Feykir - 28.11.2013, Síða 10
2 01 31 0
Nú þykist ég vita það að
þú hafir ekki verið skírður
millinafninu Dagur á sínum
tíma. Hvernig kom það til
að þú bættir því við síðar?
Sko, oftar en einu sinni tóku
einhverjir vinir mínir upp á
því að bæta við nafnið mitt, ég
rak verslun í Mývatnssveitinni
um árabil og var þá oft nefndur
Verslunarmanna-Helgi. Ég hef
haft gaman af ferðalögum og hef
einstaka sinnum verið nefndur
Ferða-Helgi, einhverju sinni
keypti ég mér föt erlendis og
vildi fá skattinn endurgreiddan
þegar ég fór úr landinu og þá
var skellt á mig „tax free- Helgi“
en svo var það á þeim árum sem
að ég bjó í Varmahlíð og vildi
veg Varmhlíðinga sem mestan,
þá ákvað ég að taka upp þetta
nafn og þá var hægt að segja
að Varmhlíðingar hefðu fleiri
„Helgi Daga“ en Krókurinn.
Og núna, þar sem ég vinn
hjá Kaupfélagi Skagfirðinga,
má segja að hjá KS séu fleiri
„Helgidagar“ en hjá öðrum
fyrirtækjum. Kaupfélagið
klikkar ekki.
Hefur eitthvað skemmt-
ilegt gerst í sambandi við
nafnið?
Ekki svo ég muni, en stundum
er ég beðinn um að endurtaka
nafn mitt.
Einhverjir urðu hissa að sjá
þig á kassa í Skagfirðinga-
búð, með fullri virðingu
fyrir því starfi. Hvernig
líkar þér það?
Ég hef alltaf haft gaman af
afgreiðslu, þjónustu og að um-
gangast fólk. Einum verslunar-
og þjónustukafla mínum lauk,
þegar í ljós kom að dæmið gekk
ekki upp hjá mér í Kaupfélaginu
í Varmahlíð og tók ég þá aftur til
starfa við rafvirkjastarfið, sem
hafði legið á hillunni í 12 ár og
hóf störf hjá Landsvirkjun sem
vaktmaður í Blönduvirkjun.
Ég fann mig aldrei í því starfi,
þarna héldu launin mér og
vinnutíminn, og eftir tæp 14
ár sagði ég upp, var sem sagt
starfsmaður hjá LV í rúm 14
ár. Eftir töluverða umhugsun
og kominn á þennan aldur,
ákvað ég að næst færi ég að gera
eitthvað sem mig langaði til að
gera og besti kosturinn að mínu
mati var Skagfirðingabúð, fullt
af fólki, flest allir skagfirðingar
koma í „Skaffó“ og fullt af
aðkomufólki, besti staðurinn til
Fleiri helgi-
dagar hjá KS
VIÐTAL
Páll Friðriksson
Helgi Dagur Gunnarsson í viðtali
Helga Dag Gunnarsson þekkja
allir Skagfirðingar og einhverjir
Húnvetningar en hann hefur
víða komið við á sinni starfsævi. Nú starfar Helgi sem
afgreiðslumaður í Skagfirðingabúð á Sauðárkróki
og gleður flesta sem hann afgreiðir með léttu spjalli
og góðlátlegum athugasemdum. Nú þegar tími
helgidaganna er framundan er kannski rétt að athuga
hvernig hinn eini sanni Helgi Dagur hefur það.
Helgi Dagur glaður í bragði við jólatréð.
Upp á
toppinn
með
ostinn
Mjólkursamlag KS Skagfirðingabraut 51 550 Sauðárkróki & 455 4600 Fax 455 4601 www.ks.is
RIFOSTUR
Ostablanda,
sérstaklega
ætluð fyrir
pizzur. Milt
bragð, góðir
bræðslueigin-
leikar og teygjanleiki eins og fagmenn
kjósa helst. Pizzaostur er blanda af
Mozzarella og Maribó osti.
MOZZARELLA
Íslenski
Mozzarella
osturinn er
framleiddur
úr kúamjólk
og hefur
verið leitast við að ná hinum sönnu
Ítölsku bragðgæðum. Mozzarella er
ferskur ostur geymdur í saltlegi og er
ýmist notaður eins og hann kemur fyrir
eða í matargerð, t.d. á pizzur.
SVEITABITI
Skagfirskur Sveitabiti er einstaklega
mjúkur ostur og mun mýkri en
sambærilegir fastir brauðostar sem
eru á markaðnum í dag.
GOTTI
Gotti er mjög bragðmildur og mjúkur
ostur en auðskeranlegur. Osturinn er
góður fyrir börn og þykir þeim hann
mesta lostæti. Þessi ostur hentar afar
vel á grill og í heita rétti því hann
bráðnar vel og fallega.
N
Ý
PR
EN
T
eh
f.