Morgunblaðið - 17.10.2017, Page 29

Morgunblaðið - 17.10.2017, Page 29
DÆGRADVÖL 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 2017 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Einhver misskilningur gæti komið upp milli ástvina sem þarf að leiðrétta. Verkefnin þín þróast í þá átt sem þú von- aðist eftir og brosið nær allan hringinn. 20. apríl - 20. maí  Naut Það er engin ástæða til þess að leyna tilfinningunum, því þú átt ekki að láta stjórnast af öðrum. Ný nálgun á fortíðina gæti hjálpað þér að ná betri tökum á nútíð- inni. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Manneskja þér eldri og reyndari gefur góð ráð í dag. Hagaðu þér á einn veg og þú verður allt önnur manneskja en ef þú brygðist öðruvísi við. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Rifrildi gæti komið upp á heimilinu í dag. Sýndu þolinmæði og þá lagast allt af sjálfu sér. Mundu að sátt innan fjölskyld- unnar stuðlar að hamingju og heilbrigði. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Íhugaðu hvatvísina í þér. Notaðu tím- ann og líttu yfir farinn veg. Reyndu að fara gætilega og láta þér ekki sjást yfir smáatriði og vertu sveigjanleg. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú munt koma vinum og vanda- mönnum á óvart með uppátæki þínu. En gættu þess að það gangi ekki of langt. 23. sept. - 22. okt.  Vog Láttu öll lögfræðileg mál bíða betri tíma og láttu önnur og mikilvægari mál ganga fyrir. Nauðsynlegt er að kynnast nýju fólki og öðrum skoðunum en þú ert vanur. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Einhver reynir að gera þér lífið leitt svo nú reynir verulega á þolinmæðina. Að því kemur að þú verður að taka ákvörðun og hefjast handa því að öðrum kosti kem- urðu engu í verk. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þegar við erum sannfærð í trúnni getur okkur reynst erfitt að skilja þá sem ekki deila trú okkar. Gefðu þér góðan tíma til þess að velta málunum fyrir þér. 22. des. - 19. janúar Steingeit Ef þú kærðir þig um gætirðu bók- að vinnu eða einhvers konar félagslíf hverja einustu stund dagsins. Bíddu ekki eftir öðr- um heldur taktu strax til þinna ráða. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Vináttan skiptir þig mjög miklu máli þessa dagana. Reyndu að vera jákvæð- ur og koma auga á hvernig þú þroskast af allri þessari vinnu. 19. feb. - 20. mars Fiskar Reyndu að forðast deilur í dag. Stilltu þig um að rasa um ráð fram, fyrir vik- ið nærðu frábærum árangri í verkefni sem þú hefur baksað við upp á síðkastið. Áföstudaginn birtist hér í Vísna-horni limra frá sláturtíðinni, sem mér hafði skilist að væri eftir Helga R. Einarsson en höfundurinn er Bragi Vagnsson, bóndi á Bustar- felli, og biðst ég afsökunar á þeirri vangá. Sú var kveikja limrunnar að Bragi var að skera mör og hraut einn og einn biti á gólfið sem hvarf í hundskjaft, en jafnvel hundar geta fengið nóg. Því varð tíkinni Ronju að orði: Hunda má hafa að fíflum að hendast á eftir hnýflum, en dónalegt það drengur minn að þá drepa úr kransæðastíflum. Helgi sagði mér frá því að hann hefði stráklingur farið með föður sínum og Tryggva Sveinbjörnssyni bókbindara að veiða í Friðmundar- vötnum. Strákur vaknaði árla um morguninn og þegar hinir skriðu út úr tjaldinu sáu þeir hvar hann kom heldur en ekki rogginn með vænan, að honum fannst, urriða. Þá kastaði Tryggvi fram þessari oddhendu: Gott er skjól við Galtaból glampar sól í heiði veiðifólið fór á ról og fékk á hjólið seiði. Mér finnst fara vel á því að setja hér limru um „Kosningasjón- varpið“ eftir Helga: Af háttvísi’ er gengið um gólf samt gagnrýnt og raðað í hólf. Vinstri og hægri, hærri og lægri. Hólfin þau teljast víst tólf. Og læt þessa fylgja, – „Við- reisnin?