þá koma við sögu þjóðkunnir einstaklingar sem orðið hafa á vegi Skagfirðinga með einum eða öðrum hætti, m.a. nóbelsskáldið Halldór Laxness. Í bókinni er sérstakur kafli helgaður Ýtu-Kela, sem Norðlendingar muna margir vel eftir, en skrásetjari komst yfir ómetanlegar upptökur með Kela sem var stór- skemmtilegur sögumaður og þjóðsagnapersóna í lifanda lífi. Sagðar eru sögur af sam- ferðamönnum Kela í Skagafirði og Þingeyjarsýslum. Nokkrar góðar sögur má finna á víða og dreif í blaðinu og þökkum við höfundi fyrir birtingaleyfið. /PF Gamansögur af Skagfirð- ingum streyma fram Skagfirskar skemmtisögur 3 – enn meira fjör! 1 Notaðu aðeins bestu fáanlegu hráefni. 2 Gerðu ekki innkaupin sama dag og þú átt von á gestum. 3 Hafðu það einfalt. Því einfaldara, því betra. Það er erfitt að elda. 4 Brýndu hnífana áður en þú hefst handa. Á eftir höndunum eru hnífarnir mikilvægasta verkfæri kokksins. 5 Gefðu þér tíma til að njóta eldamennskunnar. 6 Miðlaðu málum. Ef þú ert í tímaþröng notaðu baunir úr dós í kássuna og forsoðnar kartöflur úr frystinum. Góðir kokkar eru ekki öfgamenn. 7 Vertu góð við sjálfa þig og hugsaðu „Þetta gengur vel já mér, mikið verður þetta ljúffengt!“ Neikvæð orka á ekki heima í eldhúsinu. 8 Kryddaðu jafn óðum og hafðu þá alla máltíðina í huga. 9 Láttu kjötið jafna sig eftir steikingu. Þá heldur það eftir safanum og hann lekur ekki úr því þegar þú skerð það. 10 Láttu gestina bíða eftir matnum, ekki láta matinn bíða eftir gestunum. / Fengið af heimasíðunni gorenje.is Sælkeralögmálin tíu Hafa bak við eyrað

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.