Feykir


Feykir - 28.11.2013, Page 17

Feykir - 28.11.2013, Page 17
1 72 01 3 yrðum að fá okkur mold í drullukökur. Heldurðu að við höfum ekki drifið okkur alla leið upp á Móa? Upp Kirkjustíginn eins og hann er nú þröngur og erfiður. Við fórum þetta og fengum okkur mold. Svo var vagninn minn þannig að ég gat setið bein með fætur og þegar búið var að fylla alla bauka af mold var þeim raðað í kringum mig og svo var haldið niður. En við vorum lengi þarna uppi, fórum inn í kirkjugarðinn og vorum ýmislegt að skoða, veðrið var yndislegt,“ segir Anna þegar hún lýsir uppátækinu og bætir við að þær vinkonurnar hafi verið uppáfinndingssamar og hugmyndaríkar. Anna segir að það hafi vissulega verið mjög erfitt að geta ekki gengið. „Að sjálf- sögðu var þetta mjög erfitt. En þar sem léttleikinn er í fyrir- rúmi og jákvæðnin, þá verður þetta svona. Það var aldrei nein uppgjöf á mínu heimili, -„Þú getur þetta“ - var sagt.“ Ekki var um hefðbundna skólagöngu að ræða hjá Önnu, heldur fengu foreldrar hennar og Erlu jafnöldru hennar, sem einnig hafði fengið lömunarveiki, kennslukonuna Hólmfríði Hemmert til að koma heim og kenna þeim og fóru kennslan og prófin fram heima hjá Önnu. „Svo var ég svo heppin að eftir hið svokallaða fullnaðarpróf, sem maður tók við fjórtán ára aldur, bauð Hólmfríður mér að hún skyldi lesa með mér ensku og dönsku, þannig að ég gæti hjálpað börnum að læra.“ Anna tók upp frá þessu að sér að kenna krökkum að lesa og unglingum ensku og dönsku og oft komu sömu krakkarnir aftur. Við marga þeirra heldur hún góðu sambandi enn í dag en ekki eru mörg ár síðan Anna hætti kennslunni. Jólin upphaldshátíð Anna er mikið jólabarn og lýsir æskujólunum með eftirsjá. „Jólin hafa alla tíð verið mín uppáhaldshátíð. Faðir minn hafði alltaf jólatréð í sínum höndum og skreytti það niðri í kjallara. Hann hafði smíðað skáp sem hann geymdi jólatréð í og skrautið sem á því var. Hann skreytti alla tíð jólatréð og kom með það upp rétt fyrir sex á aðfangadagskvöld, kom því fyrir og kveikti á því ljós. Þá voru ekki þessar seríur komnar heldur voru lifandi ljós á trénu. Einu sinni fór þó illa. Við sátum öll og vorum búin að taka utan af pökkunum okkar og það var kertaljós á trénu. Ég veit ekki hvernig það vildi til en það kviknar í jólatrénu. Pabbi minn var fljótur að opna hurðina og Svana systir mín þreif tréð og náði að fara með það út og henda því út í snjóinn og það brann alveg til kaldra kola. Svo skemmtilega vildi þó til að ein stjarna var óskemmd og er hún til enn í dag, ég geymi hana alveg eins og sjáaldur auga míns,“ segir Anna og getur þess að eftir þetta hafi verið keypti gervijólatré og rafmagnsljósaseríur. „Klukkan sex voru jólin hringd inn og þá var alltaf hlustað á messu í útvarpinu. Það var svo erfitt að komast inn í kirkjuna hér því tröppurnar voru svo háar. Svo fórum við að borða klukkan sjö og borðuðum alltaf rjúpur sem Sigfús mágur minn hafði veitt, hann var mikill veiðimaður og Svana systir mín bjó til eitthvað sem hét rjómarönd með karamellusósu og var mikið sælgæti. Svana og Sigfús og krakkarnir voru með okkur og það var yndislegt að geta verið með allri f jölsky ldunni ,“ rifjar Anna upp. Eftir jólamatinn voru pakkarnir teknir upp og lesið utan á þá. „Það var alltaf siður að Ellu pakkar voru teknir upp fyrst. Hún hafði afskaplega gaman af þessum stundum og manni fannst þetta tilheyra. Þá gat hún sýnt okkur og fylgst svo með okkur hinum taka upp okkar pakka. Ein jól eru mér sérstaklega minnisstæð. Ég fékk hvorki meira né minna en fjórtán bækur í jólagjöf, það voru yndisleg jól, ekta bókajól.“ Jólaboðin eru Önnu ekki síður minnisstæð en aðfanga- dagskvöldið. Hún rifjar upp að á þessum tíma hafi faðir hennar átt langt jólafrí, alveg fram yfir þrettándann. „Ég man eftir jólunum á Freyjugötu 19, hjá fólki sem við höfðum leigt hjá, það var afskaplega gaman að vera þar. Við fórum í jólaboðin um klukkan þrjú og þá var drukkið kaffi, eða réttara sagt súkkulaði með rjóma. Eftir það var farið að spila púkk eins og var gert á jólum í gamla daga og spilað lengi. Svo var gert hlé á spilamennskunni og við fengum smurt brauð og kaffi og slíkt og þá fór fullorðna fólkið að spila vist, en Jónína blessunin spilaði við okkur Ellu það sem Ella kunni að spila, gömlu jómfrú og ýmis gömul spil sem hún gat spilað. Við vorum venjulega þarna fram að miðnætti. Það voru löng jólaboðin í gamla daga en þau voru skemmtileg.