Morgunblaðið - 17.10.2017, Side 24

Morgunblaðið - 17.10.2017, Side 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 2017 ✝ KristbjörgSveina Helga- dóttir fæddist í Reykjavík 2. febr- úar 1931 og lést 31. ágúst sl. Foreldrar henn- ar voru Magnea Guðrún Magnús- dóttir f. 1. ágúst 1901, d. 1. apríl 1988, og Helgi Kristmann Helga- son vélstjóri, f. 9. apríl 1899, d. 15. febrúar 1975. Systkini Sveinu voru Magnús (1923- 1978), Sveinn (1924-1985), Helgi Kristmann (1926-1994), Halldór Ragnar (1927-1998) og Magnea Elísabet (1929-2001). Sveina náði lengstum aldri systkin- anna. Árið 1961 giftist Sveina Högna Tómasi Ís- leifssyni viðskipta- fræðingi, f. 14. des- ember 1923, d. 25. júlí sl. Þau eign- uðust tvær dætur: 1) Helga Dröfn, f. 1962, líf- og stjórn- málafræðingur. 2) Magnea Berglind, f. 1968, hjúkrunar- fræðingur. Maður Helgu Drafn- ar er Ralph Tiedemann, prófess- or í líffræði, og eiga þau tvö börn. Þau eru búsett í Þýska- landi. Sveina vann lengst af sem læknaritari á Landspítalanum. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sveina frænka mín er látin stuttu á eftir manni sínum. Mér finnst ég hafa þekkt hana alla ævi, því hún bjó á Langholtsvegi 75 til 1961, þar sem afi og amma byggðu sér fallegt hús 1947 sem þá þótti vera í útjaðri Reykjavík- ur. Þótt rúm 18 ár væru á milli okkar Sveinu var hún tilbúin að gera ýmislegt með mér og fyrir mig. Ég var mikið hjá ömmu minni þegar afi sigldi á togar- anum Geir til Englands, þar sem hann var 1. vélstjóri. Í þá daga tók miklu lengri tíma að sigla með aflann utan en nú er. Við Sveina frænka áttum oft góðar stundir saman. Hún spilaði á gít- ar og spilaði oft fyrir mig og sungum við með. Hún átti æð- islega flottar dúkkulísur sem hún leyfði mér að leika með sem voru gerðar eftir frægum leik- konum þess tíma. Hennar var Judy Garland. Stundum lágum við á gólfteppinu í stofunni hjá ömmu og lituðum í litabók sem ég ein mátti lita í með henni. Sveina var afskaplega barngóð og gjafmild. Hún þótti glæsileg kona. Hún var í mörg ár í saumaklúbb með systur sinni og systrunum frá Hofstöðum (Garðabæ). Hlakkaði hún alltaf til þeirrar stundar. Sveina frænka mín var ekki mjög mannblendin en hafði gaman af að hitta fjölskyldu og vini. Sveina og systkini hennar voru miklir Valsarar. Var farið allar helgar þegar fært var upp í Valsskála, við Kolviðarhól, á skíði ásamt vinum. Sveinn bróðir hennar spilaði með Val í fót- og handbolta og einnig með lands- liðinu í báðum þeim íþróttum um nokkurra ára skeið. Helgi var fyrsti þjálfari kvennahandbolt- ans. Árið 1958 fékk Sveina styrk til náms í Danmörku til eins árs og fór fór á Húsmæðraskóla þar. Henni líkaði svo vel vistin í Dan- mörku að hún fór síðar þangað í vinnu. Fyrir nokkrum árum greindist Sveina frænka mín með heilabilun sem ágerðist með árunum. Núna ertu, frænka mín, búin að fá hvíldina. Blessuð sé minning hennar. Útför hennar fór fram í kyrr- þey. Ég votta fjölskyldu hennar samúð mína. María Helgadóttir Sveina Helgadóttir Guðni bakari var heiðursmaður og það að sönnu. Guðnabakarí hefur verið starfrækt á Selfossi í 45 ár og því er fyrirtækið ein af máttar- og menningarstofnunum okkar samfélags. Ungur hóf ég að bjóða mig fram við að fara út með ruslið fyrir Bubbu frænku og Guðna og fékk gjarnan að launum glassúr- snúð. Samhent voru þau hjón og fjölskyldan svo eftir var tekið við rekstur þessa farsæla fjölskyldu- fyrirtækis. Gott er að koma til þeirra í bakaríið og naut ég þess vel