Morgunblaðið - 17.10.2017, Síða 18

Morgunblaðið - 17.10.2017, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 2017 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Úrslit kosn-inga íAusturríki voru í góðum takti við vísbendingar úr könnunum. Þjóðarflokkurinn, hægra megin við miðju, er sigurvegari þeirra, eins og spáð var. Frelsisflokk- urinn og Sósíaldemókratar, sem voru stærsti flokkurinn, eru í öðru og þriðja sæti. Frelsisflokkurinn vann veru- lega á, en Sósíaldemókratar stóðu í stað eða töpuðu smá- vegis. Staða Sósíaldemókrata hefur veikst, en flokknum tókst á lokametrunum að forð- ast það mikla tap sem virtist stefna í. Vintriflokkurinn Græningjar tapaði mestu í kosningunum. Hann féll úr 12,4% niður í 3,3% og féll út af þingi. Ýmsir fréttaskýrendur hafa lýst Kurz, kanslaraefninu unga, sem ESB-andstæðingi. Þess vegna séu úrslitin mikil vonbrigði fyrir Brusselvaldið. Þarna er nokkuð ofsagt. Flokkur Kurz hefur setið í rík- isstjórn frá því að Kurz fædd- ist. Flokkurinn talaði ekki í kosingunum fyrir úrsögn úr ESB eða evru. En leiðtoginn ungi lýsti andstöðu við að Austurríki ætti að bera ábyrgð á fjótfærni Angelu Merkel í málefnum innflytjenda. Kurz vill alvöru landamæri og vill draga úr fjáraustri til innflytjenda- mála. Fyrir kosn- ingar sagðist Kurz andvígur hug- myndum Macrons (gamla) um enn frekari sam- þjöppun valds í Brussel. Þetta voru þó aðeins áherslubreyt- ingar en ekki kúvending í stefnunni varðandi málefni ESB. En við þetta bætist að Kurz útilokar ekki samstarf við Frelsisflokkinn. Stefna þess flokks í málefnum ESB er ágengari, þótt sá flokkur setji ekki lengur úrsögn úr ESB eða brotthvarf úr myntsamstarfi sem skilyrði um samstarf í ríkisstjórn. Hitt er annað mál að Mac- ron, forseti Frakklands, setti fyrrnefnda stefnumörkun sína fram sem hið eina sem gæti tryggt tilveru ESB í því and- streymi sem „Evrópuhug- sjónin“ er í. En það þurfti ekki kosn- ingar í Austurríki til að stinga títuprjóni í þá blöðru. Frjáls- lyndi flokkurinn, sem er líkleg- ur til að fara í samsteypustjórn með flokki Merkel, er mjög andsnúinn þessum hug- myndum forseta Frakklands. Og Merkel sjálf er ekki aðeins hikandi og varfærin í þessum efnum eins og öðrum. Hún er nær því að vera andvíg hug- myndunum en hitt. Úrslitin í Austurríki auðvelda ekki búró- krötum í Brussel leikinn, en þeir voru í vandræðum fyrir} Hart í bak eða hægt á? Ef marka máskoðanakann- anir er augljóst að nú stefnir í vinstri- stjórn. Vinstri græn og Samfylk- ing þurfa ekki marga þingmenn umfram þá sem þessir flokkar mælast með til að mynda stjórn, svo að fyrirstaðan verður lítil. Samfylkingin hefur um ára- bil snúist aðallega um aðild Ís- lands að Evrópusambandinu og sú stefna stendur óhögguð. Þegar Samfylking og Vinstri græn mynduðu stjórn árið 2009 gerði sú stjórn það mál að sínu þrátt fyrir að Vinstri græn hefðu svarið þess dýran eið að slíkt kæmi ekki til greina. Þau svik voru flokknum dýr og kostuðu mikil innri átök, meðal annars við sitjandi þingmenn flokksins sem hröktust úr hon- um einn af öðrum. Nú er öldin önnur. Þeir flokksmenn sem voru eindreg- ið á móti Evrópusambands- aðild eru horfnir á braut og eft- ir sitja þeir sem annaðhvort eru hlynntir aðild eða láta sig litlu varða hvort fullveldið verður framselt til Brussel. Formaður flokks- ins er einn þessara, eins og sást glöggt í vinstristjórninni sem sótti um aðild og naut í einu og öllu stuðnings nú- verandi formanns. Fleira bendir til að Vinstri græn verði létt í taumi að þessu sinni. Í kosninga- áherslum flokksins fyrir kosn- ingarnar 28. október er til að mynda ekki minnst á andstöðu flokksins við aðild að Evrópu- sambandinu. Þeirri stefnu hef- ur einfaldlega verið stungið undir stól til að undirbúa stjórnarsamstarfið með Sam- fylkingunni. Þar að auki sýnir ný skoðanakönnun nú að meiri- hluti