Morgunblaðið - 17.10.2017, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.10.2017, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 2017 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Almennum not- endum þráðlauss búnaðar, s.s. tölva og farsíma, er nú ráðlagt að forðast notkun þráðlauss nets tímabundið vegna alvarlegs veikleika sem hefur uppgötvast í WiFi-öryggis- staðlinum, WPA2, sem á að tryggja öfluga dulkóðun í þráð- lausum netkerfum, segir í tilkynn- ingu sem Póst- og fjarskiptastofn- un sendi frá sér í gærkvöldi. WPA2 er algengasti auðkenn- ingar- og dulkóðunarstaðallinn fyrir þráðlausar nettengingar. Í gær var gefin út skýrsla um nokkra veikleika í samskipta- reglum WPA2 sem gera hann veikan fyrir árásum á þau tæki sem nota nettengingarnar. Árásar- aðili sem er innan dreifisvæðis þráðlausu nettengingarinnar getur nýtt sér veikleikana og þannig les- ið upplýsingar sem ættu að vera dulkóðaðar. Í einhverjum tilvikum getur einnig verið mögulegt að breyta gögnum eða koma inn gögnum, t.d. vírusum, í gegnum tenginguna á tæki sem tengist henni. Eiga að forðast WiFi-net  Öryggisbrestur í þráðlausum tengingum Tölvur Forðast á WiFi-net um tíma. Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Elli- og örorkulífeyrisþegum hefur fjölgað gríðarlega hjá Trygginga- stofnun ríkisins á síðustu tveim ára- tugum. Ellilífeyrisþegum hefur fjölgað um tæp 32% og örorku- lífeyrisþegum um 129% frá árinu 1997 og fram til dagsins í dag. Frá árinu 2009 hefur greiðsluþegum fjölgað um 10.500 manns en þeir eru nú 59.500 samkvæmt ársskýrslu stofnunarinnar fyrir árið 2016, en voru 49.000 manns árið 2009. Fjármagn til reksturs Tryggingastofnunar hefur ekki aukist í samræmi við fjölda greiðsluþega en rekstrarkostnaður stofnunarinnar á hvern greiðslu- þega hefur á sama tíma lækkað jafnt og þétt úr 34 þúsund kr. árið 2009 í tæpar 20 þúsund krónur árið 2016, eða um ríflega 40% á föstu verðlagi. Hagræða með rafrænum hætti „Rekstarfé sem við fáum til rekstursins hefur minnkað að raun- gildi. Það var hagrætt hjá öllum stofnunum árið 2008 og svo var stofnuninni skipt upp í tvær stofn- anir og við fengum það ekki að fullu bætt. Það er á sama tíma vaxandi krafa í samfélaginu um alls kyns þjónustu og leiðsögn sem við viljum auðvitað mæta þannig að við höfum reynt að mæta þessu með því að auka okkar rafrænu þjónustu,“ seg- ir Sigríður Lillý Baldursdóttir, for- stjóri Tryggingastofnunar. Sífellt fleiri með betri réttindi Spurð um hvaða áhrif það hefur á reksturinn að lífeyrisþegum sé að fjölga á sama tíma, segir Sigríður að fleiri séu í lífeyrissjóðum nú en áð- ur. „Það liggur í augum uppi að þeim fjölgar sem eru eldri en 67 ára en lífeyrissjóðunum vex líka fiskur um hrygg. Það er ágætt að það eru sífellt fleiri með allan sinn lífeyri þar. Það eru vissulega fleiri sem eru með betri lífeyrissjóðsréttindi held- ur en áður en réttindakerfi al- mannatrygginga hefur verið breytt oft áður og þeim er ekki að fækka sem eru hjá okkur. Það eru svona 75 til 80% allra sem eru 67 ára og eldri sem eru með einhverja greiðslu frá Tryggingastofnun þannig að það heldur bara áfram að fjölga,“ segir Sigríður. Hún segir að ekki sé vitað af hverju örorkulífeyrisþegum hefur fjölgað svona mikið. „Það eru ýmsar kenningar í gangi og við erum núna í samstarfi með öðrum að reyna að átta okkur betur á því hvað veldur þessu. Það er auðvitað mjög margt sem getur komið til greina þar; auk- in spenna í samfélaginu, breyttur vinnumarkaður, margir sem eru fatlaðir lifa lengur en áður var og svo er þessi mikla streita og streitu- tengdir sjúkdómar sem við þurfum að vanda okkur betur í að vinna bug á og aðstoða það fólk sem er þannig statt,“ segir Sigríður en vandamálið hefur aukist mikið hjá ungu fólki. Fjöldi þeirra sem eru yngri en 30 ára og með 75% örorku vegna geð- raskana hefur næstum tvöfaldast í Reykjavík frá árinu 2000 til 2017 og farið úr 245 manns í 481. Örorku- og ellilífeyrisþegum fjölgar  Örorkulífeyrisþegum hefur fjölgað um 129% á síðustu tveimur áratugum Morgunblaðið/Ófeigur TR Greiðsluþegum hjá Trygginga- stofnun fjölgar með hverju ári. Sjö undirskriftir á einu meðmæl- endablaði sem skilað var fyrir Mið- flokkinn í Reykjavíkurkjördæmi norður voru falsaðar. