Feykir


Feykir - 28.11.2013, Blaðsíða 5

Feykir - 28.11.2013, Blaðsíða 5
52 01 3 -Þetta er búið að vera draum- ur hjá mér í mörg ár ég hef hugsað þetta lengi. Ég beið lengi eftir að Sena gæfi mér jákvætt svar en þeir eru búnir að draga mig á asnaeyrunum, í þrjú eða fjögur ár, varðandi útgáfu en svo fékk ég endanlegt svar í fyrra, segir Geirmundur sem fékk neitun frá útgáfufyrirtækinu sem hann hefur skipt við. Þá segist hann hafa ákveðið að gefa þetta út sjálfur en Óttar Felix Hauksson hjá Zonet útgáfunni dreifir plötunni fyrir hann. -Mig hefur bara langað til að gera jólaplötu í mörg ár. Þetta eru bara venjuleg lög en það skiptir máli að textarnir eru jólatextar sem gerir plötuna að jólaplötu. Það Langþráð jóla- plata komin út VIÐTAL Páll Friðriksson Jólastjörnur Geirmundar Valtýs Út er kominn geisladiskur úr smiðju skagfirska sveiflukóngsins Geirmundar Valtýssonar sem helgaður er jólunum að þessu sinni. Alls eru þrettán lög, öll eftir Geirmund, á disknum sem fjöldi landsþekktra flytjenda, auk minni þekktra, gera góð skil. Hljómsveit undir stjórn Vilhjálms Guðjónssonar sér um allan undirleik og sá hann einnig um útsetningar. Feykir brá sér í sveitina og hitti Geirmund er hann var að gefa fénu á búgarðinum, Geirmundarstöðum í Sæmundarhlíð, og spurði um tilurð plötunnar og af hverju hann ákvað að gera jólaplötu. er allur munurinn á því, segir Geirmundur og bendir á að ekki sé mikið til af íslenskum jólalögum. -Það er eitthvað svolítið til en hefur ekki komið í mörg ár. Menn taka vinsæl erlend lög og setja jólatexta við þau og gera svo að íslensku jólalagi, nema lagið er alltaf erlent. Ég er mjög ánægður með það að þetta skuli vera komið af stað hjá mér því að ég man reyndar ekki eftir því, getur verið vitleysa hjá mér, að það hafi komið út jólaplata með jólalögum eftir sama höfundinn á einum diski. Geirmundur segir að öll lögin séu samin á þessu ári fyrir utan þrjú sem hann samdi í fyrra og hittifyrra og öll með það í huga að þau yrðu jólalög. Ýmist biður hann menn um að gera jólatexta fyrir sig og hann býr svo til lag við ljóðið eða þá öfugt að menn gera texta við lagið hjá honum. -Sem betur fer er maður með flotta textahöfunda við höndina, Kela, Sigga Hansen, Guðrúnu Sighvats og svo gerði Steinunn Arndís mjög fínan texta fyrir mig. Svo er ég farinn að gera texta sem er nú alveg ótrúlegt því ég hef ekki gert mikið af því, segir Geirmundur en hann fór í bragfræði í Farskólanum fyrir tveimur árum og nam listina við yrkingar og þótti það gaman. Jólin skemmtilegur tími Þegar Geirmundur er spurður að því hvort hann sé jólabarn segir hann að það hafi farið dvínandi eftir því sem árin hafa liðið. Geirmundur hefur glatt landsmenn í gegnum árin og hefur nikkan oft verið í aðalhlutverki. -Það eru allir meiri jóla- börn þegar þeir eru yngri, svo bara fullorðnast maður upp úr því. Ég er búinn að spila á jólaböllum lengi og leikið jólalögin, göngum við í kringum og svoleiðis. En þetta er náttúrulega hátíð og ég er mjög trúaður maður. Auðvitað er þetta skemmtilegur tími og þá sérstaklega fyrir börnin. Þau hlakka eðlilega mikið til jólanna enda allt gert til að gleðja þau. Jólahald hefur tekið mikl- um stakkaskiptum frá ungl- ingsárum Geirmundar sem segir að þá hafi minna verið til og allt öðruvísi umhorfs. En það voru að sjálfsögðu barnaböll í Melsgilinu og hann byrjaði að spila þar á harmonikku 13 eða 14 ára og mörg sömu lögin og sungin eru í dag. Lítið hefur komið fram af nýjum jólalögum sem samin eru með