Morgunblaðið - 17.10.2017, Page 10

Morgunblaðið - 17.10.2017, Page 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 2017 m æ t i r þ í n u m þ ö r f u m Aeg c o m f o r t l i f t ® uppþvottAvélAr lágmúla 8 · sími 530 2800 Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Hægt hefur miðað í kjaraviðræðum Flugvirkjafélags Íslands og SA vegna Icelandair að undanförnu. Samningar flugvirkja losnuðu í lok ágúst og í fyrri hluta september lýsti Flugvirkjafélagið yfir að samninga- viðræðurnar hefðu reynst árangurs- lausar og var þeim þá vísað til ríkis- sáttasemjara. Að sögn Óskars Einarssonar, for- manns FVFÍ, er sáttafundur boðaður á morgun. ,,Menn eru bara að ræða saman,“ segir hann spurður hvort farið sé að huga að aðgerðum til að þrýsta á viðræðurnar. Sjá ekki fyrir endann á deilunni Svipaða sögu er að segja af við- ræðum Félags íslenskra atvinnuflug- manna og SA vegna Icelandair en þar eru samningar ekki í sjónmáli. Þann 26. september sl. vísaði samninga- nefnd FÍA deilunni til embættis rík- issáttasemjara og hafa tveir sátta- fundir verið haldnir. Einnig eru samningar félagsins við Landhelgis- gæsluna lausir. „Það er ekki mikið að frétta. Það var fundur í seinustu viku og annar fundur fyrirhugaður öðruhvorumegin við helgina. Það eru ennþá viðræður í gangi en það er ekkert farið að sjá fyrir neinn enda á þessu, langt í frá,“ segir Örnólfur Jónsson, formaður FÍA, um viðræðurnar við Icelandair. Hann segir aðspurður að ekki sé farið að ræða neinar aðgerðir til að þrýsta á um lausn. Fram kemur í umfjöllun um kjara- viðræðurnar í nýútkomnu fréttabréfi FÍA að komið hafi fram á upplýs- ingafundi samninganefndar FÍA í september skýr vilji félagsmanna til að endurnýja kjarasamning við Ice- landair Group hf./Icelandair ehf. hið fyrsta. „Að því markmiði mun nefnd- in áfram vinna og minnir félagsmenn um leið á mikilvægi samstöðunnar.“ Kjaradeilur í flug- inu þokast hægt  Ekki farið að ræða neinar aðgerðir Morgunblaðið/Ómar Flug Kjaraviðræður ganga hægt. Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Ég sé þetta sem framhald af þeirri miklu vitundarvakningu sem átt hef- ur sér stað hér á landi og víðar undanfarin ár, en þetta er enn ein bylgjan þar sem konur stíga fram og greina frá of- beldi sem þær hafa þurft að þola,“ segir Guð- rún Jónsdóttir, talskona Stíga- móta, í samtali við Morgunblaðið og vísar m.a. til þess að tónlistarkonan Björk Guð- mundsdóttir hefur greint frá því að hún hafi orðið fyrir kynferðislegri áreitni af hálfu leikstjóra. Tilefni ummælanna er ásakanir fjölmargra leikkvenna í garð bandaríska kvik- myndaframleiðandans Harveys Weinstein að undanförnu. Þá stigu í gær fjölmargar konur fram á sam- félagsmiðlum, undir mylluheitinu #MeToo, og greindu frá kynferðis- legu ofbeldi og áreitni sem þær urðu fyrir. Guðrún segir það vera „ágætis að- hald gegn ofbeldi“ þegar konur stíga fram og rjúfa þögnina, m.a. með að- stoð samfélagsmiðla. „Það eru ótal atburðir sem hafa átt sér stað undanfarin ár og stuðla að þessari þróun, s.s. Druslugangan, Free the nipple og fleira. Það að konur séu að stíga fram núna á samfélagsmiðlum er að mínu viti rökrétt framhald af því sem á undan er gengið,“ segir hún og heldur áfram: „Þegar ein stígur fram með þessum hætti og greinir frá ofbeldi ryður hún um leið ákveðna braut fyrir þá næstu til að gera slíkt hið sama. Hér getur netið átt stóran og gagnlegan þátt.