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Miðflokkur- inn sendi frá sér í gær. Málinu hefur verið vísað til lögreglu. Að öðru leyti voru ekki gerðar athugasemdir við undirskriftir meðmælenda á með- mælendalistum Miðflokksins vegna alþingiskosninganna og framboð Miðflokksins í báðum Reykjavíkur- kjördæmunum því talin fullgild og samþykkt, segir í tilkynningu frá flokknum. Fölsuðu undirskriftirnar hafa ekki áhrif á framboðið því lágmarks- fjölda undirskrifta var náð, sam- kvæmt tilkynningu sem yfirkjör- stjórn sendi frá sér í gær. Sjö falsaðar undirskriftir Þó að komið sé fram í miðjan október heldur veðrið áfram að leika við landsmenn og hefur verið ótrúlega hlýtt undanfarið. Haustið hefur verið með eindæmum milt og mannfólkið notið þess að fá frest á fundi við Vetur konung, enda fáir sem vilja láta hann bíta í kinnar af hörku og klípa í sig með kuldaklónum. Þetta unga fólk var á gangi í miðbæ Reykjavíkur í gær og naut þess að spássera um á strigaskóm og vettlingalaust í þurrviðrinu og logninu með heitt kaffi í málum. Margir gætu haldið að hvítu doppurnar væru snjóflygsur en staðreyndin er sú að þetta eru tyggjóklessur sem gangandi vegfarendur af einhverjum ástæðum henda á gangstéttir að loknu jórtri. Full ástæða er til að hvetja fólk til að láta af þeim ósið. Morgunblaðið/Eggert Fólk nýtur þess enn að spássera í haustinu blíða Snjókorn? Nei, tyggjóklessur Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Sýslumaðurinn í Reykjavík sam- þykkti síðdegis í gær kröfu Glitnis HoldCo ehf. um að lögbann yrði sett á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media, sem byggist á gögnum innan úr fallna bankanum. Í lögbannsbeiðninni kemur fram að samkvæmt fréttaumfjölluninni sjálfri voru fréttirnar byggðar á gögnum „innan úr Glitni banka“. Segir í beiðninni að Stundin hafi birt viðskiptakvittanir úr kerfum Glitnis, skjáskot úr kerfum bankans sem sýndu persónuupplýsingar, upplýsingar um fjármál og upplýs- ingar um viðskipti viðskiptamanna Glitnis. „Dagljóst var að þær upp- lýsingar sem gerðarþolar [Stundin] höfðu undir höndum voru ekki að- gengilegar almenningi og voru und- irorpnar trúnaði,“ segir í lögbanns- beiðninni. Einkamálefni viðskiptavina Í fréttatilkynningunni frá Glitni HoldCo ehf. segir að félagið telji yf- irgnæfandi líkur á að einkamálefni þúsunda fyrrverandi viðskiptavina Glitnis séu í húfi. Ingólfur Hauks- son, framkvæmdastjóri Glitnis HoldCo, segir klárt að upplýsing- arnar séu úr kerfum bankans. „Við höfum ekki miklar upplýsingar ann- að en það sem við höfum séð í Stundinni og þetta er klárlega úr kerfum Glitnis fyrir hrun þannig að við óttumst að þarna séu upplýs- ingar um fjölda viðskiptamanna og það er nú aðalástæðan fyrir þessari lögbannsbeiðni,“ segir Ingólfur. Stundin sendi frá sér andmæli við úrskurðinum þar sem segir að „ákvörðun sýslumanns um lögbann á umfjöllun um viðskipti þingmanns, sem nú er forsætisráðherra, er gríð- arlegt inngrip í opinbera umræðu í lýðræðisríki. Hún er einnig órétt- lætanleg valdbeiting gegn stjórnar- skrárbundnu tjáningarfrelsi.“ Spurður um hvort lögbannið sé eitthvað tengt Bjarna Benedikts- syni forsætisráðherra, vísar Ingólf- ur því til föðurhúsanna. „Já, ég vísa því til föðurhúsanna. Auðvitað er þetta sett upp þannig af Stundar- mönnum. Þarna er fyrst og fremst gögnum stolið eða gögnum lekið með einhverjum hætti og auðvitað beinast spjót að okkur sem störfum þarna og við viljum líka hreinsa okkar mannorð í leiðinni.“ Aðspurður hvort það sé einhver leið til að komast að því hvaðan gögnin séu, segir Ingólfur að verið sé að vinna í því. „Því get ég ekki svarað en við erum með fólk í því að skoða það. Við kærðum þetta til Fjármálaeftirlitsins. Það hefur áður verið svona gagnaleki og þá var kært til héraðssaksóknara og hann er ennþá með það mál.“ BÍ fordæmir lögbannið „Við mótmælum og fordæmum þessar aðgerðir og teljum að sýslu- maður eigi ekkert erindi inn á rit- stjórnarskrifstofur íslenskra fjöl- miðla. Þessar aðgerðir eru aðför að tjáningarfrelsi fjölmiðla og rétti blaðamanna til að afla sér gagna og vinna úr þeim. Bankaleynd þjónar engum nema þeim sem hafa eitt- hvað að fela,“ segir Hjálmar Jóns- son, formaður Blaðamannafélags Ís- lands (BÍ), í tilkynningu á heimasíðu félagsins. Á heimsíðunni segir einnig að það sé afar fátítt að lögbann sé sett á gögn sem fjölmiðlar á Íslandi byggi fréttir sínar á, en úrskurður sýslu- manns fer nú fyrir dómstóla. Lögbann sett á fréttaflutning Stundarinnar  Glitnir HoldCo segir einkamálefni þúsunda fyrrverandi viðskiptavina í húfi Morgunblaðið/Árni Sæberg Lögbann Glitnir HoldCo ehf. er eignarhaldsfélag hins fallna banka.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.