Morgunblaðið - 17.10.2017, Síða 36

Morgunblaðið - 17.10.2017, Síða 36
ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 290. DAGUR ÁRSINS 2017 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 581 KR. ÁSKRIFT 6.307 KR. HELGARÁSKRIFT 3.938 KR. PDF Á MBL.IS 5.594 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.594 KR. 1. „Gefðu frænda koss“ 2. Allir í bílunum handteknir 3. Telur sig réttkjörinn prest 4. Allen sagður „andstyggilegur …“ »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Tríóið The Pogo Problem leikur í kvöld kl. 20.30 á djasskvöldi Kex hostels. Tríóið er dansk-íslenskt sam- starfsverkefni undir forystu gítarleik- arans Steinars Guðjónssonar en með honum leika dönsku tónlistarmenn- irnir Kristoffer Tophøj á trommur og Anders Hellborn á rafbassa. Tónlist þeirra er lýst sem blöndu af popp- uðum djassi og framúrstefnurokki. The Pogo Problem leikur á djasskvöldi Bankahrunið 2008 í sögulegu ljósi  Hannes Hólm- steinn Gissurar- son stjórnmála- fræðiprófessor flytur í dag kl. 12.05 fyrirlestur sem nefnist „Bankahrunið 2008 í sögulegu ljósi“ í fyrir- lestrarsal Þjóðminjasafns Íslands. Í fyrirlestrinum beinir Hannes sjónum að þeim lærdómum sem Ís- lendingar geta dregið af banka- hruninu um stöðu sína í heiminum.  Myndlistarkonan Jonna, Jónborg Sigurðardóttir, heldur þriðjudags- fyrirlestur í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi, í dag kl. 17 og ber hann yfir- skriftina Af hverju endurvinnslulist? Í fyrirlestr- inum fjallar hún um hvernig endurnýting á rusli hefur verið henni efniviður í myndlist síð- ustu misseri. Jonna fjallar um endurvinnslumyndlist Á miðvikudag Suðaustan 5-13 m/s, en 13-18 með suðvestur- ströndinni. Rigning með köflum sunnanlands. Hiti 2 til 8 stig. Á fimmtudag Austan 5-13, en 13-20 með suðurströndinni. Rign- ing sunnanlands og á Austfjörðum, en léttskýjað norðvestantil. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Líkur á lítilsháttar vætu. Mun hægari vindur fyrir norðan og austan og að mestu bjart. Bætir í vind í kvöld. VEÐUR Víkingar náðu í sitt annað stig í Olís-deild karla í hand- bolta með dramatísku jafn- tefli við Stjörnuna, 27:27, í Garðabæ í grækvöld. Egidi- jus Mikalonis skoraði jöfn- unarmarkið fyrir gestina í þann mund sem flautað var til leiksloka. Haukar komust upp í 2. sæti deildarinnar eftir sjö marka sigur á Aftureldingu í Mosfellsbæ, en hvorki gengur né rekur hjá Mosfellingum. »3 Haukar í 2. sæti og stig til Víkings „Það er ekki hægt að neita því að þetta er ótrúlega svekkjandi,“ segir Guðmundur Hólmar Helgason, lands- liðsmaður í handknattleik og leik- maður Cesson- Rennes í Frakk- landi, en hann verður frá í óákveðinn tíma eftir að hafa greinst með brjósklos í baki. Guðmundur var nýbúinn að jafna sig á al- varlegum meiðslum sem héldu honum frá keppni í hálft ár. »1 Þetta er ótrúlega svekkjandi Stjarnan mætir nánast landsliði Tékklands í sextán liða úrslitum Meistaradeildar kvenna í knattspyrnu í næsta mánuði. Slavia Prag, mótherji Garðabæjarliðsins, var með ellefu leikmenn í tékkneska landsliðinu sem vann Færeyjar 8:0 og tapaði 0:1 fyrir Þýskalandi í undankeppni HM í síð- asta mánuði og mætir Íslandi á þriðjudaginn í næstu viku. »3 Stjarnan mætir þeim sömu og landsliðið ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Stemningin var frábær. Fólk kunni lögin, söng með og fór að dansa og dilla sér. Þetta gerist ekki betra,“ segir Gunnar Þórðarson tónlistar- maður. Nú um helgina var á Hótel Grímsborgum, sem er fyrir austan fjall, fyrsta skemmtunin í