Morgunblaðið - 17.10.2017, Side 8

Morgunblaðið - 17.10.2017, Side 8
8 FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 2017 Loftkæling Funahöfða 7, 110 Reykjavík, s. 577 6666 og varmadælur Kaupmáttur ráðstöfunartekna ereinhver mikilvægasta hag- stærðin sem snýr að almenningi í landinu. Þróun kaupmáttar ráðstöfunartekna mælir í stuttu máli hvað fólk fær fyrir launin sín.    Þegar þróun kaup-máttar ráðstöf- unartekna á síðustu árum er skoðuð má sjá augljós neikvæð áhrif af banka- hruninu.    Það kemur ekki áóvart en staðan fer ekki að batna fyrr en vinstristjórn Vinstri-grænna og Samfylkingar lætur af völdum árið 2013.    Kaupmáttur ráðstöfunarteknadregst meira að segja saman ár- ið 2013, síðasta ár vinstristjórnar- innar, en fer svo að aukast hratt árið 2014 og eftir það þegar vinstristjórn- in er farin frá völdum.    Svar vinstriflokkanna við ábend-ingum af þessu tagi hefur jafnan verið þetta: „En hér varð hrun.“ Þetta er út af fyrir sig rétt, en hvern- ig stendur á því að hruninu lauk sama dag og vinstristjórnin lét af völdum?    Getur verið að sú stjórn hafi meðskattahækkunum sínum, þrjósku við að reyna að koma Íslandi inn í ESB, þjónkun við erlenda kröfu- hafa sem birtist meðal annars í Ice- save-málinu, auk almenns fjand- skapar við atvinnulífið, haft neikvæð áhrif á efnahagslífið og þar með á kaupmátt almennings?    Og getur verið að næsta vinstri-stjórn komi á sama hátt við pyngju almennings? Katrín Jakobsdóttir Vinstristjórn og kaupmáttarþróun STAKSTEINAR Logi Einarsson Veður víða um heim 16.10., kl. 18.00 Reykjavík 7 skýjað Bolungarvík 3 skýjað Akureyri 3 heiðskírt Nuuk 2 alskýjað Þórshöfn 9 léttskýjað Ósló 14 heiðskírt Kaupmannahöfn 14 léttskýjað Stokkhólmur 12 léttskýjað Helsinki 12 léttskýjað Lúxemborg 20 heiðskírt Brussel 23 heiðskírt Dublin 12 súld Glasgow 14 rigning London 17 heiðskírt París 23 heiðskírt Amsterdam 22 heiðskírt Hamborg 19 heiðskírt Berlín 19 heiðskírt Vín 18 heiðskírt Moskva 3 heiðskírt Algarve 23 léttskýjað Madríd 22 heiðskírt Barcelona 23 léttskýjað Mallorca 24 léttskýjað Róm 23 heiðskírt Aþena 22 heiðskírt Winnipeg 8 skýjað Montreal 6 alskýjað New York 13 heiðskírt Chicago 11 heiðskírt Orlando 28 skýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 17. október Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 8:26 18:02 ÍSAFJÖRÐUR 8:38 17:59 SIGLUFJÖRÐUR 8:21 17:42 DJÚPIVOGUR 7:57 17:29 Samiðn og iðnfélögin Byggiðn - Félag byggingamanna og Félag iðn- og tæknigreina hafa undirritað kaup- samning við Birtu lífeyrissjóð um kaup þessara félaga á eignarhlut líf- eyrissjóðsins í Stórhöfða 31. Fyrir eru í húsinu rafiðnaðarmenn, iðnaðar- menn í matvælaiðnaði og bókagerðar- menn, þ.e.a.s. Rafiðnaðarsamband Ís- lands, MATVÍS og Grafía. Þegar flutningarnir verða um garð gengnir munu öll iðnaðarmannafélögin nema Félag vélstjóra og málmtæknimanna vera undir sama þaki og með sam- starf um þjónustu. Sameiginlegt þjónustuver „Það er fyrirhugað að við rekum sameiginlegt þjónustuver. Við erum að reyna að ná hagræði með þessu og svo erum við að vinna að mjög svipuðum verkefnum í mennta- málum, kjaramálum, vinnustaðaeft- irliti og öðru þess háttar og ætlum að reyna að njóta nærveru hvert annars í þeim efnum líka,“ segir Finnbjörn A. Hermannsson, formaður Bygg- iðnar. Fyrirhugað er að Byggiðn, FIT og Samiðn flytji starfsemi sína í Stór- höfðann á næsta ári. Finnbjörn segir engar hugmyndir í gangi um samein- ingu félaganna. , ,Þetta er bara samvinna. Félögin halda algerlega sínu sjálfstæði en samlegðin verður töluvert mikil vegna þess að við erum í svipuðum verkefnum.