Feykir


Feykir - 28.11.2013, Side 21

Feykir - 28.11.2013, Side 21
2 12 01 3 Kristín Árnadóttir djákni í Prestbakkakirkju. Mynd: Anna María Sigurjónsdóttir. Kristín er fædd í Reykjavík þann 1. desember 1944 og ólst upp bæði þar og á Akureyri. Í Hrútafjörðinn flutti hún í júlí 2001 til að taka við skólastjórastöðu Grunnskólans á Borðeyri, sem hafði þá verið endurreistur eftir að skólahald hafði legið niðri vegna barnfæðar frá 1995. „Eiginmaður minn er Einar H. Esrason, gullsmiður og fyrrverandi leiðbeinandi í grunnskólum og fram- haldsskóla. Hann hefur rekið fyrirtækið Eðalmálmsteypuna á Hvammstanga frá 1993, en er kominn á eftirlaun frá kennslustörfum. Við eigum fjögur börn sem heita Árni Esra fæddur 1966; Ásta, fædd 1972 - dáin 1981; Baldvin Esra fæddur 1979 og Jón Tómas fæddur 1982. Barnabörnin eru fimm á aldrinum tveggja til tuttugu og tveggja ára,“ segir Kristín um fjölskylduhagi sína. Eftir að Kristín lauk störfum sem skólastjóri bjuggu þau hjón um tveggja ára skeið á Prestbakka. „Það var ljúft að búa á þessum merka kirkjustað, þar sem kirkja hefur staðið frá elleftu öld og vildum við reyna að gera veg kirkju, íbúðarhúss og kirkjugarðs sem mestan. Söfnuðurinn á gamla prestssetrið sem var einnig notað sem safnaðarheimili,“ segir Kristín, en þegar skólastjórahúsið á Borðeyri, sem þau hjónin bjuggu í um tíu ára skeið, var auglýst til sölu keyptu þau það og fluttu aftur þangað sl. haust. Kristín tók stúdentspróf frá Verzl- unarskóla Íslands 1965 og útskrifaðist frá Stúdentadeild Kennaraskóla Íslands í maí 1967 og hóf kennslu í Miðbæjarskólanum í Reykjavík 1. september sama ár. „Enn fremur stund- aði ég nám við Kennaraháskólann í Kaupmannahöfn frá 1976 til 1977, í sérkennslufræðum við KHÍ frá 1991-1993, lauk BA prófi í sérkennslu, (sértækum námsörðugleikum) frá Háskólanum í Osló í júní 2000,“ segir Kristín. Ég var samfleytt við kennslu í 44 ár, eða frá 1967 til 2011, að meðtöldum náms-, barneignar- og veikindaleyfum. Ég kenndi einnig við Austurbæjarskólann, Breiðholtsskóla og Gagnfræðaskólann í Mosfellssveit áður en ég varð skólastjóri 1980 við Klébergsskóla á Kjalarnesi og var þar í níu ár. Því næst tók ég við skólastjórn í Vesturhópsskóla í Húnaþingi vestra í tíu ár, var deildarstjóri sérkennslu við Grunnskóla Húnaþings vestra í eitt ár og skólastjóri við Grunnskólann á Borðeyri í tíu ár, en reyndar leit ég yfirleitt á mig sem kennara þar sem kennsluskylda skólastjóra í fámennum skólum er mikil,“ segir Kristín, sem enn starfar að skólamálum, í sérkennslu við Leik-og grunnskólann á Borðeyri og Grunnskóla Húnaþings vestra. Alltaf haft áhuga á kirkjustarfi Kristín kveðst alltaf hafa verið áhugasöm um að starfa innan kirkjunnar, einkum eftir að hún og fjölskyldan flutti norður. „Þegar djáknanámið var komið inn í Háskóla Íslands, en fyrstu djáknarnir voru útskrifaðir þaðan 1995, stóð hugur minn til þess náms meðfram skólastjórastarfinu. Ég naut mikillar velvildar margra, bæði hér í Bæjarhreppi, prestanna sem ég hafði starfað með og ekki síst kennara og námsfélaga við Guðfræðideild HÍ sem gerðu mér kleift að stunda þetta áhugaverða nám úr fjarlægð, án þess að um hefðbundið fjarnám væri að ræða. Fæ ég það aldrei fullþakkað. Það tók mig tvö og hálft ár að ljúka 30 eininga námi sem kennurum og hjúkrunarfræðingum stóð til boða til að öðlast réttindi til djáknastarfs,“ segir Kristín og kveðst hafa verið lánsöm að vera kölluð til starfa í Húnavatnsprófastsdæmi 1. mars 2007, í 20% starfshlutfall. „Ég vígðist í Dómkirkjunni í Reykjavík 25. febrúar 2007 ásamt þremur öðrum djáknum og tveimur ungum prestum. Vígsla mín var einhver sú helgasta stund sem ég hef lifað, en herra Karl Sigurbjörnsson biskup vígði mig ásamt gömlum fjölskylduvini okkar, herra Sigurði Guðmundssyni, vígslubiskupi, en hann var þá 87 ára gamall og var vígslan með síðustu embættisverkum hans,“ rifjar Kristín upp. Kristín segir að djáknastarfið nefnist kærleiksþjónusta, sem felist Kristín Árnadóttir djákni á Borðeyri í Hrútafirði Lærði til djákna komin á eftirlaunaaldur UMSJÓN Kristín S. Einarsdóttir Kristín Árnadóttir gegndi stöðu skólastjóra á Borðeyri í 10 ár, uns hún lét af störfum þar fyrir tveimur árum. Starfsævinni var þó hvergi nærri lokið því þá hafði hún nýverið lokið djáknanámi og starfar nú sem djákni, auk