stuðningsmanna VG styð- ur nú aðild að ESB, sem kemur ekki á óvart eftir svik Vinstri grænna í síðustu ríkisstjórn. Það gefur því auga leið að rykið verður dustað af umsókninni ef þessir flokkar fá til þess afl, með tilheyrandi aðlögunar- viðræðum, niðurlægingu og innanlandsátökum eins og þjóðin varð vitni að í tíð síðustu vinstristjórnar. Vinstriflokkarnir undirbúa nú að dusta rykið af aðildarumsókninni} Engin fyrirstaða hjá VG H in efnahagslega endurreisn Ís- lands frá hruninu mikla haustið 2008 hefur gengið vel. Allt frá því hagkerfið sneri við úr sam- drætti í vöxt á síðari hluta árs 2010 hefur leiðin legið uppá við. Öðrum mikil- vægum áfanga var náð á árinu 2013 þegar rekstur ríkissjóðs komst í jafnvægi, tekjur og gjöld mættust í einum punkti og námu þá 32% af vergri landsframleiðslu. Margt hefur lagst með okkur á þessari veg- ferð. Við höfum lengst af á þessu tímabili búið við hagstæð viðskiptakjör. Mikil gengislækkun, sem sannarlega var ekki án fórna, skóp útflutn- ings- og samkeppnisgreinum hagstæð skilyrði, makríll synti upp að landinu, skapandi greinar sóttu í sig veðrið o.s.frv., en mest munar um hraðan vöxt ferðaþjónustunnar. En hvernig höfum við nýtt þennan bata? Til dæmis und- angengin veltiár með miklum hagvexti? Jú við höfum greitt niður skuldir og að sjálfsögðu er það gott. En hvað með aðrar skuldir en hinar bókfærðu? Höfum við byrjað að greiða inn á skuldir við svelta innviði eins og til dæmis vegakerfið sem hefur verið og er enn að grotna niður? Mannauð, tæki og búnað í framhaldsskólum og háskólum? Höfum við staðið við fyrirheit um stórátak í að efla heil- brigðiskerfið? Höfum við bætt kjör aldraðra og öryrkja þannig að sæmileg sátt sé um? Höfum við búið ungu fólki og ekki síst ungu barnafjölskyldunum okkar sóma- samlegar aðstæður? Svarið er því miður allt of oft nei en ekki já við öllum ofangreindum spurningum . Annað hefur haft forgang hjá hægri stjórn- unum sem hér hafa verið við völd síðan á miðju ári 2013, sem hvorug hefur að vísu lifað út kjörtímabil sem betur fer. Áherslan hefur ver- ið á að draga úr umsvifum ríkisins, tekjustofn- ar þess hafa verið veiktir svo nemur háum fjár- hæðum og útgjöldin hafa verið lækkuð um á bilinu 3-3,5% af vergri landsframleiðslu(VLF). Það eru miklir peningar, á bilinu 80-90 millj- arðar króna. Útgjöld ríkisins sem námu eins og áður sagði 32% af VLF árið 2013 áttu sam- kvæmt nýframlögðu og hálfræddu fjárlaga- frumvarpi fráfarandi ríkisstjórnar að nema 28,7% á árinu 2018. Ísland hefur nú betri efni til að byggja gott og réttlátt samfélag en nokkru sinni fyrr í sögu sinni. Við erum fleiri og ríkari en nokkru sinni fyrr. En það þarf pólitískan vilja til að nýta þá stöðu í þágu samfélags- ins alls. Þann vilja höfum við Vinstri græn. Ísland þarf nú að fá öfluga félagslega þenkjandi ríkisstjórn, uppbygging- arstjórn sem tekur til hendinni, trausta stjórn sem hefur vinnufrið og er laus við reglubundnar hneykslis- og spillingaruppákomur. Og þjóðin talar nokkuð skýrt í þeim efnum þessa dagana. Þjóðin vill fá Katrínu Jakobsdóttur sem næsta forsætisráðherra. Steingrímur J Sigfússon Pistill Nú þarf uppbyggingarstjórn Höfundur er oddviti Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Norðausturkjördæmi. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Starfsreglur þjóðkirkjunnarum val á prestum bera þessmerki að þar er verið aðreyna að sætta ólík sjónar- mið: Að hæfismat óháðrar nefndar ráði eða frjálst val fulltrúa safnaðar á sínum presti. Reynslan undanfarna mánuði bendir til að ekki hafi tekist vel til með það. Þeirri spurningu má velta upp hvort ekki sé réttara að velja aðra hvora leiðina eða gefa söfn- uðum val um hvora leiðina þeir vilja fara við val á presti. Kirkjuþing setur reglur um val og veitingu prestsembætta. Stefnan virðist hafa verið sú að minnka „hætt- una“ á því að efnt sé til almennra prestskosninga með misalvarlegum afleiðingum fyrir umsækjendur og söfnuð. Reglunum var breytt á síðasta kirkjuþingi, meðal annars í þá veru að nú er ekki lengur val hjá valnefndum sóknanna um hvort matsnefnd meti hæfi umsækjenda áður en gengið er til atkvæðagreiðslu um þá í kjörnefnd sóknarinnar. Síðan nýju reglurnar tóku gildi hafa komið upp þrjú dæmi þar sem valnefndin velur í leynilegri atkvæðagreiðslu umsækjanda sem ekki er metinn hæfastur af mats- nefnd og í sumum tilvikum þann sem talinn er lakastur í því tilliti. Þetta er við Glerárkirkju á Akureyri, í Linda- prestakalli í Kópavogi og Dóm- kirkjusöfnuðinum í Reykjavík. Í færri tilvikum hefur sá umsækjandi sem metinn er hæfastur verið valinn. Þarfagreining og hæfnismat Samkvæmt starfsreglunum er ferlið þannig að biskup Íslands undir- býr auglýsingu embættis með því að kalla eftir þarfagreiningu presta- kallsins þar sem meðal annars eru gerðar kröfur um sérstaka þekkingu, hæfni eða reynslu sem leitað er eftir. Þegar umsóknarfrestur er liðinn metur sérstök matsnefnd hvernig um- sækjendur uppfylla þau skilyrði, svo og menntun, starfsferil og starfs- reynslu. Metur nefndin hvaða um- sækjendur uppfylla best þarfagrein- inguna, velur þá fjóra til fimm hæfustu og leggur fyrir kjörnefnd sem valin er af safnaðarfólki. Kjörnefndin kýs prest úr þeim hópi í leynilegri at- kvæðagreiðslu. Biskupi ber að skipa þann umsækjanda sem meirihluti kjörnefndar hefur kjörið. Það stingur í augu í þessu að kjörnefnd þarf ekki að fara eftir áliti matsnefndar og sú spurning vaknar í kjölfarið til hvers verið er að leggja í kostnað og vinnu við þennan undirbúning ef ekki þarf að taka tillit til hans. Vegna þess að kosningin er leynileg er ekki hægt að fara fram á það að einstakir kjörnefndarmenn eða meirihluti nefndarinnar rökstyðji val sitt, og í þeim tilvikum sem gengið er framhjá þeim umsækjanda sem metinn er hæfastur, hvers vegna það var gert. Reynslan sýnir að ýmis sjónarmið hafa áhrif á val kjör- nefndarmanna. Jöfnun kynjahlutfalla er sífellt meira áberandi. Menn eru misjafnir og hafa mismunandi áhrif á kjörnefndarmenn. Kynni kunna að hafa myndast ef umsækjandi hefur starfað fyrir söfnuðinn. Önnur sjónarmið, jafnvel ómálefnaleg, kunna einnig að hafa áhrif en koma ekki í ljós, þar sem ekki þarf að rök- styðja niðurstöðuna. Samkvæmt starfsreglunum get- ur biskup aðeins hafnað að skipa í embættið ef verulegur formgalli hef- ur verið á málsmeðferð og þá með því að auglýsa embættið aftur. Sumir prestar telja, og vísa í eldri fordæmi, að biskup geti ekki skotið sér á bak við þetta ákvæði heldur verði að fara að stjórnsýslulögum og öðrum lögum sem séu æðri en starfsreglurnar. Í undirbúningi eru kærumál sem von- andi skera úr um þessi álitamál. Reynt að bræða saman ólík sjónarmið Morgunblaðið/Eggert Prestar Skiptar skoðanir eru í prestastétt og milli presta og leikmanna um starfsreglur um val á prestum í embætti á vegum Þjóðkirkjunnar. „Þetta er mikil afturför. Hvorki er tekið tillit til mennt- unar né starfsreynslu um- sækjenda. Niðurstaðan ræðst í leynilegri atkvæðagreiðslu sem slær út ákvæði stjórn- sýslulaga um að alltaf eigi að velja hæfasta einstaklinginn. Mér finnst þetta ekki vera Þjóðkirkjunni sæmandi,“ segir séra Bára Friðriksdóttir sem var meðal umsækjenda um prestsembætti í Lindakirkju í Kópavogi. Í þarfagreiningu og í auglýs- ingu var meðal annars kallað eftir því að nýr prestur ætti að byggja upp öldrunarstarf. Bára er með meistarapróf í öldrunarfræðum og töluverða reynslu af prestskap og var efst á blaði matsnefndar. Kjörnefnd valdi hins vegar guðfræðing sem starfað hafði í söfnuðinum. Bára er að kalla eftir gögnum um ákvörðunina og skoða sína stöðu. Ekki kirkjunni sæmandi HAFNAÐ Í LINDUM

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.