“ Margir strákar taka afstöðu Aðspurð segir Guðrún að ungir karlmenn séu mun virkari nú en áð- ur þegar kemur að því að taka skýra afstöðu gegn ofbeldi. „Strákar eru mun meira vakandi fyrir þessu nú en áður. Þeir eru farn- ir að taka virkan þátt í starfi fem- ínistafélaga, eru vakandi fyrir því sem þarf að bæta og móttækilegir fyrir boðskapnum. Ég hef því mikla trú á ákveðnum hópi ungra karla þegar kemur að þessu, en það eru hins vegar ýmis öfl sem takast á í þessu samfélagi, klám- og nauðg- unarvæðingin lifir enn góðu lífi.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Vitundarvakning Fjölmenni tók þátt í síðustu Druslugöngu í Reykjavík og tók fólk þannig stöðu gegn ofbeldi. Aðhald gegn ofbeldi þegar þögnin er rofin  Fjölmargar konur hafa greint frá reynslu sinni á netinu Guðrún Jónsdóttir Í gær höfðu um 40.000 konur notað myllumerkið #MeToo á samfélagsmiðlum til að greina frá reynslu sinni af kynferðis- legri áreitni og ofbeldi. Ein þeirra kvenna sem stigið hafa fram er Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, en í færslu á Facebook segir hún m.a. frá því þegar kunningi for- eldra sinna hafi þrábeðið hana, þá 14 ára, að setjast í fangið „á frænda“. Hún tekur fram að maðurinn sé ekki frændi hennar og að hún vildi ekki sitja hjá hon- um. „Hann sagði „gefðu frænda koss“ og kyssti mig,“ ritar hún. Telma Tómasson fjölmiðla- kona ritaði einnig grein í Frétta- blaðið og sagði frá þremur mönnum sem áreittu hana kyn- ferðislega er hún var á unglings- aldri. Þúsundir segja frá #METOO Stjórn Félags íslenskra náttúru- fræðinga (FÍN) hefur vísað kjara- deilu sinni við ríkið til ríkissátta- semjara. Félagið sem er eitt af aðildarfélögum BHM hefur átt í við- ræðum við ríkið frá í lok ágúst og metur það svo að enginn árangur hafi orðið. „Samninganefnd ríkisins hefur ekki orðið við neinum kröfum félagsins en í staðinn boðið félaginu framlengingu á núverandi samningi fram til marsloka 2019, sem þýðir 0% launahækkun,“ segir í bréfi sem for- svarsmenn félagsins afhentu samn- inganefnd ríkisins á fundi í gær. Flest félög samþykktu frestun Allt er hins vegar með kyrrum kjörum meðal annarra BHM-félaga, þar sem flest félögin hafa samþykkt ósk samninganefndar ríkisins um frestun viðræðna fram í nóvember. FÍN tilkynnti sáttasemjara vísun deilunnar í gær og jafnframt birti fé- lagið helstu kröfur félagsins. Þar er m.a. krafist bættra kjara í stað lakara lífeyriskerfis. Félagið gerir kröfu um að staðið verði við gefin loforð vegna 7. gr. samkomu- lags um breytingu á lífeyrisréttind- um opinberra starfsmanna og að launakjör nýráðinna ríkisstarfs- manna verði leiðrétt þannig að þau verði sambærileg við almenna mark- aðinn. Segir m.a. að ótækt sé að þessi hópur verði látinn bíða í 6-10 ár eftir launaleiðréttingu, þar sem almenni markaðurinn hefur nú þegar fengið bætt lífeyriskjör. Þá krefst félagið þess að á samn- ingstímabilinu verði launahækkanir ekki lakari en ríkið hefur nú þegar samið um við aðra hópa. Krafa er sett fram um að lágmarkslaun verði 400 þúsund kr. afturvirkt frá og með 1. júní sl. og taki hækkunum á samn- ingstímabilinu, að lífaldurstengingar í launatöflum verði afnumdar og að menntun verði metin til launa. „Tekið verði sérstaklega á lág- launasetningu einstakra starfa innan ríkisstofnana, lögð áhersla á að styrkja og þróa launakerfið á stofn- unum ríkisins,“ segir þar einnig. Vísa deilu til sáttasemjara  FÍN krefst 400.000 kr. lágmarkslauna

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.