tónleika- röðinni Uppáhalds, þar sem flutt eru nokkur af lögum Gunnars sem Þor- steinn Eggertsson hefur gert texta við. Auk þeirra koma fram á tónleik- unum og flytja lögin þau Þorgeir Ást- valdsson, Alma Rut Kristjánsdóttir, Kristján Gíslason og Birgir Jóhann Birgisson. Þá flýtur með ýmislegt skemmtilegt sem tengist lögunum, svo sem sögur af tilurð þeirra, flutn- ingi og öðru slíku. Villibráð og jólahlaðborð Ólafur Laufdal rekur Hótel Gríms- borgir, sem er við Sogið í Grímsnesi. Þar er glæsileg aðstaða; veitinga- staður með salarkynnum og 240 gisti- rými í herbergjum, smáhýsum, svít- um og lúxusíbúðum. „Aðsóknin er frábær. Íslendingar koma hér mikið, svo sem fjölskyldur sem vilja gera sér glaðan dag á tímamótum. Hjá mörg- um er líka fastur liður að fara eitt- hvað út fyrir bæinn á haustin og hafa það notalegt eina helgi. Það fólk kem- ur mikið hingað,“ segir Ólafur. Á Grímsborgum er villibráðarhlað- borð á föstudögum og laugardögum til og með fyrstu helginni í nóvember. Þá tekur jólahlaðborðið með öllu fín- iríinu við. Og undirspil þessa alls er Uppáhald, það er Gunnar og Þor- steinn og fylgihnettir þeirra. Meðal þeirra laga sem flutt eru má nefna Heim í Búðardal, Fjólublátt ljós við barinn, Himinn og jörð, Ljúfa líf, Ástarsæla, Ég elska alla, Harðsnúna Hanna, Er hann birtist, Dans, dans, dans, Eitthvað sætt og fleiri. Eftir tónleikana verður svo diskótek þar sem plötusnúðarnir Gísli Sveinn Loftsson og Vilhjálmur Ástráðsson spila lögin frá árunum um og eftir 1980. Á þeim tíma var skemmtistað- urinn Hollywood, sem var opnaður í mars 1978, vinsælasti skemmtistaður landsins og eru diskólög þessara ára oft kennd við hann. Ánægt og alveg frábært Dagskráin Uppáhalds verður allar helgar til og með 16. desember. „Mér fannst stemningin nú um helgina al- veg frábær. Fólk var ánægt og til þess var leikurinn líka gerður. Ég geng líka að öllu vísu þegar Gunnar Þórðarson sér um málin, við höfum starfað saman í áratugi, svo sem á Broadway og Hótel Íslandi í gamla daga, þar sem settar voru upp marg- ar eftirminnilegar sýningar. Dag- skráin Uppáhalds er í þeim anda nema að þetta er allt einfaldara og smærra í sniðum,“ segir Ólafur Lauf- dal. Gunnar Þórðarson og Þorsteinn Eggertsson eru báðir Keflvíkingar og hafa þekkst síðan á unglingsárum. Samstarf þeirra hófst á blómatíma Hljóma en þá var gangurinn sá að Gunnar samdi lögin og bað Þorstein um texta. Alls eru lögin sem þeir hafa samið saman um þrjátíu. Harmónerar saman „Stíll okkar beggja hefur alltaf harmónerað vel saman. Ef ég hef ver- ið með lífsglaðar melódíur hef ég oft beðið Steina um texta og þeir hafa aldrei klikkað,“ segir Gunnar. Hann er nú er að ljúka upptökum og vinnslu á geisladiski með fimmtán nýjum lögum frá síðustu misserum. Höfundar texta þar eru Guðmundur Andri Thorsson, Hallgrímur Helga- son og Vigdís Grímsdóttir – öll meðal fremstu rithöfunda þjóðarinnar. Og söngvararnir á plötunni eru sömu- leiðis landsliðsfólk og má þar nefna Eyþór Inga Gunnlaugsson, Jóhönnu Margréti, Stefaníu Sigurðardóttur, Stefán Hilmarsson og Björgvin Hall- dórsson – auk margra annarra. Uppáhalds er undirspilið  Gaman í Gríms- borgum með lögum Gunnars Ljósm/Heimir Óskarsson Stemning Gunnar Þórðarson, Þorgeir Ástvaldsson, Þorsteinn Eggertsson, Alma Rut Kristjánsdóttir og söngvarinn lengst til hægri er Kristján Gíslason. Þessir listamenn verða á Hótel Grímsborgum allar helgar fram í desember. Morgunblaðið/RAX Ólafur Laufdal Hann rekur Hótel Grímsborgir við Sogið í Grímsnesi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.