er ég bjó í næsta húsi til margra ára þegar börnin mín gátu ávallt farið í bakaríið og fengið hressingu sem ég svo greiddi fyrir síðar, aldrei neitt vandamál. Guðni var stakt ljúfmenni og og var öll árin sterkur í sínu samfélagi. Gott Guðni Christjan Bøgebjerg Andreasen ✝ Guðni Christ-jan Bøgebjerg Andreasen bakara- meistari fæddist 18. mars 1950. Hann lést 21. sept- ember 2017. Útförin fór fram 29. september 2017. var til þeirra að leita, íþróttafélög og mörg frjáls félög í hér- aðinu hafa notið ein- stakrar velvildar og gjafmildi þeirra í rekstri sinna félaga þar sem heilu hóp- arnir voru nestaðir upp í ferðir svo dæmi sé nefnt. Enda hafa þau hjón rétti- lega verið heiðruð á liðnum árum vegna þess stuðn- ings sem þau hafa lagt af mörkum til frjálsra félaga á svæðinu. Ég get ekki látið hjá líða að nefna að öll þau 13 ár sem ég stóð fyrir Selfossþorrablótinu þá voru Guðni, Bubba og frábært starfs- fólk í Guðnabakaríi ávallt með þeim fyrstu til að tilkynna þátt- töku á blótinu og mættu með allt sitt lið. Á 13. blótinu var þeim hjónum svo veitt samfélagsviður- kenning að viðstöddu fjölmenni. Það er margt fyrir að þakka, fall- inn er frá einn af bestu sonum Sel- foss. Takk fyrir þitt framlag til samfélagsins, Guðni. Fjölskyld- unni allri sendi ég svo mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Kjartan Björnsson. Kveðja frá Skíða- deild Ármanns Fallinn er frá Ár- menningurinn Árni Kjartansson, hann var þriðji formaður skíða- deildarinnar. Ásamt félögum sínum byggði Árni upp aðstöðu fyrir skíða- menn í Jósefsdalnum fyrir miðja síðustu öld. Þar kom saman ungt þróttmikið fólk til skíðaiðkunar og urðu þar til ævilöng vináttu- bönd. Það var ekki alltaf auðvelt að stunda skíðaíþróttina, oft var ófært og gengu menn þá með all- an útbúnað á bakinu marga kíló- metra til þess að komast á skíði. Sumrin notaði svo skíðafólkið til þess að lagfæra skála og aðra að- stöðu, allt varð að vera tilbúið fyrir veturinn. Árni var góður ljósmyndari og það er honum að þakka að til er mikið af myndum frá árunum í Jósefsdal og síðar starfsemi deildarinnar í Bláfjöllum, það eru ómetanlegar heimildir. Ekki er hægt að tala um Árna án þess að minnast á Huldu, eft- irlifandi eiginkonu hans. Saman nutu þau þess að fara á skíði með börnin, kenndu þeim að njóta úti- veru og skíðaíþróttarinnar enda voru þau öll fjögur keppnismenn á skíðum með ríkulegum stuðn- ingi foreldra sinna. Þegar árin liðu naut Árni sín á Árni Kjartansson ✝ Árni Kjartans-son fæddist 26. nóvember 1922. Hann lést 28. sept- ember 2017. Árni var jarð- sunginn 9. október 2017. gönguskíðum ásamt félögum sínum og sáu þeir um að merkja og troða fyrstu göngubraut- irnar í Bláfjöllum. Við þökkum þeim hjónum, Árna og Huldu, fyrir óeigin- gjarnt starf í þágu deildarinnar. Huldu og fjöl- skyldunni allri send- um við innilegar samúðarkveðj- ur. Við kveðjum skíðamanninn og fjallagarpinn Árna Kjartansson með texta lagsins sem ómaði í dalnum þegar haldnar voru kvöldvökur eftir skemmtilega skíðadaga. Fögur voru í feldi hvítum fjöll í dag. Í fönnum skrýddum dalnum undi ég mínum hag. Sólin skein á bjartar brekkur, Blá- fjallanna fegurð víst dásamlegri er en dagleg orð fá lýst. Mig tefur ekki á skíðabrautum frost né fjúk. Falleg er hún brekkan niður Skála- hnjúk. Tunglið varpar töfraljóma, á tinda og dali allt um kring. Langur skuggi liggur yfir Einstæðing. Dalinn út ég held að lokum heim á leið, heimferðin er alltaf nokkuð svona greið, Niður Skarð sem leiðin liggur, leiðin sú er ekki ströng. Jósepsdal ég kveð með söknuði – og söng. (Rannveig Þorsteinsdóttir) F.h. skíðadeildar Ármanns, Hörður Már Þorvaldsson. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein- ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírn- arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir | Hafi mynd birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið sent er ráðlegt að senda myndina á netfangið minning@mbl.is og láta umsjónarmenn minningargreina vita. Minningargreinar Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, ÞORBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR, Snorrabraut 56b, Reykjavík, sem lést á hjartadeild Landspítalans 12. október, verður jarðsungin frá Lágafellskirkju fimmtudaginn 19. október klukkan 13. Gunnar Ingvarsson Gunilla Ingvarsson Kristbjörg Ásta Ingvarsdóttir Per Ekström Bjarnveig Ingvarsdóttir Magnús Valur Jóhannsson barnabörn, langömmubörn og langalangömmubarn Ástkær faðir okkar, afi og langafi, PÉTUR HÓLM KARLSSON bifreiðastjóri, Baldursgötu 26, Reykjavík, lést miðvikudaginn 4. október á dvalarheimilinu Grund. Útförin fer fram miðvikudaginn 18. október í Fríkirkjunni í Reykjavík klukkan 11. Jarðsett verður í Grundarfjarðarkirkjugarði klukkan 17. Börn, barnabörn, barnabarnabörn og fjölskyldur FINNBORG J. J. KRISTJÁNSDÓTTIR, Tómasarhaga 28, lést á hjúkrunarheimilinu Grund föstudaginn 13. október. Útför fer fram frá Kapellunni í Fossvogi fimmtudaginn 26. október klukkan 11. Aðstandendur Ástkær faðir okkar og tengdafaðir, SIGURÐUR H. ÞORSTEINSSON, Holtabraut 12, Blönduósi, lést miðvikudaginn 11. október. Útförin verður gerð frá Árbæjarkirkju föstudaginn 20. október klukkan 15. Margrét Sigurðardóttir Hörður G. Ólafsson Helga Sigurðardóttir Þorsteinn Högnason Þorsteinn Sigurðsson Elín Hrund Jónsdóttir Hulda Sigurðardóttir Þorsteinn Örn Björgvinsson Sigursteinn Sigurðsson Charuda Phonsuwan Birna Sigurðardóttir Ólafur Páll Jónsson Frænka okkar, GUÐRÚN ÞORGERÐUR VILHJÁLMSDÓTTIR frá Vestmannaeyjum, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli 19. september. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sendum þakklæti til starfsfólksins á Skjóli og Norðurbrún 1. Vilhjálmur S. Pétursson og fjölskylda Líney Ólafsdóttir og fjölskylda og aðrir aðstandendur Faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, STEFÁN BJARNASON, fyrrverandi yfirlögregluþjónn, Dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, lést 11. október. Útförin fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn 20. október klukkan 13. Sigrún Stefánsdóttir Árni Björgvinsson Viðar Stefánsson Valdís Ragnheiður Ívarsdóttir Bjarni Stefánsson Anna María Ingólfsdóttir og afabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGURÐUR HÓLM ÞORSTEINSSON málarameistari, Dalseli 17, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju föstudaginn 20. október klukkan 13. Erna Sigurbaldursdóttir Hólmfríður S. Sigurðardóttir Ragnar Stefánsson Pétur Örn Sigurðsson Sigurður Örn Ragnarsson Helena Ríkey Leifsdóttir Stefán Orri Ragnarsson Davíð Fannar Ragnarsson GUÐMUNDUR ELÍSSON bóndi og verkamaður í Sælingsdal, lést á Landspítalanum í Fossvogi miðviku- daginn 11. október. Útför hans mun fara fram frá Hvammskirkju í Dalabyggð laugardaginn 21. október klukkan 14. Fyrir hönd aðstandenda, Kolbrún Bylgja Sveinbjörnsdóttir börn, tengdabörn og barnabörn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.