þess að starfa við sérkennslu við Leik- og grunnskólann á Borðeyri og Grunnskóla Húnaþings vestra. Kristín er full starfsorku og hefur mikinn áhuga á starfsemi kirkjunnar og vonast eftir því að geta verið við störf þar til hún verður sjötug á næsta ári. Feykir hafði samband við Kristínu og fékk að heyra um hennar bakgrunn og hvað felst í djáknastarfinu, sem er tiltölulega nýtt innan íslensku þjóðkirkjunnar. aðallega í því að sinna og heimsækja aldrað og lasburða fólk og skipuleggja heimsóknarþjónustu í sveitarfélaginu, eiga samverustundir bæði í Nestúni á Hvammstanga og með heimilisfólkinu á sjúkrahúsinu á Hvammstanga, annast eftirfylgd við fólk í erfiðum aðstæðum, taka þátt í fermingarmessum með t.d. sóknarprestinum á Blönduósi og sóknarprestinum sínum, annast helgistundir á hverju sumri í Þingeyra- klausturkirkju, predika samkvæmt óskum sóknarpresta og vígslubiskups á Hólum, aðstoða við fermingarfræðslu í Vatnaskógi og fleira. „Til dæmis heim- sótti ég aldraða í félagsstarfi á Löngu- mýri í vor sem leið og flutti hugleiðingu og áttum við saman ánægjustund.“ Kærleiksþjónusta er trú í verki „Ég annaðist barnastarf um tíma, bæði fyrir yngri börn og TTT-hópa sem lauk með skemmtilegum helgarmótum í Vatnaskógi. Enn fremur hef ég verið meðhjálpari í Prestbakkakirkju frá 2002 og hafði gegnt sama starfi í Vesturhópshólakirkju er ég bjó í Vesturhópinu,“ segir Kristín. Henni líkar djáknastarfið vel og segir það einstaklega fjölbreytt og gefandi starf sem veiti henni mikla ánægju og lífsfyllingu. „Það er svo ljúft að eiga samverustundir með bæði börnum og eldra fólki – og auðvitað öðrum aldurshópum líka – og geta fengið að starfa sem þjónn í kirkju Krists. Það að geta hjálpað þeim sem eiga erfitt þó ekki væri nema að biðja með þeim, er dýrmætt, því oft er bænin það eina haldreipi sem við höfum.“ „Það er gaman að segja frá því að ljósmyndari úr Skagafirði, Anna María Sigurjónsdóttir, gaf út bók árið 2011 sem nefnist Herrar, menn og stjórar, með myndum af konum í störfum sem hafa karlkynsheiti í sér og var ég ein af þeim. Hún tók myndina sem hér fylgir með af mér í Prestbakkakirkju og valdi ég mér einkunnaorðin: Kærleiksþjónusta er trú í verki. Prófasturinn okkar, sr. Dalla Þórðardóttir í Miklabæ er einnig ein af þessum konum. En upphafið var myndataka og sýning af fyrrnefndum konum í tengslum við afmæli Kvennafrídagsins árið 2010 og réðst Anna María í það stórvirki að gefa þessar myndir allar út á bók,“ segir Kristín. Kirkjunnar þjónar hafa gjarnan mikið að gera um jól, er það eins hjá þér? „Ég vildi gjarna fá að þjóna meira í kirkjum um jól, en ég held alltaf sérstakar aðventustundir í Nestúni og á sjúkrahúsinu á Hvammstanga á aðventunni og stundum hef ég verið beðin um að flytja aðventuhugleiðingu í kirkjum prófastsdæmisins. Undanfarin 23 ár hef ég farið með nemendur mína á aðventunni á sjúkrahúsið á Hvammstanga, þar sem þeir hafa flutt aðventuhelgileik fyrir heimilisfólkið, sungið og gefið hverjum og einum jólagjöf sem börnin hafa sjálf gert og fengið kærleiksríkt viðmót og hlýju að launum, ásamt því að vera alltaf boðin í ljúffenga hressingu í matsalnum á eftir. Það er svo yndislegt að sjá hve börnin eiga greiðan aðgang að hjörtum hinna öldruðu og oftast hafa einhver þeirra átt langömmu, langafa og jafnvel afa á staðnum. Mikilvægt og gott, bæði fyrir börnin og heimilisfólkið.“ Nokkru áður en Kristín tók til starfa sem djákni hefði hún getað verið komin á eftirlaun, eða í ársbyrjun 2005. Hún kaus þó að starfa áfram með djáknastarfinu til 2011, er hún fór á eftirlaun sem skólastjóri, en starfar þó sem fyrr segir við sérkennslu enn í dag. Kristín segir að sér finnist hún eiga nóg eftir af starfsorku og nýtur hún alls þess sem hún fær að starfa við og hlakkar til hvers dags. „Ég vona að mér auðnist að halda starfi mínu sem djákni þar til starfsævinni lýkur, eða á sjötugsafmælinu,“ segir Kristín. En er eitthvað sem Kristín myndi vilja segja við lesendur Feykis að lokum? „Mér þykir vænt um að fá þetta tækifæri til að segja frá störfum mínum, sérstaklega djáknastarfinu, þar sem ég er djákni ykkar allra sem búið í prófastsdæminu. Ég óska ykkur öllum gleðiríkrar jólahátíðar og bið ykkur Guðs blessunar um jólin og alla tíma.“

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.