Feykir - 28.11.2013, Síða 24
2 01 32 4 20132 4
Herdís í Áskaffi
Kanilkakan
Hráefni:
175 gr smjörlíki
175 gr púðursykur
175 gr hveiti
1,5 tsk kanill
1 egg
0,5 L rjómi
Aðferð: Hrærið smjörlíkið og sykur-
inn vel saman. Bætið egginu úti og
hrærið létt. Blandið hveiti og kanil
saman og bætið úti blönduna.
Skiptið deiginu í að minnsta kosti
8 hluta (u.þ.b. 70 gr. hver) Fallegri
kakan eftir því sem lögin eru fleiri.
Smyrjið deiginu á bökunarpappír
sem passar í form sem er 18 sm í
C hristine
Eldglögg
(Þ. feuerzangenbowle)
Hráefni:
175 gr smjörlíki
175 gr púðursykur
175 gr hveiti
1,5 tsk kanill
1 egg
0,5 L rjómi
Aðferð: Eldglögg er skemmtileg
útgáfa af jólaglögg, margir hafa
prófað hana á jólamörkuðum í
Þýskalandi en tiltölulega einfalt
er að búa hana til heima hjá sér.
Hugmyndin er að bræða sykur og
láta hann renna ofan í og blandast
við heitt rauðvínið. Best er að
byrja í eldhúsinu með venjulegan
pott. Skerið hálfa appelsínu og
hálfa sítrónu í þunnar sneiðar en
pressið safann úr afganginum í
pottinn. Setjið rauðvín, negul,
kanilstangir, ávaxtasafann og
ávaxtasneiðar í pottinn og hitið
(má ekki sjóða). Þegar lögurinn er
orðinn heitur á að færa hann fram
í stofu á standara fyrir fondupott,
kveikið á brennaranum svo
rauðvínið kólni ekki.
Næst þarf að leggja götótt
málmstykki yfir pottinn.
Í Þýskalandi er til sérstakt
verkfæri sem heitir sykurtöng
(Þ.zuckerzange) sem er notuð í
þetta, en hægt er að nota hvað sem
er, hér kemur ímyndunaraflið að
góðum notum. Annars fylgir þetta
áhald mörgum fondusettum.
Gunnar Sandholt
Þorskþynnur
Úr Flóabardaga að hætti Kolbeins
Kakala. Þynnur nefnast carpaccio
á ítalskri tungu ef í þeim er hrátt
ket eða fiskur. Vel má hugsa sér að
þorskarnir sem þeir fjandvinir höfðu
með sér hafi kramist í þynnur við
grjótkastið á Flóanum forðum.
Forréttur handa fjórum:
300 gr þorskur helst hnakkastykki
1 rauður chili
1 sítróna
Extra Virgin ólífuolía
2 msk púðursykur
1 dl balsamico edik
Salt, pipar, klettakál.
Aðferð: Saxið chili smátt og blandið
í sítrónusafann. Skerið þorskinn í
sneiðar og leggið á 4 diska (best ef
fiskurinn er hálf frosinn). Penslið
fiskinn með sítrónu/chili blöndunni
og malið yfir salt og hvítan pipar.
Setjið í kæli í 10-15 mín. Hitið pönnu
með púðursykrinum og edikinu og
leyfið að sjóða niður þar til að það
verður að sírópi. Takið fiskinn úr
kæli og setjið hnefafylli klettakáls
ofan á. Dreifið olíu jafnt yfir fiskinn
og salatið (ca.1/2 msk.á disk) og
setjið sírópið í hring utanum fiskinn.
þvermál. Bakað við 175°C í u.þ.b. 7
mín. eða þar til þær eru aðeins að
taka aðeins meiri lit.
Kakan er svo sett saman með
þeyttum rjóma og súkkulaðibráð
ofaná. Skreytt með rjóma og
kokteilberjum.
Hvað sem þið notið þá þarf bræddi
sykurinn að geta lekið niður í
rauðvínið. Á málmstykkið er sett
sykurkeila (þ.zuckerhut), sem er
250 gr. keilulaga sykurklumpur,
líkist helst risastórum sykurmola.
Auðvitað fæst ekki svona fínerí
á Íslandi, en örvæntið ekki, hægt
er að sjá svona sykurkeilur í safni
Áskaffis í Skagafirði.
Næsta skref er að gegnbleyta
sykurinn með romminu, gefið
ykkur góðan tíma og leyfið
sykrinum að drekka í sig sterka
vínið. Hætta skal þegar sykurinn
tekur ekki meira og rommið fer að
drjúpa ofan í pottinn. Núna er gott
að huga að öryggismálum, hafa
eldvarnarteppi nálægt og finna
út hvar slökkvitækið er geymt.
Kveikið á sykrinum með eldspýtu
og njótið þess að horfa á bláan
logann, sykurinn fer fljótlega að
bráðna og leka niður í pottinn.
Ef þið bætið rommi á sykurinn
eftir að kveikt hefur verið upp, er
öruggast að gera það með ausu
úr stáli, það er alltaf möguleiki
á sprengingu ef hellt er beint úr
rommflöskunni.
Að endingu er málmstykkið
fjarlægt, hrært vel í víninu með
ausu og síðan hellt í bolla. Maður
er manns gaman!
Gullkorn
barnanna
Leikskólinn Ársalir
Börn eru miklir spekingar og hafa
gjarnan einlægari og opnari sýn á hlutina
en þeir fullorðnu. Feykir heimsótti
leikskólann Ársali á Sauðárkróki og fékk
UMSJÓN
Guðrún Sif Gísladóttir
JÓ
LA
FE
YK
IR
20
13
Kennari var að koma frá
sólarlöndum og segir við
börnin: ,,Ég tók sólina með
mér í töskuna til að þið
gætuð farið út að leika.“
Eitt barnanna svarar:
,,Nei það er ekki hægt,
hún er svo hátt uppi.“
Barn
segir við
kennarann sinn:
,,Við elskum þig öll
nema einn, því þú
ert svo reið við
hann.“
Eitt fimm ára barn var að kveðja starfsmann
síðasta daginn sinn í leikskólanum og fékk
stórt og gott faðmlag. Barninu finnst þetta of
mikið og segir: ,,Ég er ekki að flytja svona mikið.“
Þriggja ára barn var að lýsa
starfsmanni fyrir öðrum
starfsmanni leikskólans:
,,Hún er svo góð stúlka og
það þekkja hana allir.“
Kennari:
„Þetta er
myndin þín.“
Barnið:
„Ha, er það?
Gat ég gert
þetta!“
Fjögurr
a ára b
arn:
„Þega
r ég fer
í
flug
vél þá s
é
é
g Guð.“
Fjögurra
ára barn:
„Spiderman
talar ensku,
en hlær á
sænsku.“
JÓ
LA
FE
YK
IR
2
01
3
JÓ
LA
FE
YK
IR
2
01
3
BARN:
„Mamma
búði mig til.“
STARFSMAÐUR: „Hvernig?“
BARN: „Með hamar og þá
var ég bara tilbúinn
og svo var ég bara
virkaður.“
Starfsmaður var nýbúinn að lesa söguna
Litla stúlkan með eldspýturnar fyrir eitt
fjögurra ára barn og segir
við það: „Er ekki sorglegt
að litla stúlkan sé
alein og yfirgefin? “
Barnið: „Jú, hún
verður bara að finna
sér strák til
að giftast.“
nokkur gullkorn til birtingar, úr dýrmætu safni sem starfsfólk
hefur safnað saman í daglegu starfi.