Feykir


Feykir - 28.11.2013, Side 11

Feykir - 28.11.2013, Side 11
1 12 01 3 að gera það sem mig langaði til að gera. Ertu jólabarn? Ekki get ég nú sagt það, en það tollir í manni það jólauppeldi sem maður fékk. Ég er ekki alveg sáttur við hvernig er komið fyrir jólunum og öðrum hátíðisdögum í dag. Hver er minnisstæðasta jólagjöfin? Ég hef fengið svo margar stórkostlegar og einstakar jólagjafir að ég á erfitt að gera upp á milli þeirra Þegar þú lokar augunum og hugsar um jólin, hvað dettur þér fyrst í hug? Fjölskylda mín og heimili, kær- leikur, fegurð, gleði, hamingja og hugsun til þeirra sem líða skort og hungur. Bilið á milli þeirra sem ekkert hafa, og þeirra sem allt hafa eykst stöðugt og það er ekki samkvæmt þeim jólaanda sem ég trúi á. Hvert er uppáhalds jólalagið? Ætli í fyrsta sæti sé ekki Ó helga nótt en jóladiskur Baggalúts, Jól og blíða, er mikið spilaður af mér fyrir jólin, einnig diskar Frostrósa. Hvað borðar þú á jólunum? Við Stína höldum bæði í hefð frá æskuheimilum okkar, höfum lambakjöt, læri eða hrygg á aðfangadagskvöld og svo hangikjöt á jóladag. Annan í jólum höfum við systkini mín, makar okkar og börn hist og hefur þá lítið farið fyrir matarbrölti. Einhver góð saga frá jólum? Í mínu uppeldi voru foreldrar mínir nokkur ákveðnir í því að eitt og annað væri ekki við hæfi á aðfangadagskvöld, svo sem að hlusta á popp og rokk tónlist og svo seinna að horfa á video myndir, DVD var ekki komið. Ætli það hafi ekki verið jólin 1980, við vorum enn þrjú eða fjögur systkini heima (ég var þá reyndar fluttur að heiman en var þarna heima á aðfangadagskvöldið) og lítið sem ekkert hægt að gera. Ég átti gamanmyndina Gods Must be Crazy og langaði okkur systkinin mikið til að horfa á hana. Endaði það þannig eftir langar samningaviðræður við pabba og mömmu að ef við lokuðum að okkur og það heyrðist ekki í okkur, ætluðu þau ekki að skipta sér af þessu. Fórum við því að horfa og var mikið hlegið, um miðja myndina fer ég að taka eftir því að hláturkórinn var eitthvað farinn að breytast og leit um öxl en þar stóð pabbi og skellihló, og horfði sá gamli á myndina með okkur til enda. Kristín Jóhannesdóttir og Helgi Dagur Gunnarsson á góðri stund. glettur Úr Skagfirskum skemmtisögum 3 Feykir fékk góðfúslegt leyfi hjá Bókaútgáfunni Hólum og Birni Jóhanni Björnssyni sem tók saman fjörefnið í Skagfirskar skemmtisögur til að birta nokkrar laufléttar sögur úr bókinni og eru þær á víð og dreif um Jólablað Feykis. Ýtu-Keli var vinnumaður í Keldu- hverfi á árunum 1938 til 1946, lengstum í Vogum, sem er einn Keldunesbæjanna svonefndu. Þar bjuggu meðal annarra Ingunn Kristinsdóttir og Sigurbjörn Hannesson í Kelduneskoti, en þau eignuðust 11 börn. Ólust börnin upp í litlu húsnæði og þrátt fyrir þröngan kost var Inga alltaf kát og lífsglöð. Einu sinni sem oftar kom Keli í heimsókn og þá var Inga að mjólka. Inga og Sigurbjörn voru með hænsn í fjósi og á þessum tíma voru haustlömbum oft gefnir brauðbitar fyrir utan fjósið. Rétt eftir að Keli birtist kom hæna á fleygiferð og haninn á eftir. Sigurbjörn henti þá brauðsneið á stéttina og haninn snarstoppaði. Inga sá þetta líka og sagði við bónda sinn: „Sigurbjörn, ég ætla rétt að vona að þú verðir aldrei svona svangur!“ - - - - - Björn Jónsson í Bæ á Höfðaströnd var um árið staddur í Reykjavík. Hann hafði farið í heimsókn á Morgunblaðið, sem þá var við Aðalstræti, en Björn var eins og margir muna fréttaritari blaðsins í áraraðir. Þegar hann er búinn að vísitera Moggamenn gengur hann út úr húsinu og beint út á götu. Í því kemur strætisvagn og ekur utan í þann gamla, sem fellur í götuna við höggið. Strætóbílstjóranum bregður mjög og hleypur út úr vagninum. Þá er Björn staðinn upp og gengur rakleitt að bílstjóranum með útrétta hendi og segir: „Blessaður væni, Björn í Bæ hér.“ - - - - - Einu sinni komu Haddi í Brautar- holti og Gulli í Geldingarholti inn í verslun ÁTVR á Króknum. Stefán Guðmundsson var þá ríkisstjóri. Er hann sá þessa ágætu menn koma inn sagði hann við þá og glotti: „Sjaldséðir hvítir hrafnar hér. Dó í tunnunni, strákar?“ HA HAHA

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.