hreyfingum eða leik fyrir krakkana í huga. Geirmundur segist ekki hafa ætlað sér að gera þannig lög þar sem það sé of tímafrekt þótt þau vissulega geti verið lífsseigari. -Ég veit náttúrulega ekkert um það hvort lögin mín verði sígild eða ekki enda markaðurinn bundinn við stuttan tíma. Hvort diskurinn selst eða hvort lögin eigi eftir að heyrast í útvarpi í framtíðinni veit enginn um, ég er alveg að fara út á sjó í þessu. Geirmundur segir að stundum vilji það gerast þegar verið sé að vinna að diski að tíminn sé að renna úr stundaglasinu. Til marks um það segir hann að síðasta lagið, Í syngjandi jólasveiflu, hafi hann samið í lok september -Mér fannst diskurinn vera svolítið rólegur og bjó þetta lag til en ég er nú frekar vanari stemningunni og stuðinu. Kristján Hreinsson samdi fyrir mig texta en ég sagði honum að ég vildi fá texta sem héti Í syngjandi jólasveiflu. Hann sendi mér textann og ég samdi lag við hann, segir Geirmundur og hælir Kristjáni fyrir kveðskapinn. En fleiri góðir textahöfundar koma að diskinum og er Guðbrandur Þorkell einn þeirra og er hann fljótur að setja saman ef sá gállinn er á honum segir Geirmundur. -Titillag plötunnar Jóla- stjörnur kom inn í hausinn á mér eitt kvöldið. Mig vantaði texta og hringi í Kela og sagði honum að ég væri með lag. Hann sagðist vera eitthvað upptekinn en kom samt eftir fimm mínútur. Við fórum niður í kjallara og ég spilaði lagið fyrir hann og hann sjálfur mjög músíkalskur fattaði lagið algjörlega og segir svo við mig: „Heyrðu, ég kannski sendi þér eitthvað í fyrramálið ef þetta gengur eitthvað.“ „Ókey,“ segi ég og fer að horfa á sjónvarpið en eftir svona tíu mínútur – korter, þá er rauði pallbíllinn kominn aftur fyrir utan hjá mér og þá er hann búinn með þetta og engu breytt eftirá. Mikið heiðursár Hægt er að segja að þetta ár hafi að einhverju leyti verið heiðursár Geirmundar því tveir stórir viðburðir hafa verið settir á svið þar sem lögin hans eru í aðalhlutverki. Karlakór Bólstaðarhrepps setti upp dagskrána Lífsdans Geirmundar sl. vetur og tóku upp aftur í haust og Leikfélag Sauðárkróks sýndi leikritið Tifar tímans hjól eftir þá Guðbrand Ægi Ásbjörnsson og Árna Gunnarsson við miklar og góðar undirtektir. -Mér hefur verið sýnd mjög mikil virðing, bæði Leikfélagið þar sem Ægir og Árni sömdu leikrit utan um lögin mín og féll það algjörlega í kramið hjá fólki og fjölmargar sýningar. Og á sama tíma Karlakórinn en honum hefur tekist algjörlega frábærlega til og núna um síðustu helgi [15. – 16. nóv. innskot blm.] voru tónleikar á Akranesi og tvennir í Langholtskirkju á laugardaginn og ég fór á þá báða. Það var alveg frábært, aldeilis ótrúleg stemning, segir Geirmundur en hann var staddur fyrir sunnan vegna spilamennsku föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld. Geirmundur segist vera brattur og ætlar að efna til tvennra tónleika þann 8. desember í Miðgarði. Upphaflega áætlaði hann að hafa tónleikana viku seinna en sunnlenska listafólkið er svo upptekið að það var ekki hægt. -Það koma allir, söngvarar og hljóðfæraleikarar meira að segja Karlakór Bólstaðar- hlíðarhrepps en hann er með eitt lag. Og það sem mér þykir vænst um er að afastelpurnar þær Anna Karen Hjartardóttir og Valdís Valbjörnsdóttir sem syngja lagið Jólastelpurnar verða með líka. Ég vona bara að það verði gott veður, það er mikið atriði, segir Geirmundur að lokum. Afastelpurnar Valdís og Anna Karen syngja eitt lag á plötunni.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.