Feykir


Feykir - 28.11.2013, Side 31

Feykir - 28.11.2013, Side 31
3 12 01 3 Hvenær koma jólin? Spurt og svarað Það er jafn misjafnt og við erum mörg hvað kemur okkur Birna Jónsdóttir Sauðárkróki „Þegar hangikjötið sýður á Þorláksmessu, jólaljósin, skreytingar og jólakortin fara að streyma inn um lúguna og ekki má gleyma öllum jólaundirbúningnum sem kemur manni í jólagírinn. Ég er svo mikið jólabarn.“ SAMANTEKT Kristín S. Einarsdóttir í jólaskap, eins og stutt könnun á fésbókinni skömmu fyrir aðventuna leiddi í ljós. Dagný Marín Sigmarsdóttir Skagaströnd „Þegar ég skrifa og föndra jólakortin við kertaljós,jólalög og kósíheit... annars er ég bara alltaf í jólaskapi.“ Ásdís Ýr Arnardóttir Hæli í Húnavatnshreppi „Ég kemst í jólaskap þegar aðventuljósið logar í glugganum og ég á smákökur til að japla á með heitu súkkulaði. Svo skemmir ekki fyrir ef það snjóar sæmilega á aðventunni, því meiri snjór því notalegra.“ Sigríður Ólafsdóttir, Víðidalstungu í Vestur-Hún „Ég kemst í jólaskap þegar fengitíminn byrjar!“ Katrín Sigmundsdóttir Skeiðsfossi í Fljótum „Eftir prófastress hefst strax jólastress. Það varir svo þangað til ég er búin að kaupa og pakka gjöfunum til minna nánustu, þá víkur jólastress fyrir alvöru jólaskapi. Freyja Rós Ásdísardóttir Sauðárkróki „Ég kemst í jólaskap þegar að eiginmaðurinn kemur heim af sjónum, oftast í kringum 18. des. Þá mega jólin koma.“ María Þ. Númadóttir Molastöðum í Fljótum „Jólin koma hjá mér þegar ég fer í aðventumessu/kvöld hjá krökkunum í Barðskirkju og svo koma þau endanlega þegar ég fer til Sigrúnar á Skeiðsfossi í skötu á Þorláksmessudag.“

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.