Feykir - 28.11.2013, Síða 35
3 52 01 3
sér gott af góðgætinu úr pakka
jólasveinanna.
Barnaböllin voru skemmti-
leg og allir komu þangað.
Stundum var ís á Kolku og
þá var gengið yfir ána frá
Kolkuósi. Á mínum æskuárum
voru ekki börn í Kolkuósi,
en heimilisfólkið lét sig ekki
muna um að koma samt sem
áður ef göngufæri var. Börn og
fullorðnir skemmtu sér saman
á þann hátt sem einstakt
er að minnast. Við börnin
kunnum jólalögin og sungum
þau hástöfum við undirspil
Snorra í Ártúni sem mætti
með harmonikkuna sína, en
sálmana spilaði hann ekki
undir. Harmonikkuundirspil
þótti ekki passa við helgisöngva
eins og "Heims um ból" og "Í
Betlehem er barn oss fætt". Það
spillti ekki gleðinni hjá okkur
börnunum og ég man vel þegar
Sleitustaðasystur stjórnuðu
söng okkar "Göngum við í
kringum einiberjarunn" og
enduðu á því að snúa því upp
á Ósland og sungu "ég á heima
á Óslandi, Óslandi, Óslandinu
góða". Já, og þegar þeim datt í
hug að kalla Margréti frænku í
Ártúnum, Margréti á Óslandi.
Mér fannst þetta þvílíkt
hugmyndaflug. Kakólyktin og
heimabökuðu smákökurnar
eru með í minningunum.
Þökk sé öllu því góða fólki
sem stjórnaði og stóð á bak við
barnaböllin á Hlíðarhúsinu í
æsku minni, fyrir mína tíð og
æ síðan. Ennþá skemmta börn
og fullorðnir sér á Hlíðarhúsi
milli jóla og nýárs. Þó börn
sveitarinnar séu orðin fá, ef
nokkur, koma afkomendur
hlíðunga ennþá saman og
dansa kringum jólatréð eins og
alltaf hefur verið. Mér er nær
að halda að góður nágranni
Óslandsfjölskyldunnar, Loftur
á Melstað, sé ættfaðir flestra
þeirra. Það var dásamlegt þegar
ég kom síðast á barnaball á
Hlíðarhúsinu að fylgjast með
þegar afi Loftur fór út fyrir
hús að segja barnabörnunum
til eins og afar og ömmur
hafa gert í margar kynslóðir
á Hlíðarhúsi sem og annars
staðar. Vonandi á ég eftir að
leiða mín ófæddu barnabörn
framtíðarinnar kringum
jólatréð á Hlíðarhúsinu í
Óslandshlíð.
glettur
Úr Skagfirskum skemmtisögum 3
Á einu kórferðalagi Heimismanna
var stoppað í Staðarskála. Jón
Baldvin Hannibalsson var þar inni
og Dúddi á Skörðugili tók hann
tali. Þegar Jón var farinn undruðust
kórfélagar þetta samtal og spurðu
Dúdda hvort hann þekkti eitthvað
Jón Baldvin.
„Nei, en hann þekkti mig.“
- - - - -
Kaupmennirnir Hörður Ingimars
og Gylfi Geiralds ráku um
tíma verslanir hlið við hlið á
Sæmundargötunni, Hörður með
húsgagnaverslunina Hátún og
Gylfi með tískuverslunina Spörtu.
Einhverju sinni þegar rólegt var
að gera tóku þeir bíltúr saman
um bæinn og fóru m.a. upp á
Nafir, stoppuðu á bílastæðinu við
kirkjugarðinn og stigu út.
Var þeim litið yfir Krókinn og hafði
Hörður orð á því við Gylfa hve
verslanir þeirra væru vel staðsettar
á Sæmundargötunni. Hins vegar
væri verslun hans, Hátún, miklu
betur merkt, skiltið stórt og
skilmerkilegt og sæist um langan
veg, alla leiðina upp á Nafir. Það
væri nú annað en Spörtu-skiltið
sem væri ógreinilegt og stafirnir
rynnu saman í eitt.
„Hvað ertu að tala um?“ segir Gylfi
undrandi.
„Sérðu þetta ekki maður, mínir
stafir sjást allir héðan úr kirkjugarði
en þínir ekki neitt,“ segir Höddi.
„Ég skal segja þér það, Höddi
minn,“ segir Gylfi pollrólegur, „það
er enginn bisness hérna uppi í
kirkjugarði!“
- - - - -
Árni Sæmundsson, vörubílstjóri á
Brúnastöðum, var eitt sinn í mat
í Haganesi í Fljótum hjá Jóni Kort
og Guðlaugu Þuríði Márusdóttur,
sem var kölluð Lauga. Fiskur með
hamsatólg var á borðum og þá
sagði Árni með sínum hætti:
„Lauga mín, besta ýsa sem ég fæ
er þorskur!“
- - - - -
Fyrir nokkrum árum voru þeir á
sjóðheitri sólarströndu, félagarnir
Halli í Enni og Hofsósingurinn
Kristján Björn Snorrason. Lágu
þeir á bakinu og létu sólargeislana
leika um sig, og vissu því ekki
hvaðan á þá stóð veðrið þegar
menn frá Greenpeace komu á
harðahlaupum eftir ströndinni og
óðamála buðust þeir til að hjálpa
þeim út í sjóinn aftur!HA HAHA
Frá barnaballi 1967 en á myndinni má þekkja Ingibjörgu, þá er ritar söguna, Ásgrím
Halldórsson sem stendur á bak við jólasveininn en Eygló Jensdóttir stendur í forgrunni.
Jólasveinninn sjálfur þykir líkjast Páli Marvinssyni sem bjó í Sandfelli. Myndin er í eigu
Halldóru Magnúsdóttur frá Brekkukoti.