“ Umrædd Jónína var systir Guðrúnar frá Lundi og var skyld Þórði, föður Önnu. Anna minnist einnig jóla- boða á milli jóla og nýárs hjá vinkonum sínum Auði og Sigríði, dætrum Torfa Bjarna- sonar læknis og Sigríðar Auðuns. „Þar var píanó sem Sigríður (eldri) lék á alla jóla- sálmana og jólasöngvana og lét okkur krakkana safnast saman við píanóið þar sem við sátum á gólfinu og sungum. Svo fór hún út í allt aðra sálma og spilaði lög fyrir okkur síðan hún var unglingur og dægurlög sem voru vinsæl. Þarna var aldrei farið í leiki sem ég gat ekki tekið þátt í. Einu sinni man ég eftir því í afmæli hjá Sirrý (Sigríði yngri) að Inga, vinnukonan hjá þeim, bauð mér upp í dans og tók mig upp og dansaði með mig. Það var sko líf og fjör,“ segir Anna, sem oft heimsótti þessar vinkonur sínar með aðstoð föður síns. Anna minnist einnig skraut- sýninga sem Sigríður lék tónlist undir í Bifröst. „Ég hef alltaf verið afskaplega mikið fyrir leikrit. Ég fer alltaf á leikritin í Sæluviku og ýmsa tónleika og ég safna Sæluvikudagskrám og ég á Sæluvikudagskrár frá því 1940 þegar ég var fimm ára.“ Áhugi á bókum og skák „Ég hef alla tíð verið mikill bókaormur og notið þess að hafa bækur í kringum mig. Það er svo gott,“ segir Anna sem enn í dag les mikið af alls konar bókum. Hún fer vikulega á bókasafnið ásamt vinkonu sinni, Þóru Kristjánsdóttur frá Óslandi og eru það dýrmætar stundir. Anna segist hálfvegis hafa gengið í barndóm þegar hún datt að eigin sögn ofan í unglingabækur eftir K.M. Peyton. Hún segist mikill aðdáandi Arnalds Indriða- sonar, Jo Nesbö og Camillu Lackberg. „Ef ég finn góða bók get ég lesið hana aftur og aftur. Ég hef mjög gaman af sögulegum skáldsögum eins og Heimanfylgju og sögunni um hana Guðríði Þorbjarnar- dóttur,“ segir Anna sem á mikið safn af bókum og hefur aðeins sýnishorn af þeim á herberginu sem hún býr nú í á Dvalarheimilinu á Sauðár- króki. Annað áhugamál Önnu er að tefla en faðir hennar kenndi henni mannganginn á sínum tíma og tefldi hún mikið áður fyrr. „Ég fór árið 1958 með pabba mínum og sá Friðrik Ólafsson tefla fjöltefli. Friðrik var alltaf í miklu uppáhaldi hjá mér. Ég keypti Skákblaðið og við pabbi settum upp skákir Friðriks og fleiri og spekúl- eruðum í þessu, það var mjög gaman að því.“ Breytingar og erfiðir tímar Líf Önnu tók talsverðum breytingum árið 1978, er faðir hennar lést, þrotinn að kröftum og líklega kominn með alzheimer, þó það hafi ekki þekkst þá. Þær mæðgur voru þá orðnar þrjár eftir því Svana og Sigfús höfðu flutt suður. Um svipað leyti missti Ella skyndilega málið og er talið að hún hafi fengið heilablóðfall. Var hún á Sjúkrahúsinu eftir það og lést tíu árum síðar. Eftir að þær mæðgur voru orðnar tvær eftir heima datt þeim í hug að sækja um íbúð í blokk sem verið var að byggja á Víðigrund 24 og þar fengu þær inni á neðstu hæð í 2ja herbergja íbúð. Anna minnist með hlýju nágrannanna úr blokkinni, m.a. Báru á efri hæðinni og Köllu (Körlu Berndsen) í íbúðinni við hliðina, sem heimsótti þær mæðgur að minnsta kosti tvisvar til þrisvar á dag. Kalla var jafnframt hjá þeim mæðgum á kvöldin þar til þær voru komnar til náða, eftir að móðir Önnu fór að tapa minni og heilsu. Um þetta leyti fékk Anna lyftu að gjöf frá Lionsklúbbi Sauðárkróks, sem hægt var að nota í svefnherbergi og baðherbergi og kom sér afar vel. Það var svo árið 1984 sem móðir Önnu var orðin það heilsulaus að hún þurfti að w Ein jól eru mér sérstaklega minnisstæð. Ég fékk hvorki meira né minna en fjórtán bækur í jólagjöf, það voru yndisleg jól, ekta bókajól ... Systurnar Ella og Anna. Sigfús og Svana systir Önnu. Æskuvinkonur. Frá vinstri: Anna, Sigríður Torfadóttir, Auður Torfadóttir og Ragnhildur Helgadóttir.

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.