“ omfr@mbl.is Öll undir sama þaki  Iðnaðarmannafélög að VM frátöldu á einum stað eftir kaup á húsnæði Bilun í loftræstiblásara var ástæða þess að reykur fyllti farþegaklefa Herjólfs í desember í fyrra. Þetta er niðurstaða Rannsóknarnefndar samgönguslysa (RSS) en Herjólfur var á leið frá Þorlákshöfn til Vest- mannaeyja þegar brunaviðvörunar- kerfi ferjunnar fór í gang. Viðvörunarkerfið sýndi merki um eld/reyk í fimm farþegaklefum hjá almenningi og í áhafnarklefa. Óskað var eftir aðstoð frá Vaktstöð sigl- inga og klefar voru rýmdir. Reykurinn var mestur í svoköll- uðum almenningi sem er salur undir bílaþilfari. Vegna slæms veðurs var salurinn fullnýttur af farþegum. Áhöfninni gekk illa að rýma skip- ið og kemur fram að of fáir skipverj- ar hafi verið um borð til að takast á við aðstæðurnar. Svo heppilega vildi til að tveir áhafnarmeðlimir voru meðal farþega og aðstoðuðu við rýmingu. Við rannsókn kom í ljós að reimar höfðu slitnað í loft- ræstiblásara frammi á skipinu en við það myndaðist reykur og gúmmílykt. Aðstoð var afturkölluð 25 mínútum eftir að viðvörunar- kerfið fór í gang. mhj@mbl.is Loftræstiblásari olli reyknum í Herjólfi Fyrirtækið Arkiteo þurfti að aftur- kalla myntutöflur sem það hefur lát- ið framleiða hjá Pharmarctica og láta farga í viðurvist heilbrigðisfull- trúa, eftir að Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur gerði athugasemdir við vöruna en töflunum var pakkað inn við óheilnæmar aðstæður. „Ég pakk- aði þeim í poka í eldhúsinu heima hjá mér og seldi í smásöluverslanir, ég fékk hugmyndina í hruninu þeg- ar var lítið að gera,“ segir Einar Ólafsson hjá Arkiteo. Með því að borða myntutöflurnar má m.a. sjá álfa, syngja eins og Björk og tala íslensku. Einar segist þurfa að sækja um leyfi fyrir frekari sam- þykktum á vör- unni hjá heil- brigðiseftirlitinu, en hann hefur að sögn aðgang að samþykktu eldhúsi til pökkunar á vörunni. ernayr@mbl.is Bannað að pakka myntum heima Undramyntur Gefa ýmsa hæfileika. Erna Ýr Öldudóttir ernayr@mbl.is Stjörnufræðingar hafa í fyrsta sinn mælt ljós frá þyngdarbylgju- atburði. Bylgjurnar urðu til þegar tvær nifteindastjörnur rákust sam- an í um 130 milljón ljósára fjar- lægð frá jörðinni. Við samrunann myndaðist svokölluð kílónóva og stuttur gammablossi, en menn hafa lengi reynt að tengja slíka at- burði saman. „Eftir að bylgjurnar mældust um miðjan ágúst var öllum stjörnukíkjum heims beint að at- burðinum. Við áreksturinn urðu til þyngdarbylgjur, en úr því varð til ný vísindagrein og veitt voru Nób- elsverðlaun fyrir hana í fyrra. Merkilegast við þetta er að það skýrir tilurð þungra frumefna eins og gulls og platínu og sannar að þær vísindatilgátur um alheiminn sem við eigum nú þegar stand- ast,“ segir Sæv- ar Helgi Braga- son stjörnufræð- ingur. Í fyrsta sinn hefur tekist að sameina hefð- bundin stjarnvís- indi, byggð á rafsegulgeislun, og hin nýju þyngdarbylgjuvísindi. Tveir íslenskir vísindamenn tóku þátt í uppgötvuninni; Páll Jakobs- son, prófessor í stjarneðlisfræði við Háskóla Íslands, og doktors- nemi hans, Kasper Heintz, tóku þátt í mælingunum á glæðum gammablossans og Guðlaugur Jó- hannesson, stjarneðlisfræðingur við Háskóla Íslands og Nordita, tók þátt í mælingum Fermi-gervi- tunglsins. Nifteindastjörnur rákust saman Sævar Helgi Bragason  Íslenskir vísindamenn eiga þátt í uppgötvun

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.