“: Á hún sér Viðreisnar von, vönkuð með glataðan son? Mun fjöldinn þeim synja og flokkurinn hrynja, sem forðum gerðist með SPRON? Bjarni Gunnlaugur orti: Benni ekki lengur leiðir lítinn flokk – hvað er í vændum? Þorgerður er afl sem eyðir aðallega sauðfjárbændum! Hér eru „spökur eða heilræði“ eftir Hólmfríði Bjartmarsdóttur. Fyrst er „Hin eina sanna ást“: Fráleitt er að fást um slíkt fáirðu ætan bita Eitt er rúmið öðru líkt eins og flestir vita. Síðan er „Vongleði“: Svo vil ég þér segja eitt sem er ráðið snjalla. Vertu ekki að vona neitt vonin svíkur alla. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af kransæðastíflu og við Friðmundarvötn Í klípu „ÉG Á BÖRN. KEMUR BÍLLINN MEÐ BARNHELDRI BLÆJU?“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „HVAÐ HEFURÐU GERT VIÐ HÁRIÐ Á ÞÉR?“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... verndandi. HÍJAAAH! ERTU VISS UM AÐ ÞAÐ SÉ NÆGUR TÍMI TIL ÞESS? BARA AÐ GRÍNAST! ÞÚ ÞARFT AÐ LÆRA AÐ SLAKA Á MENN, EF VIÐ VILJUM RÁÐAST Á ÞENNAN KASTALA MUN ÉG ÞURFA NÆSTRÁÐANDA! Víkverji kom oft í Samkomuhúsiðá Akureyri á sínum yngri árum og hafði fyrir vikið gaman af þætt- inum um sögu Leikfélags Akureyr- ar sem Ríkissjónvarpið sýndi á sunnudagskvöldið í tilefni af hundr- að ára afmæli þessa merkilega fé- lags. Sú saga er um margt merki- leg en óhætt er að segja að skipst hafi á skin og skúrir gegnum tíð- ina. x x x Gaman var að hlusta á gamlastarfsmenn LA, ekki síst að- komumenn eins og Guðjón Davíð Karlsson og Björn Bergstein Guð- mundsson, tala af virðingu og hlýju um Samkomuhúsið sem hefur aug- ljóslega haft djúpstæð áhrif á þá. Það var ekki síður gaman að sjá gömul myndskeið af burðarásum í leiklistarstarfi nyrðra eins og Þráni Karlssyni, Sunnu Borg, Arnari Jónssyni, Gesti Einari Jónassyni, Sögu Jónsdóttur, Aðalsteini Berg- dal og Þórhildi Þorleifsdóttur. x x x Rætt var við fjölmarga í þætt-inum og myndatakan var svo- lítið óvenjuleg; meiri áhersla var á köflum lögð á hendur viðmælenda en andlit. Þá virkaði „slow motion“- skotið í þann mund sem viðmæl- andinn tók til máls ekki fyrir Vík- verja. Það var satt best að segja dálítið ógnvekjandi; fólkið leit í eitt augnablik út fyrir að vera gengið af göflunum. x x x Ef til vill er þetta bara nýtt list-form í sjónvarpi sem kemur til með að venjast. x x x Víkverji var menningarlegur umhelgina og fór líka í bíó; í fyrsta skipti í langan tíma. Myndin kallar ekki á umfjöllun hér en á hinn bóginn vakti hegðun pars sem sat fyrir framan Víkverja í salnum athygli – það leit ekki af símum sínum fyrir hlé. Með tilheyrandi ljósadýrð. Þegar hlé var gert á myndinni stóð parið upp og yfirgaf bygginguna, eins og Elvis forðum. Enda óþarfi að láta einhverja kvik- mynd úti í bæ vera að trufla sím- ann. vikverji@mbl.is Víkverji Blessun Drottins auðgar og erfiði mannsins bætir engu við hana. (Orðskv. 10:22)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.